Greindarskertur einstaklingur skákaði kerfisstjóra Háskólans

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf um mál sem nýlega skók bloggheiminn. Mér finnst það athyglisvert að kerfisstjóri hjá Háskóla Íslands komi fram með þeim hætti sem hann hefur gert. Greindarskertur einstaklingur hakkaði sig inn á kerfi Háskóla Íslands og lék þar lausum hala. Kerfisstjórinn hafði ekki roð við honum.  Lögreglan taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt þar sem kerfisstjórinn var ráðalaus.  Hvers vegna lokaði kerfisstjórinn ekki einfaldlega á notandaaðganginn strax? Á þessum tíma (fyrir 8-9 árum) var netið hægfara almennt og mönnum hefur eflaust þótt fengur í að komast inn á hraðvirkara net.  Nú er ég ekki að réttlæta þær gerðir að komast inn í tölvukerfi á annarra nafni.   Það orkar þó vægast sagt tvímælis að kerfisstjórinn komi með ásakanir svo löngu síðar og kalli með þeim til dómstól götunnar.  Er það í hans verkahring?
Kerfisstjórinn á að fylgjast með að allar reglur séu virtar.  Ábyrgðina getur kerfisstjórinn ekki flúið. Hann léttir henni ekki af sér með því að æpa nú "úlfur, úlfur" !  Hann á þó að sjálfsögðu að snúa sér til lögreglu telji hann þörf á því.  Góðu fréttirnar eru þær að í dag er netið almennt það hraðvirkt að sú freisting að hakka sig inn í annarra nafni á hraðvirkara neti er ekki fyrir hendi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Já það er spurning af hverju ekki var lokað á aðganginn hans strax.

8-9 ár eru langur tími í tölvuheimum og margt sem hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er. 

Marta B Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: G Antonia

Sæl Vilborg mín, vona að þér sé batnað og sért hressari, ...Það er nú aldeilis búið að vera gott veður á Islandinu góða!
Vildi bara senda þér kvitt og kveðju sunnan frá Spáni  með bataóskum
sendi sólargeisla áfram til ykkar  eins og ég hef gert sl viku

G Antonia, 1.7.2007 kl. 17:06

3 identicon

Kerfisstjórinn hefur verið ákaflega spældur fyrst hann er virkilega að rifja þetta upp 8 árum síðar, að því er virðist vegna þess að viðkomandi liggur vel við höggi nú. Í stað þess að loka strax fyrir aðganginn tekur kerfisstjórinn upp á því að njósna um öll samskipti viðkomandi sem er ef ekki lögbrot, klárlega siðlaust. Að um barnaklám hafi verið að ræða er auðvitað bara kjaftæði, því ef svo hefði verið hefði lögreglan auðvitað sinnt málinu strax.

Stjáni Beikon (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:42

4 identicon

Ég held að Elías sé bara spældur yfir þessu og ábyggilega ömurlegt fyrir hann að rifja að greindarskertur einstaklingur sneri svona illilega á hann. Ámælisverð vinnubrögð af hans hendi ....

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Að mínu viti er þetta vítavert kæruleysi hjá kerfisstjóranum og spurning hvort ekki sé hægt að reka hann.
Segi ekki meir.

Magnús Paul Korntop, 3.7.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband