Sunnudagur

Sunnudagurinn hófst með sameiginlegum morgunverði okkar hjónakornanna.   Ég með AB mjólk með speltflögum og lífrænum rúsínum út í hann með eitthvað óhollara.

Ég veit þó ekki fyrir víst hvort AB mjólkin er eitthvað sérstaklega holl.  Mjólk er fyrir kálfa.

Svo fengum við okkur kaffi.

Klukkan tvö var "hittingur" hjá mömmu og pabba.  Frænka mín sem býr í Danmörku var stödd þar og langaði að hitta sem flesta úr fjölskyldunni.  Ég mætti með tvo ömmustráka.  Saknaði hinna tveggja sem voru í pössun hjá hinni ömmu og afa vegna próflesturs foreldranna.

Gaman að hitta alla.

Klukkan fimm að sækja myndirnar sem voru til sýnis hjá Kvöldskóla Kópavogs sem afrakstur vetrarins.

Klukkan sex að grilla lamba file úti á svölum.  Snæða það síðan í góðum félagssakp eiginmanns, tveggja ömmu og afastráka og eins sonar. 

Klukkan sjö  að fara á fund sem ég var beðin um í dag, fund sem var svo ekki haldinn eftir allt saman.

Heim, glápa á Evu Maríu, svissa yfir á Jón Ársæl (og Sturlu) og síðan á sænska trillerinn um konuna sem hvarf. Trillerinn sem verður óskiljanlegri með hverjum þætti sem líður. 

Enda sænskur... 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála þér með sænska þáttinn, skil hvorki upp né niður í honum, en fylgist samt með

Svanhildur Karlsdóttir, 5.5.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband