Veikindi

Mikið fjandi varð ég veik í fyrrinótt.  Fékk þvílíkan krampa, mikinn hita og verki um allt.  Aðallega höfuðverk.  Staulaðist fram á salernið og ætlaði ekki að hafa mig inn aftur.  Vakti manninn minn til að koma mér upp í.  Var svo stíf af krömpum.  Það tók drjúga stund að vekja hann.  Sagði honum þegar hann var að stumra yfir mér að ég væri með stífkrampa.  Lá við að ég bæði hann að hafa sambandi við útfrarastofnun til að hola mér beint niður.  Svaf í allan gærdag og líka í alla nótt.  Er skárri í dag en ætla að hafa mig hæga til að byrja með. Er eitthvað svona að ganga?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að þér batni fljótt og vel.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Láttu þér nú batna og farðu vel með þig um helgina

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 17:28

3 identicon

Æi, þetta var leiðinlegt. Kannski hefur þú líka verið þreytt eftir helgina. Farðu vel með þig og þú kemur fílelfd til baka ef ég þekki þig rétt. Knús á heilsuna.

Var í mestu vandræðum með lillabláu fjöllin á svölunum í dag er sólbökuð og rjóð í glímunni við myndverkin.......stundum fúl !!! En svona er listinn, ekki alltaf jafn auðveld. Vonandi náum við að vinna eitthvað saman í sumar.

Heyrumst. Láttu þér batna. Magga systir.

Magga systir (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk allir.Alltaf gott að fá góðan hug.

Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband