Myndlist og lyf

Fallegur dagur í Reykjavík árdegis!

Framundan er það verkefni að ganga frá nokkrum olíumálverkum fyrir sýningu norðan heiða í maí.

Nánar um það síðar en þetta eru fantasíur um landslag, sjólag og veðurfar ásamt nokkrum dulrænum myndum sem hafa einhvern veginn bankað upp á hjá mér.

Annars er ég enn þá dálítið ringluð af Tysabri sem er lyf við MS sjúkdóminum.  Ég fékk þær fréttir í gær að lyfið Rebif (Interferon Beta) hefði skorað nokkuð hátt í því að halda aftur af MS eða með um 60% virkni á meðan Tysabri skorar 70-80% í sama tilgangi.

Ég tel þó að öllu óbreyttu muni ég halda áfram með Tysabri enda munar um 10-20%  þegar heilsan er annars vegar.  Á móti kemur að Tysabri er öflugra og kannski áhættusamara lyf vegna aukaverkana sem geta (í örfáum tilfellum) verið banvænar eða haft andlega fötlun í för með sér.

Kostirnir eru þó þeir að lyfið nánast stöðvar framgang MS sjúkdómsins og það er auðvitað það sem við sækjumst eftir MS sjúklingar.

Ég hef frétt af fleiri MS sjúklingum sem hafa fengið svipuð einkenni af Tysabri og ég þannig að sennilega er þetta allt innan eðlilegra marka.

Ég veit að það eru hafnar prufur á nýju lyfi við MS sjúkdóminum sem læknar hann og því er framhaldið spennandi í þessum efnum. 

Því er um að gera að reyna að halda sínu eins vel og unnt er þangað til lækningin kemur. 

Lækningin sem er handan við hornið að því er virðist. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég vona svo sannarlega að lyfið skili tilætluðum árangri...en samt er maður alltaf hálf hræddur við aukaverkanir. Og  vonandi skilar það einhverjum bata. Spennandi þetta með nýja lyfið, enda hlýtur að koma að því að það finnist lækning og það vonandi sem allra fyrst.

Gangi þér vel að merkja myndirnar  Hálf þreytt eftir helgina og er bara í rólegheitum heima í dag !

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.3.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég las fréttina um ungu stúlkuna í DV og hún var sláandi. Mér finnst að reyna verði allt til að lina þjáningar MS sjúklinga og virða óskir þeirra algjörlega.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það er gott að þú getur verið með hugann við myndlistina, það hjálpar örugglega mikið, ekki það ég veit ekkert um MS sjúkdóminn, ég veit það nú samt að það getur verið gott að beina huganum eitthvað annað, gangi þér vel

Sigurveig Eysteins, 2.4.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband