Færsluflokkur: Lífstíll

Áhugaverður dagur- A interesting day

Ég fór í bókabúð í dag og keypti mér pólsk-íslens-íslensk-pólska orðabók og disk til að læra af.  

Ég hef fundið mína vin sem er U Zbója og þar næ ég bestum árangri með mína heilsu.  

Ég fer þetta á eigin vegum og nú síðast kom systir Margrét með mér eins og margoft hefur komið fram hér á blogginu. 

Einnig var Rósa Ingólfsdóttir samferða okkur og við nutum lífsins í botn þarna í rólegheitunum.

Kynntumst fólkinu og það gerði það að verkum að mig langar að tala málið þeirra, pólsku.

Svo skelli ég mér kannski í frekara nám í pólsku næsta vetur? 

 

--

 

I went to a book store today and bought some books and CD to learn Polish from.

Yes I have found my shelter in U Zbója in Polen where I have had the greatest result with my health.

I go there by myself and my sister Margrét came along with me in my latest trip in May as I have said many times here on my blog.

Rósa Ingólfsdóttir were also with us and we very much enjoyed time without all stress.

We got a little closer to the people there and that made me want to talk their languish, Polish. 

Maybe I will lern more Polish in a school next winter? 

 

 

 

 


Myndlist og lyf

Fallegur dagur í Reykjavík árdegis!

Framundan er það verkefni að ganga frá nokkrum olíumálverkum fyrir sýningu norðan heiða í maí.

Nánar um það síðar en þetta eru fantasíur um landslag, sjólag og veðurfar ásamt nokkrum dulrænum myndum sem hafa einhvern veginn bankað upp á hjá mér.

Annars er ég enn þá dálítið ringluð af Tysabri sem er lyf við MS sjúkdóminum.  Ég fékk þær fréttir í gær að lyfið Rebif (Interferon Beta) hefði skorað nokkuð hátt í því að halda aftur af MS eða með um 60% virkni á meðan Tysabri skorar 70-80% í sama tilgangi.

Ég tel þó að öllu óbreyttu muni ég halda áfram með Tysabri enda munar um 10-20%  þegar heilsan er annars vegar.  Á móti kemur að Tysabri er öflugra og kannski áhættusamara lyf vegna aukaverkana sem geta (í örfáum tilfellum) verið banvænar eða haft andlega fötlun í för með sér.

Kostirnir eru þó þeir að lyfið nánast stöðvar framgang MS sjúkdómsins og það er auðvitað það sem við sækjumst eftir MS sjúklingar.

Ég hef frétt af fleiri MS sjúklingum sem hafa fengið svipuð einkenni af Tysabri og ég þannig að sennilega er þetta allt innan eðlilegra marka.

Ég veit að það eru hafnar prufur á nýju lyfi við MS sjúkdóminum sem læknar hann og því er framhaldið spennandi í þessum efnum. 

Því er um að gera að reyna að halda sínu eins vel og unnt er þangað til lækningin kemur. 

Lækningin sem er handan við hornið að því er virðist. 

 


Kúru-veður

Þetta er veðrið þar sem maður vill liggja eins og skata undir sæng og kíkja í góða bók.  Hlusta á vindinn og hjala við kallinn og köttinn.

Lúra hjá barnabörnunum og segja þeim sögur eða bara rabba við þá.

Það er að bæta í vindinn hér fyrir sunnan núna.

Hugsa til Geirs Fannars sem er að sigla suður af landinu í snarvitlausu veðri á landstími.  Hann vonast eftir að komast í meira skjól af landinu eftir um fjóra klukkutíma. 

Nú ætla ég að setja undir mig hausinn og drífa mig á fund. 

Kúri á eftir. 


mbl.is Vonskuveðri spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim á morgun

Ég held heim á morgun eftir vikudvöl á Uzboja í Póllandi.  Ferðafélagar mínir verða eina viki í viðbót en ég átti ekki heimangengt lengur .

Ég þarf að sinna ýmsum verkefnum heima en ég kem aftur í maí ásamt systir (systrum)....Wink

Hér er dvölin góð en af mér eru farin fjögur kíló en ég er ekkert út eftir svo miklu meira þyngdartapi.

Það er betri líðan og betri heilsa sem ég fæ hér sem ég sækist eftir.


Í dag var það "Roddi".....

 

Gamli rámur bregst ekki frekar en fyrni daginn.

Hann ómaði hjá nuddaranum í dag.

Við fórum í bæinn og nutum þess að versla lítið.

Það var gott að skella sér á nuddbekkinn þegar ég kom þreytt heim, hlusta á "Gamla rám" og leyfa tilfinningum að streyma út um augun í formi tára.

Ekkert alvarlegt en smá hreinsun eins og meðferðin hér gengur reyndar öll út á.

Nuddið er stór liður í þeirri hreinsum.

Veðrið er að hlýna aðeins en hefur verið kalt en stillt.

Póllandskveðjur, Kristín og Hansína biðja að heilsa..Halo


Kílóin fjúka

Hér fjúka kílóin í stórum stíl.

Það eru fokin 3,2 af mér nú þegar og líðanin öll að batna.

Ég er stödd á heilsuhóteli í Póllandi og það er ekki að spyrja að árangrinum.

Hlakka til að koma heim eftir þessa dvöl.


Detox á Mývatni

 Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu góða framtaki Jónínu Benediktsdóttur.  Ég hef sjálf góða reynslu af detox meðferðum í Póllandi en ég er með MS sjúkdóminn.  Nú hefur Jónína stofnað til slíkrar meðferðar í Mývatnssveit.  Nánari upplýsingar eru á link hér til vinstri sem heitir einfaldlega detox.

 


Nýárið fullt af fyrirheitum

Nýtt ár byrjar jafnan fullt af fyrirheitum.  Við leggjum niður fyrir okkur hvað við viljum leggja áherslu á á árinu og hvernig við framkvæmum það.

Nýtt upphaf er á döfinni hjá okkar fjölskyldu eins og hjá svo mörgum öðrum.

Við hyggjumst verja meiri tíma í henni Djúpavík þar sem er gott að slaka á fjarri ys og þys borgarinnar.  Þar er nóg við að vera og gaman að skella sér á sjó á litlum bát í góðu veðri eða sigla á skútu.

Báturinn Sigurpáll bíður einnig yfirhalningar en Geir og Hörður drifu síg í það í morgun að byrja að taka upp vél sem í hann mun fara. Gott upphaf að nýju athafnaári.

Við hyggjumst styðja vel við fjölskylduna okkar á árinu, aðallega með samveru sem er gulls ígildi.  Vonandi tekst okkur að vera samvistum með börnum og barnabörnum í sumar og þá er freistandi að hugsa sér þá samveru að hluta til í Djúpavíkinni. 

Allir sonarsynir okkar gistu hér í nótt og var mjög gaman að hafa þá.  Annar sonur okkar var með sínum strákum.  Stofunni var breytt í svefnsal með flatsæng og einnig nýttum við sófana sem góða svefnaðstöðu fyrir tvo gutta.

Ég kveikti á saltlampanum mínum og skapaði notalega stemningu fyrir þá.

Margir huga að aukinni hreyfingu um áramót og er ég þar engin undantekning,.  Ég verð þó að sníða mér stakk eftir vexti í þeim efnum og helst hef ég hug á að  halda áfram í rope-yoga sem mér finnst eiga vel við mig.  Þó það sé talsvert erfitt fyrir mig finn ég að það skilar auknum styrk og betri líðan. 

Þá er bara að drífa sig af stað í það. 

Einnig verð ég að hefja nýtt ár á að berjast fyrir því að fá nýja lyfið við MS.  Það var samþykkt í apríl eða maí að ég fengi það og átti að hafa samband við mig í haust.  Það var ekki gert svo ég hringdi í Hauk Hjaltason sem sér um lyfjagjöfina f.h. Landspítala.  Hann sagði að ekki væri komið að mér en sennilega væri ég þó komin fram fyrir biðröðina?

Ef svo er þá spyr ég hver eru þeir staddir sem eru í biðröðinni?

Þetta er svona það sem flýgur í gegn um hugann núna en margt annað er á döfinni eins og hippaball á Ketilásnum annað árið í röð, heimsóknir til vina og vandamanna og vonandi svalamálun norður á Akureyri eða einhvers staðar annars staðar með Möggu systir.

Eigið góðan dag. 

 


Á skíðum skemmti ég mér....

Mikið var gaman að búa fyrir norðan og skella sér á skíði. Strákarnir okkar tóku þátt í Andrésar Andar leikunum og var gaman að vera með í því.

Eftir að við fluttum til Reykjavíkur fórum við stundum í Bláfjöll eða í Skálafell. 

Við gömlu brýnin skelltum okkur gjarnan á gönguskíði meðan guttarnir renndu sér í brekkunum. 

Svo var farið í kakó og samloku á eftir.

Síðast þegar ég fór á gönguskíðin fórum við hjónin hring í Laugardalnum.  Þá var ég komin með meiri jafnvægistruflanir af völdum MS sjúkdómsins sem ég geng með.

Þegar maðurinn minn sagði "ert þú ekki þreytt að ganga svona á höndum" uppgötvaði ég að nú væri komið að því að leggja skíðin á hilluna.  Stíf upp í háls með strengi og gangandi "a höndum" skjögraði ég heim og hef ekki farið á skíðin síðan.  Það eru sennilega u.þ.b. tíu ár liðin. 

Nú er ég að fara að drífa mig í jólaboð í Hnjúkaselið.  Það verður gaman að hitta fjölskylduna og rabba saman yfir huggulegum mat.

Eigið góðan dag öll sömul.Heart 


mbl.is Opið í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum friðsöm jól

Það er sorglegt að hugsa til barna og unglinga sem verða fyrir síendurteknu ofbeldi á heimilum sínum.  

Því miður virðist vera meira um það en margur heldur.  Ofbeldi í einni mynd leiðir af sér ofbeldi í annarri mynd.

Ofbeldi á einum einstakling getur leitt til ofbeldis af hálfu þess einstaklings gagnvart öðrum einstaklingi.

Keðjuverkun er alþekkt í umhverfi ofbeldisins. 

Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Það verður að byrja einhvers staðar að rjúfa hringinn.  Það er auðvelt nú til dags að óska eftir aðstoð fagaðila til að svo megi verða.

Þegar ákveðið mynstur er komið á hegðun innan fjölskyldna getur verið erfitt, jafnvel ógerlegt að rjúfa það mynstur án utanaðkomandi aðstoðar þeirra sem þekkja til sálgæslu.  Að tala við prest getur verið góð byrjun á heilbrigðara heimilislífi.  Prestar læra sálgæslu og geta annað hvort ráðlagt fólki sjálfir eða vísað fjölskyldum í áframhaldandi meðferð ef þurfa þykir.

Áfengi eða önnur vímuefni er oft í stærra hlutverki en okkur grunar sjálf í þessum efnum.  Ef hegðun okkar er sveiflukennd eða ef við missum reglulegs stjórn á skapi okkar ættum við að láta það alveg eiga sig að drekka áfengi en leita okkur þess í stað ráðgjafar í sambandi við það hvaða leiðir eru í boði til að losa okkur við neysluna.

Það er engin skömm að því í nútíma samfélagi þar sem meðferð gegn áfengissýki er jafn góð og hún blessunarlega er á Íslandi. 

Það er alltaf erfitt að taka skref í einhverja átt sem maður þekkir ekki en ég get lofað því að sé um vandamál innan fjölskyldna að ræða þá breytist margt ef við sleppum því að neyta alkahóls eða annarra vímuefna.

Þeir sem efast um hvort áfengissýki eigi við í þeirra tilfelli geta tekið einföld próf þar sem þeir svara spurningum um neyslu sína og þá kemur fram eftir það próf hvort viðkomandi er í áhættuhóp eða er alkahólisti.  Slík sjálfspróf er t.d. að finna á heimasíðu SÁÁ.

http://saa.is/islenski-vefurinn/leidbeiningar/

Komi nú í ljós að um vandamál er að ræða samkvæmt þessum sjálfsprófum er ekkert að gera nema bretta upp ermar og takast á við vandann.  Hægt er að fá ráðgjöf á göngudeild SÁÁ eða mæta á fund hjá AA samtökunum en þar er mikla reynslu og þekkingu á vandamálinu að finna.  Svo er auðvitað er hægt að panta vist á sjúkrahúsinu Vogi. 

Við eigum allt gott skilið. 

Þeir sem okkur þykir vænst um eiga allt gott skilið.  

Ég hvet alla til að eiga friðsöm jól og áramót. 

Okkar er valið!  Lang oftast!

Þegjum okkur ekki í hel. InLove


mbl.is Börnin vitni að ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband