Færsluflokkur: Bloggar
mán. 13.10.2008
Verður þá lífeyrissparnaður tryggður?
Ég velti því fyrir mér hvort lífeyrissparnaður landsmanna hjá Kaupþingi sé þar með tryggður? Margir hafa lagt allan sparnað sinn í sjóði Kaupþings sem og hinna bankanna.
Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að örlagavaldar í þessu öllu saman eru nýbúnir að lögfesta sín lífeyrisréttindi hjá Ríkinu. Þannig að þeir þurfa ekki að óttast um afkomu sína.
Landsmenn tapa öllu sínu en borga samt fyrir þá!
Ég vona að þetta séu góðar fréttir fyrir þá sem lögðu allt sitt traust á bankana.
![]() |
Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 13.10.2008
Viðtalið við Davíð
Ég sá þetta á mbl.is og set hér með. Þarna getur fólk séð það svart á hvítu hvað seðlabankastjóri Íslands sagði í Kastljósi s.l. þriðjudagskvöld.
Höfum það í huga að ef hann hefði haldið kjafti þá væri Kaupþing sennilega komið yfir verstu krýsuna. Markaðir eru að jafna sig eftir að ríki heims hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu þess eðlis að takast á við bankakreppuna saman.
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 12.10.2008
Sigurpáll
Við keyptum þennan bát í félagi við vinahjón. Kallarnir fengu Gunna Júll frá Siglufirði til að draga hann frá Húsavík til Siglufjarðar þar sem við munum gera við bátinn.
Báturinn brann á Skjálfandaflóa en mannbjörg varð.
Það vill svo til að Geir sem er verkfræðingur gekk um sænska eikarskóga með skipaverkfræðingnum Brynjari Skaptasyni og vottaði eikurnar í þessa báta sem voru smíðaðir í Skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri.

Þarna er hann húslaus en húsið var ónýtt eftir brunann og var tekið af á Siglufirði. Við munum fljótlega renna norður aftur og kallarnir munu þrífa bátinn og taka vélina til yfirhalningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 4.10.2008
Viðkvæmt ástand

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 27.9.2008
Suður með sjó í dag, Strandirnar á morgun
Ég fer til Grindavíkur í dag ásamt mínum ektamanni og honum pabba. við ætlum að samfagna með vini okkar Sigurjóni Jóhannssyni sem heldur upp á 80 ára afmæli sitt. Ég hlakka mikið til að hitta hann og fjölskylduna sem er mér afar dýrmæt og gaman að rækta vináttuna áfram í gegn um árin.
Á morgun höldum við svo til Djúpavíkur að ganga frá fyrir veturinn og ná kannski í ofurlitla rest af berjum. Það er ekki seinna vænna.
Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða leið við förum en ég reikna með að það verði um Dalina svo við munum ekki berja nýjan Staðarskála augum fyrr en þá í bakaleiðinni. Ef það snjóar á okkur fyrir vestan þá getum við væntanlega ekki farið Tröllatunguheiðina til baka. Sjáum til.....
__
We will go to Djúpavík tomorrow and be there for two or three days to get the house ready for the winter and hopefully pick some blueberries.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 25.9.2008
Þegar allir tapa
Kompásþáttur um ofbeldi og handrukkun hefur hlotið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Allir geta þó verðið sammála um það að það ofbeldi sem virðist viðgangast er bæði ljótt og óþolandi.
Ekkert getur afsakað það þegar menn eru limlestir. Alveg sama hvað hver segir. Hótanir gagnvart mönnum og fjölskyldum þeirra eru gersamlega ólíðandi í siðuðu samfélagi.
Búum við í siðuðu samfélagi?
Þegar ég hugsa um þennan Kompásþátt og hvernig lögreglan brást við get ég alveg skilið hvers vegna þessi tegund af ofbeldi viðgengst. Lögreglan ef spillt! Þeir láta klíkuskap greinilegar ráða miklu þegar kemur að því að taka á mönnum.
Lögreglan hefur ekki getu til að fylgja eftir kærum um ofbeldi eða hótanir. Þeir hafa aðra forgangsröðun.
Þess vega grasserar þetta.
Er lagaramminn eitthvað óskýr? Ef svo er þá þarf að skerpa á honum.
Mér finnst standa eftir þennan þátt að allir sem að málinu komu hafi tapað.
Þó er þörf að taka þessi mál til umfjöllunar og vissulega verður að koma Íslandi aftur í hóp siðaðra samfélaga.
Sem fyrst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 21.9.2008
Nýjir bloggvinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 19.9.2008
Ættarmót
Nokkur afsprengi Seljanessystkinanna komu saman í sumar og ákváðu að mál væri komið til að halda ættarmót. Þar sem mörg okkar eru búsett hér á suðvesturhorninu var ákveðið að hafa kaffisamsæti hér syðra.
Við ræddum um að fólk hittist nær eingöngu í erfidrykkjum og því væri alveg upplagt að halda eina "erfidrykkju" þar sem ekkert lík væri til staðar. Svona einu sinni.
Ættarmót heitir það og munum við koma saman klukkan tvö laugardaginn 20. september í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Margir hafa lagt að því líkur að hér sé um undirbúning fyrir eiginlegt ættarmót að ári en það er mikil firra. Þetta ER ættarmót.
Ég er svo ánægð með góða skráningu en vel á þriðja hundrað hafa skráð þátttöku.
Mamma og Hrefna systir hennar tróna sem "tvíhöfði" ættarinnar og það verður gaman að heyra þær fara með kviðlinga og skjóta fram gamanmálum í góðu stuði.
Hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 16.9.2008
Ítarlegt klukk
Fékk aftur klukk og sé að það er ítarlegra en hið fyrra. Bæti bara í hér það sem vantaði á.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Bandaríki Norður Ameríku
Danmörk
Belgía
Portúgal
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
Anna Frits
So you think you can dance
Peep show...verð að viðurkenna að ég hélt að þetta væri annar þáttur, set hann inn seinna.
(Saka)- málamyndaþættir
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Djúpavík
Siglufjörður
Akureyri
eða að veltast um í berjamó með barnabörnunum.
Læt vera að klukka aftur þar sem þetta er viðbótarklukk!!!
Bloggar | Breytt 23.9.2008 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 16.9.2008
Hugleiðing
Ég er byrjuð að læra Rope Yoga. Það kom mér verulega á óvart hve erfitt það er á sama tíma og það er auðvelt. Hljómar kannski skringilega en það er satt. Þegar ég hef lært að slaka á á þeim stöðum sem ég á að slaka og láta réttu vöðvana vinna verkin verður erfiðið allt þess virði. Ég vissi ekkert á hverju ég átti von en það er ótrúlegt hvað ég virðist vera að fá betri líðan. Samt er ég rétt að byrja og hef lítið lært. Einhver sagði, "því meira sem maður lærir í lífinu því betur skilur maður hvað maður kann í rauninni lítið".
Léttirinn við Rope Yoga er það að það er ég sem ræð ferðinni. Það er ég sem er að læra að beita líkama mínum og vakna til vitundar um hann. Þess vegna er nánast útilokað að gera eitthvað vitlaust. Það er örugglega ekkert sérstakur stíllinn hjá mér en á meðan líkaminn liðkast og fær aukinn styrk þá er markmiðið ekki langt undan. Ef andinn fær meiri styrk og ef ég næ að samhæfa þessa þætti þá er ég í góðum málum.
En þetta er vinna og þetta er erfitt um leið og það er auðvelt.
Svo er gott að fá sér stöku sinnum léttann hádegisverð á eftir í Rope Yogasetrinu.
Ég vona að ég gefist ekki upp því ég finn að þarna liggja miklir möguleikar fyrir mig.

Ég er ekki alveg svona en........
--
I have started to learn Rope Yoga. I think it will help me....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)