Þegar allir tapa

Kompásþáttur um ofbeldi og handrukkun hefur hlotið mikla athygli og sýnist sitt hverjum.  Allir geta þó verðið sammála um það að það ofbeldi sem virðist viðgangast er bæði ljótt og óþolandi. 

Ekkert getur afsakað það þegar menn eru limlestir.  Alveg sama hvað hver segir.  Hótanir gagnvart mönnum og fjölskyldum þeirra eru gersamlega ólíðandi í siðuðu samfélagi.

Búum við í siðuðu samfélagi?

Þegar ég hugsa um þennan Kompásþátt og hvernig lögreglan brást við get ég alveg skilið hvers vegna þessi tegund af ofbeldi viðgengst.  Lögreglan ef spillt!  Þeir láta klíkuskap greinilegar ráða miklu þegar kemur að því að taka á mönnum.  

Lögreglan hefur ekki getu til að fylgja eftir kærum um ofbeldi eða hótanir.  Þeir hafa aðra forgangsröðun.

Þess vega grasserar þetta. 

Er lagaramminn eitthvað óskýr?  Ef svo er þá þarf að skerpa á honum.

Mér finnst standa eftir þennan þátt að allir sem að málinu komu hafi tapað.  

Þó er þörf að taka þessi mál til umfjöllunar og vissulega verður að koma Íslandi aftur í hóp siðaðra samfélaga.  

Sem fyrst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góð umfjöllun hjá þér Ippa 

Njóttu dagsins

Gylfi Björgvinsson, 25.9.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband