Suður með sjó í dag, Strandirnar á morgun

Ég fer til Grindavíkur í dag ásamt mínum ektamanni og honum pabba.  við ætlum að samfagna með vini okkar Sigurjóni Jóhannssyni sem heldur upp á 80 ára afmæli sitt.  Ég hlakka mikið til að hitta hann og fjölskylduna sem er mér afar dýrmæt og gaman að rækta vináttuna áfram í gegn um árin. 

Á morgun höldum við svo til Djúpavíkur að ganga frá fyrir veturinn og ná kannski í ofurlitla rest af berjum. Það er ekki seinna vænna.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða leið við förum en ég reikna með að það verði um Dalina svo við munum ekki berja nýjan Staðarskála augum fyrr en þá í bakaleiðinni. Ef það snjóar á okkur fyrir vestan þá getum við væntanlega ekki farið Tröllatunguheiðina til baka.  Sjáum til..... 

 

__

We will go to Djúpavík tomorrow and be there for two or three days to get the house ready for the winter and hopefully pick some blueberries. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góða ferð Ippa

Gylfi Björgvinsson, 27.9.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða ferð

Svanhildur Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband