lau. 10.1.2009
Góð mæting
Það var góð mæting á Austurvelli í dag.
Ég hef ekki fengið tölur yfir mætingu en reyndir fuglatalningamenn telja þó að vel yfir 5000 manns hafi sótt fundinn.
Jafnvel eitthvað milli 7000 og 8000 manns þegar á heildina er litið en alltaf er eitthvað um að menn komi og fari meðan á fundi stendur.
Það verður forvitnilegt að heyra tölur lögreglu yfir fjölda og hvort þeim ber saman við fuglatalningamennina.
![]() |
Fjórtándi fundurinn á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 9.1.2009
Þekking og reynsla
Menn geta dottið án þess að þekkja þyngdarlögmálið.
Tómas Guðmundsson
--
Þetta spakmæli Tómasar á vel við í því frjálsa falli sem varð hér á landi í bankahneykslinu okkar.
Við verðum að standa upp aftur en ég er hrædd um að við getum illa fótað okkur fyrr en búið er að losa "líkin úr lestinni".....
Eigið góðar stundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 9.1.2009
Hagsmunatengsl
Þetta eru ekki einu hagsmunatengslin í þessu bankahneyksli hér á Íslandi þar sem enginn er ábyrgur og enginn þarf að segja af sér.
Tryggvi gerði það þó seint og um síðir.
Það er meira en pólitíkusarnir okkar telja ástæðu til.
Þau sitja sem fastast og benda í allar áttir en þykjast þó ekkert vera að leita að "sökudólgum".
Það skiptir bara engu máli hvort þau telja sig "sökudólga" þau bera pólitíska ábyrgð í málinu og eiga að segja af sér.
Betra er seint en aldrei en auðvitað áttu þau að fjúka strax.
Af sjálfsdáðum.
![]() |
Tryggvi hafði bein afskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 9.1.2009
Öryggisráðið kostaði líka sitt.....
......og gerði okkur að aðhlátursefni um víða veröld!
Nú tímum við ekki einu sinni að reyna að bera hönd fyrir höfuð okkar og látum traðka á okkur.
Kostaði framboð okkar til Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna ekki 300 milljónir? Það afgreiddi Ingibjörg Sólrún sem góða PR mennsku og kynningu á Íslandi!
Hvurs lags kynning er það þá á okkur að þora ekki að verjast?
Svei attan segi ég og ég vil fá nýtt fólk í brúna strax.
![]() |
Væntu of mikils af dómsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 9.1.2009
Fáránlegt ef verður lokað fyrir starfsemina
Það er í rauninni fáránlegt ef loka á fyrir starfsemina á St Jósefsspítala.
Sem heilbrigðisráðherra er búinn að ákveða einhliða eða í samkrulli við auðmenn!
Erum við ekki búin að fá gersamlega upp í kok af fjárglæfrastarfsemi hér á Íslandi þó ekki þurfi að bæta sjúkrahúsum landsins á þær vogarskálar?
Gott og vel ef Árni Sigfússon vill taka yfir rekstur sjúkrahússins í Reykjarnesbæ í samvinnu við auðmenn eins og Róbert Wessman þá á það að vera aðskilið mál frá því að leggja niður svo góða starfsemi sem er í Hafnarfirði.
Lúðvík Geirsson heldur ekki vel á spöðunum. Fyrst gloprar hann Alcoa út í veður og vind og nú fer sjúkrahúsið.
Er þetta EKKI pólitík?
Hvað segir ISG um málið?
![]() |
Langur fundur með ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er aldrei góð tilfinning að leggjast inn á sjúkrahús. Ég hef nokkrum sinnum verið lögð inn á sjúkrahús einkum vegna veikinda minna sem eru MS sjúkdómurinn og einnig til að gangast undir aðgerðir.
Þar hefur mér liðið eins vel og hugsast getur miðað við að vera veik og á sjúkrahúsi.
Á St Jósefsspítala hef ég fengið góða aðhlynningu og hjálp. Bæði vegna aðgerða og eins hef ég fengið steragjafir vegna MS þar inni ásamt nauðsynlegri aðhlynningu tengdri MS sjúkdómnum.
Ég hef upplifað mjög sterkt þann góða og líknandi anda St Jósefssystra sem svífur þar yfir vötnum. Starfsfólkið hefur hlotið þann arf frá systrunum og starfar eftir þeirra góðu markmiðum.
Þessi arfur verður ekki fluttur "í járnum" suður í Reykjanesbæ sem nota bebe er einnig gott sjúkrahús þó með öðrum formerkjum sé.
St Jósefsspítala verður að standa vörð um svo sú fágæta og góða þjónusta í anda St Jósefssystra haldi áfram að vera í boði okkur öllum til hagsbóta og heilsubótar.
![]() |
Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 8.1.2009
Aths.ritstj. Er þetta framtíðin?
"Árni Johnsen skrifar um starfslok Sigmunds
Árni Johnsen skrifar um starfslok Sigmunds: "Það fer ekkert á milli mála að Sigmund fannst sér misboðið og hann teiknaði ekki sína síðustu mynd í Morgunblaðið."
Í 44 ár hefur Sigmund teiknað nær daglega skopmyndir í Morgunblaðið, um 11 þúsund myndir. Sigmund hefur allan þennan tíma verið eitt af aðalsmerkjum Morgunblaðsins og það er einsdæmi á okkar jörð að teiknari hafi teiknað svo mikið og lengi í stærsta blað þjóðar.
Sigmund er 77 ára gamall unglingur með fullan styrk til að teikna og blússandi húmor. Það er leitt að stjórnendur Morgunblaðsins skuli hafa tilkynnt Sigmund starfslok með þeim hætti að hann sitji verulega sár eftir eins og hann lýsti því í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni. Stjórnendur Morgunblaðsins geta auðvitað skipt starfsmönnum Moggans út, en það eru takmörk fyrir því hvernig það er gert. Það fer ekkert á milli mála að Sigmund fannst sér misboðið og hann teiknaði ekki sína síðustu mynd í Morgunblaðið. Fékk ekki tækifæri til þess að kveðja. Þegar slíkt er gert við einn vinsælasta penna Morgunblaðsins á sérstöku listrænu sviði, þá bregður mönnum í brún. Þegar Sigmund var sagt upp formlega í símtali um miðjan október sagðist hann gjarnan vilja teikna fram á næsta vor. Því var neitað að hans sögn og þá spurði hann hvort hann gæti þá ekki klárað mánuðinn, en var neitað af þeim starfsmanni Morgunblaðsins sem talaði við hann. Sigmund er þjóðareign, maður vippar ekki slíkum fyrir borð frekar en handritunum. Auðvitað hefðu verið margar leiðir til þess að verklok Sigmunds eftir nær hálfrar aldar þjónustu í þágu fólksins í landinu og Moggans hefðu verið með þeirri reisn og glæsibrag sem sæmd Morgunblaðsins og Sigmunds sjálfs ber.
Morgunblaðið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenskt samfélag margra hluta vegna og hefur um langt árabil verið eitt af höfuðankerum þjóðarinnar varðandi íslenska tungu, sjálfstæði Íslands og menningu, ígildi Alþingis á margan hátt. Sögu þjóðarinnar er ekki hægt að skrifa án Morgunblaðsins á síðustu öld og maður setur ekki einn aðalsagnaritarann út í leiðindum. Dekksmúlun Sigmunds af þilfari Morgunblaðsins var ömurleg. Hún var eins og eitthvað sem hefði getað gerst í tölvukubb fyrir slysni.
Megi Morgunblaðinu farnast vel og nýjum ritstjóra auðnast að stýra blaðinu með markvísi, metnað og vinarþel að leiðarljósi, því eina von Morgunblaðsins til þess að lifa af, eins og alltaf, er að gera ekki mannamun og ríma við væntingar og vonir Íslendinga, vinnandi fólks, venjulegs fólks, fólksins sem kaupir og les Morgunblaðið.
Maður slátrar ekki gæsinni sem verpir gullegginu. Maður rekur ekki Sigmund.
Höfundur er þingmaður.
Aths. ritstj.
Árna Johnsen eru þökkuð hlý orð í garð Morgunblaðsins. Jafnframt ber að þakka honum fyrir leiðbeiningar um það hvað maður gerir og hvað maður ekki gerir."Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 8.1.2009
Nú skil ég heilbrigðisráðherra
Þetta er hugsanlega ástæða þess að heilbrigðisráðherra vill flytja alla lækna af St Jósefsspítala til Keflavíkur.
Það væri synd að segja annað en að hann bregðist skjótt við vandanum?
Hversu áhrifarík breytingin er ræðst væntanlega af því hve illa nýja starfsfólkið fer út úr Noro!
![]() |
Læknarnir lagstir í pest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 8.1.2009
Vanhæft eftirlit Ríkisstjórnarinnar
Hvers vegna í ósköpunum er Elín Jónsdóttir lögfræðingur FME að "ropa" þessu upp úr sér núna?
Var ekki hlustað á hana eða hélt hún sér bara saman áður?
Nú vill Morgunblaðið greinilega koma á framfæri einhverjum sjónarmiðum en fattar ekki að Ríkisstjórninni áttu að vera þau ljós fyrir bankahrunið.
Ríkisstjórnin átti að sjá um að allt væri í "orden" þegar hún einkavæddi bankana en hún gerðið það einfaldlega ekki.
Þess vegna er hún nú rúin trausti.
Punktur.
![]() |
„Rauðir í framan af reiði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er athyglisvert að á sama tíma og verið er að loka heilu sjúkrasdeildunum og nánast leggja sjúkrahús niður sem þjónustu við sjúklinga kaupir heilbrigðisráðuneytið danskt súrefni og flytur inn í stað þess að kaupa af íslensku fyrirtæki sem hefur framleit það hér heima í áratugi.
Þetta er gert á sama tíma og stjórnvöld sjálf hvetja til að verslað sé við innlenda aðila og þannig stutt við framleiðslu hér á landi.
Heilbrigðisráðuneytið eyðir þannig dýrmætum gjaldeyri á tímum gjaldeyrishafta.
Er öllum þingheimi sama um þetta?
Við erum að tala um hundruði milljóna út um gluggann rétt si svona!
Ég gef ekki mikið fyrir þessar sparnaðaraðgerðir.
1. Loka besta sjúkrahúsi landsins ar sem ég hef sjálf (og fleiri sem ég þekki) upplifað "ókeypis" umönnun nunnanna sem settu sjúkrahúsið á stofn og unnu þar óeigingjarnt starf sem þær samkvæmt reynslu minni og annarra sinna enn að handan. Fyrir utan auðvitað frábæra umönnun og þjónustu núlifandi starfsmanna þar!
2. Kaupa súrefni af Dönum í stað þess að skipta við framleiðandann sem er til staðar hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)