fim. 15.1.2009
Í sól og skugga
Ég er að lesa bókin hennar Bryndísar Schram, "Í sól og skugga".
Mamma og pabbi gáfu mér hana í jólagjöf.
Ég hef gaman af lestrinum og Bryndísi tekst á skemmtilegan og vel skiljanlegan hátt að koma til skila pælingum sínum og lífreynslu.
Bryndís er svo gefandi manneskja og skilur eftir ótal spurningar sem vekja upp það góða í manni.
Ég er ekki búin með bókina en er komin þar sem þau fluttust frá Washington til Helsinki og muninn sem Bryndís upplifir á þeim tveimur menningarheimum.
Ég hlakka til að lesa bókina áfram og ég gríp í hana kvölds og morgna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 15.1.2009
Með lögum skal land byggja
Íslendingar eins og aðrar þjóðir eiga að fara að lögum.
Aðrar þjóðir eins og íslendingar eiga að fara að lögum.
Það verður að skoða lögin í þessu samhengi og fara eftir þeim.
Þrýstingur stórra Evrópuríkja á lítið ríki sem hefur EES samning verður að skoða og meta fyrir lögum.
Fljótfærni og fum íslendinga verður að skrifast á þjóðina eins og hver önnur handvömm í þessu og þær eru að verða nokkuð margar handvammirnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók af skarið í þessum efnum og taldi að bankakerfi Evrópu þyldi ekki að við færum fyrir dómstóla með okkar mál.
Það var orðið aðal "issjúið" að komast í faðm Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og gjaldið var þetta.
Vissulega var kauðalegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að kosta öllu til til þess eins að eiga möguleika á að fá aðstoð frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.
Menn hefðu átt að leita þangað mun fyrr.
Það var ekki gert og því var sífellt erfiðara að fá viðunandi niðurstöðu fyrir okkur.
Það sem er mest sláandi er að allir sem ábyrgð bera á málum sitja sem fastast og stórskaða þannig möguleika okkar á að fá nauðsynlegt alþjóðlegt traust til að eiga möguleika á að vinna okkur upp úr þeim hrikalega vanda sem við blasir.
Þolir íslenska bankakerfið það?
Þolum við það?
![]() |
Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 15.1.2009
Fljúgandi jólatré...ráðherrarnir okkar sem alla dreymdi um að verða "jólatré" ættu að gera sér grein fyrir áhættunni við kurlarann!
Þau ferðast víða þessa dagana jólatrén. Okkar stendur enn hið reisulegasta úti á svölum. Það er búið að fjarlægja allt skrautið af því og líka seríuna.
Við verðum bara að passa að enginn bíll sé undir ef það tekur flugið.
Ég sá tvo gutta vera að safna saman jólatrjám um daginn. Það er gaman að sjá hvernig börnum verður allt að leik. Sjálfsagt hafa miklar bollaleggingar legið til grundvallar söfnun guttanna.
Ég hugsaði með mér að þarna væru þeir að inna af hendi gott starf við að safna trjánum saman svo þau lægju ekki út um víðan völl blessuð trén búin að gleðja landsmenn þessi jólin og á leið í kurlarann.
Skildi það vera draumur sérhvers trés að verða jólatré?
![]() |
Nágrannaerjur vegna jólatrés |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 14.1.2009
Þó það nú væri
![]() |
Staða bankastjóra auglýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 13.1.2009
Kreppa I, kreppa II o.s.frv.
Það er gott að Geir er meðvitaður um hættuna sem við erum í.
Það er slæmt að hann kennir öðrum um allt.
Það er áhyggjuefni að við getum ekkert gert til að breyta ástandinu því ekki virðist ríkisstjórnin, Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið vera að gera mikið og það sem þau gera eru mistök á mistök ofan.
Það er afleitt að það er engin framtíðarsýn hjá forsætisráðherra.
Það er lag að stofna nýtt lýðveldi og setja menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson í brúna. Ásamt öðru öflugu fólki í breiðfylkingu sem er að myndast hjá þjóðinni.
Í þjóðarsálinni kraumar krafa um réttlæti og aðgerðir.
Þjóðin verður að framfylgja því sjálf því kjörnir fulltrúar hafa brugðist henni.
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 13.1.2009
Eigið góða nótt
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum.
Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur.
Hverjum degi nægir sín þjáning.
Biblían - Jesús Kristur
mán. 12.1.2009
Borgarafundur
Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið á borgarafund í Háskólabíó klukkan 20.00 í kvöld.
Þetta ófremdarástand verður að stöðva sem fyrst.
Ég held að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda hafi verið okkur dýrari en nokkuð annað.
Fyrst kolröng viðbrögð með þjóðnýtingu Glitnis og síðan hvert axarskaftið á fætur öðru sem sekkur okkur sífellt dýpra og dýpra í fenið.
Maður getur farið að taka undir að hér séu framin landráð í stórum stíl.
Því miður!
Ég tek undir með Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur og Nirði P. Njarðvík um algera uppstokkun á stjórnarskránni og hreinlega stofnun nýs lýðveldis eins og kom fram í Silfri Egils í gær.
Stjórnmálamenn slá um sig með því að tala um "Nýja Ísland" en það er ekkert nýtt Ísland fyrr en búið er að stofna nýtt lýðveldi.
Lýðveldi sem virkar í þágu almennings en ekki það flokksveldi sem við búum við í dag.
![]() |
Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 11.1.2009
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Hafði lambalæri og ís á eftir fyrir fjölskylduna ásamt foreldrum og tengdaforeldrum.
Sonarsynirnir fóru fram á að fá pylsu í brauði með tómat, ekki hitað í potti heldur keypt í pylsusjoppu.
Þannig eru afmæli skildist mér á þeim.
Afi græjaði málið um leið og hann sótti afmælisgesti kom hann við í pylsuvagninum við sundlaugarnar í Laugardal og kom með pylsur á strákalínuna.
Ég fékk góða aðstoð við að raða kertum á ísinn sem þeir bjuggu til með mér milli jóla og nýárs og enn betri aðstoð við að blása á kertin sem voru að sjálfsögðu fimm.
Eitt fyrir hvern strák og eitt fyrir afa.
Ekki einu kerti meira enda konan á besta aldri.

sun. 11.1.2009
Frelsi
Er ekki við hæfi að vitna í Lenín núna?
--
Á meðan ríkið stendur verður ekkert frelsi.
Þegar frelsi verður á komið verður ekkert ríki.
Lenín
lau. 10.1.2009
Jóhanna má þetta?
Jóhanna sem lofaði öllu fögru í kosningabaráttunni á ekki að líða svona vinnubrögð.
Þetta er hreint út sagt ógeðsleg aðför að þeim sem geta ekki borðið hönd fyrir höfuð sér.
Vill Jóhanna sjálf deila herbergi með einhverjum sem hún þekkir ekki í ellinni?
Vilja Halldór Jónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson deila saman herbergi í ellinni?
Setjum Guðlaug bara á elliheimili með Halldóri.
Ég legg til að það verið ákveðið hér og nú!
![]() |
200 mótmæltu á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)