Borgarafundur

Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið á borgarafund í Háskólabíó klukkan 20.00 í kvöld.

Þetta ófremdarástand verður að stöðva sem fyrst.

Ég held að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda hafi verið okkur dýrari en nokkuð annað.

Fyrst kolröng viðbrögð með þjóðnýtingu Glitnis og síðan hvert axarskaftið á fætur öðru sem sekkur okkur sífellt dýpra og dýpra í fenið.

Maður getur farið að taka undir að hér séu framin landráð í stórum stíl.

Því miður! 

Ég tek undir með Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur og Nirði P. Njarðvík um algera uppstokkun á stjórnarskránni og hreinlega stofnun nýs lýðveldis eins og kom fram í Silfri Egils í gær.

Stjórnmálamenn slá um sig með því að tala um "Nýja Ísland" en það er ekkert nýtt Ísland fyrr en búið er að stofna nýtt lýðveldi.

Lýðveldi sem virkar í þágu almennings en ekki það flokksveldi sem við búum við í dag. 


mbl.is Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Vonandi eru það ekki þeir sem skvetta málningu og brjóta rúður, sem eiga að vera hinir nýju stjórnendur okkar. Eða Hörður Torfa eða Sturla vörubílstjóri.

Haukur Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Nú þurfa þeir sem mótmælt hafa sem mest að benda á lausnir og útúr því verður auðvitað lýðræðisflokkur ! Hvað annað ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband