Færsluflokkur: Bloggar

Sól og þvottur

Þvoði þvott í dag, lá í sólbaði og kláraði leirskálina mína hjá Ljósinu. Hún er margra tíma skál þessi leirskál og ætti að verða fín eftir allt puðið!  Set mynd af henni hér inn þegar hún verður tilbúin.  Erum að undirbúa Strandaferð.  Förum trúlega um helgina.  Fyrst þarf ég að hitta John Benedikz.  Hann vill senda mig í sneiðmynd af höfði.  Ég datt á hausinn fyrir c.a. þrem vikum og hef verið hálf vönkuð síðan.  Gæti hafa fengið einhverja blæðingu.  Jafnvel höfuðkúpubrotnað/brákast.  Þá dettur mér í hug lína um hjólreiðamann úr læknaskýrslu. " Ég datt í götuna við áreksturinn en þegar ég tók af mér hjálminn  kom í ljós að ég var höfuðkúpubrotinn!"
Góðu fréttirnar eru þær að John heldur að ég hafi bara fengið heilahristing.

Greindarskertur einstaklingur skákaði kerfisstjóra Háskólans

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf um mál sem nýlega skók bloggheiminn. Mér finnst það athyglisvert að kerfisstjóri hjá Háskóla Íslands komi fram með þeim hætti sem hann hefur gert. Greindarskertur einstaklingur hakkaði sig inn á kerfi Háskóla Íslands og lék þar lausum hala. Kerfisstjórinn hafði ekki roð við honum.  Lögreglan taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt þar sem kerfisstjórinn var ráðalaus.  Hvers vegna lokaði kerfisstjórinn ekki einfaldlega á notandaaðganginn strax? Á þessum tíma (fyrir 8-9 árum) var netið hægfara almennt og mönnum hefur eflaust þótt fengur í að komast inn á hraðvirkara net.  Nú er ég ekki að réttlæta þær gerðir að komast inn í tölvukerfi á annarra nafni.   Það orkar þó vægast sagt tvímælis að kerfisstjórinn komi með ásakanir svo löngu síðar og kalli með þeim til dómstól götunnar.  Er það í hans verkahring?
Kerfisstjórinn á að fylgjast með að allar reglur séu virtar.  Ábyrgðina getur kerfisstjórinn ekki flúið. Hann léttir henni ekki af sér með því að æpa nú "úlfur, úlfur" !  Hann á þó að sjálfsögðu að snúa sér til lögreglu telji hann þörf á því.  Góðu fréttirnar eru þær að í dag er netið almennt það hraðvirkt að sú freisting að hakka sig inn í annarra nafni á hraðvirkara neti er ekki fyrir hendi.

Eyjólfur að hressast

Ég er að hressast en ekki líkt því eins og ég á að mér að vera en þetta kemur.  Það var mér líkt að leggjast með lappirnar upp í loft þessa tvo góðviðrisdaga sem við upplifum hér í sumar!!! Annars held ég að veðrið verði líka gott á morgun og það fari ekki að rigna fyrr en eftir helgi. Hér var pizza í kvöld og komu nokkrir fjölskyldumeðlimir í hana.  Það er einn af föstu liðunum á þessu heimili.  Pizza á föstudagskvöldum og fjölskyldan kemur saman og svo í steik á sunnudögum.  Þetta er skemmtilegur siður og styrkir fjölskylduböndin.  Svo erum við að skipuleggja Strandaferð í næstu viku.  Það verður gaman að komast á Strandirnar í slökun og ró.  Kannski koma einhverjir af barnabörnunum með? Kannski kippi ég með mér vatnslitunum og mála nokkrar vatnslitamyndir?  Svo var Magga systir að bjóða mér til sín að taka í pensil með henni í þrjá daga eða svo.  Það gæti verið gaman ef allt gengur upp.   Sumarið er komið.

Veikindi

Mikið fjandi varð ég veik í fyrrinótt.  Fékk þvílíkan krampa, mikinn hita og verki um allt.  Aðallega höfuðverk.  Staulaðist fram á salernið og ætlaði ekki að hafa mig inn aftur.  Vakti manninn minn til að koma mér upp í.  Var svo stíf af krömpum.  Það tók drjúga stund að vekja hann.  Sagði honum þegar hann var að stumra yfir mér að ég væri með stífkrampa.  Lá við að ég bæði hann að hafa sambandi við útfrarastofnun til að hola mér beint niður.  Svaf í allan gærdag og líka í alla nótt.  Er skárri í dag en ætla að hafa mig hæga til að byrja með. Er eitthvað svona að ganga?

Nýr bloggvinur Gísli Bergsveinn Ívarsson

Minn nýjasti bloggvinur er gisliivars.  Hann er sjálfstæðismaður og býr í Garðabæ.  Það er gaman að fá hann fyrir bloggvin.  Ég sé að hann er dýravinur og á hund og kött. Það hlýtur að vera gott jafnvægi á heimili sem getur haldið hund og kött án þess að allt fari í "hund og kött!" Ég hef tvo ketti sem átu finkuna mína við fyrsta tækifæri.  Það gleymdist að loka hurðinni inn til finkunnar og því fór sem fór.  Veiðieðlið samt við sig.

Bloggvinir hverfa

Var að eyða út fimm bloggvinum.  Ekki vegna þess að mér sé eitthvað í nöp við þá. Síður en svo.  Þau eru hætt að blogga hér.  Það er eina ástæðan.  Ég hef haft það fyrir venju að heimsækja alla bloggvini nánast daglega og það léttir einfaldlega á listanum að vera ekki með þá sem eru hættir hér.  Ég veit sjálf ekki hve lengi ég endist í þessu.  Mér finnst þetta umhverfi stundum dálítið furðulegt og vægðarlaust.  Það er eins og fólki finnist ekkert mál að níða náungann niður og dæma samkvæmt dómstóli götunnar hér í bloggheimum.  Allt í skjóli nafnleyndar?  Vissulega gefa sumir meiri höggstað á sér en aðrir.  Það á þó ekki að þýða það að þeir séu "réttdræpir" hér á síðum bloggsins.  Einhverjar reglur hljóta stjórnendur að hafa til að fara eftir aðrar en handahófskenndar geðþóttaákvarðanir?  Byggðar á dylgjum og óheilindum?  Ég kveð þau Emil, Ingu, Olaviu, Jónínu Ben og 730 (Helga Seljan) með söknuði.  Ég óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangi skoðanaskipta.

Gjörningur, málverkasýning og leynigestur

Meðal annars sem fram fór á ættarmótinu hjá "Sauðanesveldinu" um helgina var málverka- og ljóðasýning, gjörningur og leynigestur.  Samantekt á lífinu á Sauðanesi í gamla daga var svo í höndum Möggu systir.  Málverka og ljóðasýningin fór vel fram og var talsvert skoðað.
ættarmót 123
Á þessari mynd eru nokkrar myndir Sollu systur.  Takið eftir króknum á borðinu fyrir framan litlu myndirnar.  Pabbi smíðaði hann þegar vantaði varastykki í rakstrarvélina.  Þannig að þarna var einnig hans framlag til listarinnar!!
ættarmót 064
Gjörningur sem ég framdi fólst í því að ég mætti með kassa af maltöli og kassa af Mónu rís-plötum og mamma og pabbi útdeildu því.  Þegar við bjuggum á Sauðanesi áður en vegurinn kom þá var alltaf pantaður kassi af maltöli og rís-plötum til að gera sér glaðan dag yfir sumarið.  Við vorum 48 á ættarmótinu og svo skemmtilega vill til að í rís-plötu-pakkningunni eru 48 rís-plötur!!!
ættarmót 083
Leynigestur var sóttur um kl 19.00.  Jón Trausti sá um atriðið.  Leynigesturinn var engin önnur en okkar góða, skemmtilega og fallega Ágústa á Stóru-Reykjum. W00t
ættarmót 101
Magga systir sá svo um upprifjun frá Sauðanesárunum okkar, hvernig var að fara í skóla o.s.frv.  Dætur hennar Hulda og Stella aðstoðuðu hana við upplesturinn og að lokum dró Magga fram nokkur sendibréf sem höfðu farið milli fjölskyldumeðlima á árum áður.  Það var mjög skemmtilegt að rifja þetta upp.  Þarna eru þær mæðgur með "gamla settinu" á tröppunum sem notaðar voru sem "heldri manna inngangur á blómatímum Sauðanesveldisins"!!!!Cool
Margt annað skemmtilegt var haft á takteinum og las Solla systir m.a. sendibréf sem Magga kom með. Bréf  frá Sollu til Möggu. Bréfið var frá sokkabandsárum þeirra.  MJÖG FYNDIÐ!!!!LoL

Liðsauki á svalirnar

BiggiSvalirnar hennar "Soffíu minnar" eru enn fínni eftir ferðina norður um s.l. helgi.  Bigga Páls mágkona hinnar einu sönnu Soffíu gaf mér álf af pallinum hjá sér.  Álf sem Bigga málaði sjálf.  Hann heitir að sjálfsögðu Biggi.  Hann mun fyrst um sinn passa upp á Dalíuna mína á svölunum!  Takk Bigga, þú ert æði!!!

Ættarmót

ættarmót 078ættarmót 083ættarmót 058ættarmót 055ættarmót 060ættarmót 062ættarmót 064 ættarmót 054ættarmót 080ættarmót 081
Komin heim og það var mjög gaman á ættarmótinu á Sauðanesi. 
Hér eru mynættarmót 128dir.  Skrifa meira ættarmót 035síðar!!!
ættarmót 129
 ættarmót 026Slógum upp málverka og ljóðasýningu í vitanum. 
ættarmót 139

Bloggfrí

Svo ég kjafti ekki af mér Alien  verð ég í bloggfríi a.m.k. fram í næstu viku.Ninja  Ég er með leyniaðgerðir í gangi svo það er eins gott að loka öllum leiðum til uppljóstrunarBandit  !!!  Það er líka svo mikið að gera að ná öllum endum saman áður en ég fer að ég verð í því í dag og svo ætla ég að SOFA í nótt Sleeping . Svona til að ég verði hress og endurnærð fyrir ferðina norður á SauðanesWizard  á morgun.  Allir að aka á löglegum hraða, það borgar sig.Police   Sjáumst hressW00t .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband