Bloggvinir hverfa

Var að eyða út fimm bloggvinum.  Ekki vegna þess að mér sé eitthvað í nöp við þá. Síður en svo.  Þau eru hætt að blogga hér.  Það er eina ástæðan.  Ég hef haft það fyrir venju að heimsækja alla bloggvini nánast daglega og það léttir einfaldlega á listanum að vera ekki með þá sem eru hættir hér.  Ég veit sjálf ekki hve lengi ég endist í þessu.  Mér finnst þetta umhverfi stundum dálítið furðulegt og vægðarlaust.  Það er eins og fólki finnist ekkert mál að níða náungann niður og dæma samkvæmt dómstóli götunnar hér í bloggheimum.  Allt í skjóli nafnleyndar?  Vissulega gefa sumir meiri höggstað á sér en aðrir.  Það á þó ekki að þýða það að þeir séu "réttdræpir" hér á síðum bloggsins.  Einhverjar reglur hljóta stjórnendur að hafa til að fara eftir aðrar en handahófskenndar geðþóttaákvarðanir?  Byggðar á dylgjum og óheilindum?  Ég kveð þau Emil, Ingu, Olaviu, Jónínu Ben og 730 (Helga Seljan) með söknuði.  Ég óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangi skoðanaskipta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þarf að taka út 3 bloggvini hjá mér sem eru hættir að skrifa a m k um sinn, það eru Óli Björn Káras, Pétur Tyrfings og Katrín Snæhólm. Það er mikil eftirsjá í pistlum þessa fólks.

Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband