Færsluflokkur: Bloggar

Velkominn í fjölskylduna Ólafur

Haust 2006 062Þá er forsetinn kominn í Toyota fjölskylduna.  Velkominn í hópinn.  En við notum beltin.  Mundu það!  Annars er það mjög þarft framtak að fikra sig í átt að umhverfisvænni orku.
Hér er frændi forsetabílsins.  Hann rauður minn.  Tveir prinsar á leið úr honum í berjamó með ömmu og afa.
Tekið í september 2006.
mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmta sporið

Ég játaði
yfirsjónir mínar
fyrir Guði
sjálfri mér
og trúnaðarkonunni.
-
Undanbragðalaust!
-
Eins vel
og ég mundi.
-
Ég man
nefnilega
ekki allt!
-
En ég man
samt nóg.....
-
             Vilborg Traustadóttir

Nýr bloggvinur Brattur

Nú er á brattann að sækja.  Minn nýjasti bloggvinur Brattur er upprunnin í Ólafsfirði þar sem enginn komst að nema fuglinn fljúgandi eða þá siglandi á bátskel til skamms tíma.  Brattur eða Gísli Gíslason (kallaður Gilli á árum áður) er ljóðelskur maður.  Hann yrkir og hefur m.a. ort í orðastað minn eins og sjá má á síðu hans.  Mér finnst það heiður!  Ég man lítillega eftir honum af Ketilásböllum.  Eitthvað krunkandi í kring um Sollu systir ef ég man rétt.  Meira man ég þó eftir Sollu, Möggu, Regínu Óla Brandar og Gunnu Bínu ásamt Diddu Ástvaldar að búa sig á Ketilásinn. Voða spenntar að hitta Ólafsfirðingana sína.  Ofan á allt annað er Brattur svo giftur skólasystur minni frá Laugum í Reykjadal henni Láru sem er bloggvinkona mín.  Hlakka til að hitta þau vonandi í sumar.  Small world og velkominn í bloggvinahópinn Brattur!Cool

Gera göng

Það þýðir ekkert annað en að gera göng til Eyja.  Vestmannaeyingar og allir íslendingar eiga að setja það í forgang.  Það er órtúlegt að það sé ekki komið á kortið!  Árni Johnsen á að bretta upp ermar og fara að vinna að þessu!  Ásamt öðrum.
mbl.is Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur gutti

Nýr bloggvinur minn er gutti eða Guðjón Ólafsson.  Hann er atvinnulaus íslendingur í pólsku atvinnuumhverfi austur á Héraði.  Félagi í Hundaklúbbi Austurlands.  Mælir götur Egilsstaða og Fellabæjar.  Veit einhver um vinnu fyrir manninn?  Þetta gengur ekki!  Að vísu er hann  í afleysingum í sumar.  Sé það þegar ég les bloggið hans betur.   Velkominn í hóp bloggvina minna gutti. 

Marlyn Monroe tær

Yndislegur dagur.  Fékk æðislegar Marlyn Monroe tær hjá vinkonu minni í morgun.  Rautt lakk og allt. Veltist svo um í matjurtagörðunum í tvo klukkutíma.  Fékk góða aðstoð frá syni mínum sjóaranum.  Hann hafði á orði hve það væri nú gott að sleppa á sjóinn frá þessu!  Hann fer á morgun.  Veðrið hreint frábært.  Reyttum nokkuð duglegan arfahaug sem við drógum svo burtu á yfirbreiðslunni og slátruðum henni þar með.  Það var læstur verkfæraskúrinn og allt heila gengið í leikjaferð einhversstaðar.   Þeim var nær.  Hjólbörurnar inni!  Ég lét steinana vaða í næsta haug og kona sem kom aðvífandi varð skíthrædd.  Hélt ég hefði ætðað að grýta sig!  Ég sem hef ekki efni á að kasta fyrsta steininum!Blush  Sagði henni að ég næði henni bara í bakaleiðinni.  Ég varð svo fúl vegna þess að hún var að vanda um við mig.  Svo bað ég hana afsökunar á eftir vegna þess hve snögg ég var upp á lagiðSick.  Hún sagði að það væri enginn skaði skeður!  Svo kom ungur maður ráfandi og tilkynnti að hann hefði verið á sýru-trippi í þrjá daga. Hann hagaði sér undarlega og var allur skakkur.  Ég hélt fyrst að hann væri fatlaður. Konan sem ég bað afsökunnar hafði áhyggjur af öllum krökkunum í Laugardalnum.  PoliceSonur minn hringdi á lögregluna og bað hana að mæta á svæðið.  Ungi maðurinn hafði beðið einhvern í görðunum að hringja ekki á lögguna heldur á Vog.  Málið er bara að Vogur hefur ekki "heimsendingarþjónustu" fyrir veika fíkla og alkahólistaWizard.  Löggan mætti og svipaðist um eftir kauða, sögðust hafa mætt honum.  Ég sagði þeim að pilturinn vildi fara inn á Vog.  Við sáum svo hvar lögreglumennirnir leiddu hann eins og lamb inn í lögreglubílinn.  Ég vona að drengurinn fái viðeigandi meðferð og nái árangri.  Þetta var ósköp sætur strákur. 
Kom svo heim um hálf fjögur og í sturtu.  Þvoði Monroe tærnar vel en á þeim var u.þ.b. tonn af mold.  Taldist til að þær væru fimm á hvorum fæti eða einni minna en hin eina og sanna Marlyn hafði en hún ku hafa haft sex á hvorum fæti.  Tók svo góða hvíld á svölunum í þokkalegri sól þó skýin séu nú farin að lauma sér upp á himininn eitt af öðru.Ninja
Góðu fréttirnar eru þær að arfinn er á undanhaldi..........Sideways

Sneiðmynd í gær, kálhaus í dag

Fór í sneiðmyndina í gær sem John vildi að ég færi í eftir höfuðhögg sem ég fékk þegar ég datt á hausinn í sumar.  Ég er öll að skána þannig að ég vona það besta.  Svo eru það kálgarðarnir núna klukkan eitt.  Ræsti út son minn sem er eins og stórvirk vinnuvél í arfanum.  Við vorum þrjár að í gær,ég og tengdadæturnar og keyrðum 5-7 hjólbörur af arfa úr beðunum.  Helmingurinn eftir.  Ég sá fram á það að ef ég ætlaði að henda mér í beðin með sama hætti í dag gæti ég eins beðið son minn að koma í lok dags og moka yfir mig.  Sennilega skynsamlegra að fá hann til að slíta upp arfann í staðin?Cool 
Eða??

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit:
Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!
---
Góð ráðlegging þetta!!!! Eins og talað út úr mínu hjarta.............Grin

Sneiðmynd

Sideways Fer í sneiðmynd af höfði á morgun.  Það er langt síðan ég hef farið í eitthvað svona rannsóknardæmi.  Það verður bara spennandi að fá niðurstöðuna.  Fór með mömmu að versla í dag.  Fórum á útsölu. Á leiðinni þangað hringdi Solla systir.  Ég var einmitt að taka um hana þegar hún hringdi.  Það er 38 stiga hiti hjá henni í Portúgal.  Hún er að taka til og sortera hjá sér og gefur sígaunakellingunum fötin sín og Lucyar. Þær selja þau á markaðnum. Sagði Sollu að til stæði að halda "come-back" ball á Ketilásnum og fyrsti samráðsfundur yrði í lok júlí.  Hún varð næstum abbó!Cool   Hún vildi að ég, mamma og Magga systir kæmum í heimsókn til hennar fljótlega.  Ég sagði henni að það ylti allt á John Benediktz.  Ef það væri eitthvað að hjá mér gæti hann kannski sett dren og tappa út úr hausnum svo ég kæmist til hennar!  Solla sá það alveg vera að gerast!LoL Annars gott veður hér, grill og góðar stundir með Krissa, Guðrúnu og strákunum.  Geirarnir skruppu á Strandirnar með "lilla hús".  Næst er það flotbryggja, tveir bátar og fleira smálegt!Joyful   Mamma verslaði sér slatta af fötum á útsölunni og var ánægð með kaupin. Smile  Góðar fréttir.is á ferðinni í dag eins og oft áður!Heart

Hornbjargsviti

HornbjargsvitiÉg og vinkona mín Kristín, gerðumst eitt sinn aðstoarvitaverðir á Hornbjargsvita.  Hjá Jóhanni Péturssyni.  Við vorum atvinnulausar en það var stopp í Sigló Síld þar sem við unnum.  Pabbi var eitt kvöldið að tala við Jóa í talstöðina.  Ég vissi að hann var ekki með aðstoðarmann þá en frænka hans sem hafði aðstoðað hann var nýfarin suður.  Ég bað pabba að spyrja Jóa hvort hann vantaði ekki aðstoðarvitaverði, við myndum skipta laununum.  Jói sagði já.  Við fórum með varðskipinu Óðni frá Reykjavík um mánaðamótin sept-okt sennilega 1977 eða '78.  Vorum einn og hálfan mánuð.  Varðskipsmenn tóku okkur vel og voru mjög herralegir við okkur. Eitt sinn um miðbik tímans komu þeir með kost að Hornbjargsvita.  Þeir lögðu skipinu inni á Hornvík og gengu yfir bjargið til okkar um klst gang.  Við tókum þeim með kostum og kynjum og m.a.spiluðum við vist við þá alla nóttina uppi í hjónarúminu sem Jói hafði úthlutað okkur vinkonum.  Þegar þeir svo fóru orti ég ljóð sem fer hér á eftir.  Ljóðið lét ég þá hafa þegar þeir svo sóttu okkur um miðjan desember.  Þá gengum við einnig yfir í Hornvík þar sem það var ekki lendandi við Hornbjargsvita. Það er önnur saga en hér kemur ljóðið.
---
Þið hurfuð í húminu
burt
úr  hlýju rúminu
hvurt?
Finnst ykkur þetta freklega
spurt?
---
Við  blikkuðum báðum
augunum.
Með tárum það tjáðum
draugunum
Nú  titrum við allar
á taugunum.
---
Í sakleysi okkar spiluðum við ykkur
vist
og rökkursins skyldunum skiluðum ykkur
af list.
Nú hafið þið drengir á Hornbjargi
gist.
---
Þið hurfuð í húminu
burt.
Úr hlýju rúminu
hvurt?
Finnst ykkur þetta freklega
spurt?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband