Færsluflokkur: Bloggar

Alcan ekki úr firðinum?

Samkvæmt Lúðvík Geirssyni og Alcan í Morgunblaðinu í dag er verið að kanna leið til stækkunar álversins í Straumsvík þar sem það er.  Bara í hina áttina.  Þ.e.a.s. út í sjóinn með landfyllingu.  Lúðvík er sennilega búin að fatta hvað hann missir mikinn pening þegar álverið fer.  Nú rær hann að því öllum árum að halda álverinu.  Það sem ég er undrandi á er hvers vegna þessi vilji hans kom ekki fram fyrir kosningar um deiliskipulagið sem hefði gert álverinu kleift að stækka? 
Þó er spurning hvort Alcan tekur sjéns á svo óstöðugu umhverfi sem Hafnarfjarðarbær er orðin álverinu?
Ég bara spyr rétt sí svona?

mbl.is Borgarafundur í Vogum veitir bæjarstjórn umboð til viðræðna við Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hross-a-þjófur?

Ég hefði nú ekki hrokkið við ef þetta hefði gerst fyrir norðan þegar ég var með hesta.  Löggan hefði þá kannski ákært hestana fyrir mannrán og bílaþjófnað! Ég var nefnilega stundum með hross í taumi út um bílrúðuna.  Það voru vel tamdir hestar.  Ég mæli ekkert sérstaklega með þessari aðferð.  Þetta gekk samt slysalaust fyrir sig.  Ég gerði þetta þó eingöngu á fáförnum vegum milli hestahólfa. Hestarnir treystu mér fullkomlega en hefði einhver utanaðkomandi farið að skipta sér af veit ég ekki hvað hefði getað gerst.  Eins gott að löggan komst ekki í málið.Woundering
mbl.is Hestur handtekinn fyrir bílþjófnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitavörður heiðraður

Til hamingju með þetta. Glæsilegt og sannarlega verðskuldað.  Ég er vitavarðardóttir og veit hve mikið starf það var að sinna vitavörslu á árum áður.  Það hefur breyst eins og margt annað og sjálfvirkni tekið yfir þeirra störf.  Vitverðir eru upp til hópa snyrtimenni og hugsa vel um það sem þeim er trúað fyrir. Samviskusamir og víkja ekki frá staðnum séu veður válynd og hugsanlega þörf á þeirra kröftum.  Hvort sem er til umferðar á landi, sjó eða í lofti.  Þessi verðlaun eru tilefni til að gleðjast yfir og vekja um leið athygli á því fórnfúsa starfi sem Óskar hefur sinnt undanfarna áratugi.

mbl.is Óskar vitavörður á Stórhöfða heiðraður fyrir störf sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hún bomm blessunin?

Ég er greinilega hætt að fylgjast með slúðrinu.  Hafði ekki græna glóru um að hún væri ólétt blessunin hún Júlía.  Það er alltaf kraftaverk þegar heilbrigt barn fæðist og tilefni til að gleðjast.  Til hamingju Júlía og Danny!Þegar þið rekið nefið inn á síðuna mína sem ég veit þið gerið reglulega!Kissing
mbl.is Júlía Roberts eignast sitt þriðja barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17. júní

Skilaði mömmu og pabba ljóðakveri Magga frænda í dag.  Ég hamaðist við að koma því í tölvutækt form í gær.  Pabbi ætlar að gefa Vesturfarasetrinu á Hofsósi það ásamt myndum og fleiri gögnum frá honum og Klöru systur þeirra.  Klara og Maggi voru hálfsystkin pabba.  Þau fluttu til Kanada upp úr 1920.  Klara gift Þórði Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn.  Nokkur ættbogi er komin af þeim.  Þau fluttu yfir landamærin til Bandaríkjanna og eru afkomendurnir búsettir þar.  Við höfum heimsótt þau og þau okkur.
Maggi frændi giftist aldrei.  Í ljóðum hans má lesa milli línanna um ást sem ekki gekk, trú og annað sem við vissum lítt af enda Maggi hlédrægur maður. Það var þó alltaf líf í augunum á Magga frænda.  Við skrifuðumst á við Maggi og eru bréfin hans mörg mjög skemmtileg.   
Við fórum svo í bíltúr og á kaffihús í tilefni dagsins. 

Ný bloggvinkona Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eða Vitale er húsmóðir í Stykkishólmi.  Tannsmiður að mennt.  Hún er áhugasöm um hitt og þetta eins og kemur fram á bloggi hennarWink .   Síðan hennar er bæði snotur og snyrtileg.  Kíkið á hana! Gaman að fá þig að bloggvin Anna Sigríður.

Auðvitað

Ég þóttist viss um að fólk hætti ekki að sækja skemmtistaði þó reykingabann væri komið á.  Hins vegar verða kráareigendur að bæta aðstöðu utan dyra fyrir reykingafólk.  Hafa marga stóra öskubakka og þrífa reglulega eftir reykingafólk utan dyra. Það er ekkert eins ólekkert og sóðaskapur vegna reykinga fyrir utan skemmtistaði.  Það gæti fljótlega farið að fæla fólk frá ekki reykingabannið inni á stöðunum.  Það laðar frekar að.
mbl.is Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yessssss

Þá getur maður farið að halda með Man. United.  Hef alltaf verið hálf ráðvillt með hverjum ég held í enska boltanum.  Arsenal var í uppáhaldi lengi vel og er reyndar enn.  Er ekki líka allt í góðu að halda með báðum? 
mbl.is Fullyrt að viðræður Barcelona og Man.Utd um Eið séu hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svalaskoðun

Kambsbræður eru einhverjir þeir skemmtilegustu menn sem ég hef þekkt.  Og mamma þeirra hún Tóta.  Hún reddaði mér þegar ég var 10 ára á spítalanum á Sigló að láta taka botnlangann.
Tóta var þar og hélt í mér lífinu með skemmtilegheitum, glensi og gríni.  Sjálf var hún bundin hjólastól og hafði verið lengi.  Yndisleg kona.  Haft var eftir Ragga á Kambi af vinnufélögum í Ríkisverksmiðjunum eitt vorið. " Það er orðið svo fínt í skápunum hjá henni Soffíu minni að maður Svalaskoðun 004gæti bara dáðið af því að horfa inn í þá".  Þá hafði Soffía kona hans verið að þrífa eldhússkápana.  
Í gær þreif ég svalirnar hátt og lágt.  Hringdi svo í Geir og sagði "það er orðið svo fínt á svölunum hjá henni Soffíu minni að"....þá botnaði Geir.... "maður gæti bara dáið af því að horfa á það."  Ég hef af þessu tilefni ákveðið að hafa skipulagðar "svalaskoðunarferðir" hingað á svalirnar mínar.  Þetta er alveg brilljant viðskiptahugmynd.  Útsýnið af svölunum
er aukin heldur ekkert slor. Breiðholtið, Kópavogurinn og allt vestur á Snæfellsjökul. Ef ég kæmi fyrir öflugum sjónauka mætti örugglega stunda hvalaskoðun í leiðinni.  Ég er byrjuð að bóka ferðir og mun fyrsti hópurinn mæta á föstudagskvöldið.  Svo er bara að sjá hvernig þetta nýmæli í ferðaþjónustu þróast. Svalaskoðun 003 Hér kemur smá sýnishorn!
Svalaskoðun 011

Strand

Það er vandi að verjast strandi eins og þar stendur.  Vonandi gengur allt vel.  Skútur með kjöl eru tiltölulega skorðaðar ef þær stranda í góðu veðri.  Þær sitja bara sem fastast þar til flæðir eða skútan er dregin burt.  Hvimleitt að lenda í þessu og um að gera að fara varlega.
mbl.is Skúta strand við Ægisíðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband