Færsluflokkur: Bloggar

Klukk

Ég var klukkuð af Svanhildi Karlsdóttur

Hér kemur þetta.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Verkakona

Húsmóðir

Ráðskona í vegavinnu

Kosningastýra

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

James Bond myndirnar

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Siglufjörður

Akureyri

Stokkhólmur

Djúpavík

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

www.strandir.is

www.mbl.is

www.siglo.is

www.yotube.com

Fernt sem ég held upp á matarkyns

Kjöt

Fiskur

Grænmeti

Kartöflur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Nei

Fjórir bloggarar sem ég klukka

Agny

Herdís

Maggimark

vild


Opnun málverkasýningarinnar

Fyrir norðan
Mikið var gaman í Salthúsinu í Grindavík í dag við opnun máverkasýningarinnar minnar "Hjartans list".   Stemningin var afslöppuð og góð. Gestir gáfu sér góðan tíma og skoðuðu sýninguna.  Við snæddum svo dásamlegan kvöldverð hjá meistarakokki hússins. Þegar ég fór um klukkan hálf átta var fólk enn að koma til að skoða sýninguna.  Sjón er sögu ríkari ég set hér inn  myndir sem Kristín, vinkona mín, hjá Salthúsinu var svo góð að senda mér því sjálf gleymdi ég myndavélinni heima! 

Guðrún býður drykkiMóttökunefndSnætt samanFjöryugir
Salurinn

Veitinganna notiðÍ a la carte salnumVið barinnFeðgar

Hjartans list

Kæru vinir

Hjartanlega velkomin á Málverkasýningu mína í Salthúsinu í Grindavík föstudaginn 5. september 2008 kl. 17.00 

Hlakka tilað sjá ykkur

Vilborg

 

Sýning í Salthúsinu Restaurant
bloggmyndir 354

 

"Hjartans list"

Vilborg Traustadóttir

Ippa frá Sauðanesi

 

Vilborg er fædd á Djúpavík á Ströndum þann 11. janúar 1957.  Hún er dóttir hjónanna Huldu Jónsdóttur og Trausta B.Magnússonar.  Árið 1959 flutti fjölskyldan að Sauðanesi við Siglufjörð hvar faðir hennar gerðist vitavörður.  Vilborg hefur numið myndlist í Kvöldskóla Kópavogs og auk þess sótt námskeið í Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri. Magga systir hennar sem er útskrifuð frá Myndlistarskóla Arnar Inga hefur einnig verið óþreytandi að segja henni til enda lærði Vilborg skrift á barnsaldri eftir hennar formskrift.

W00t 

 Þið sem ætlið að koma og vitið ekki hvar Salthúsið er.  Þið beygið út af fyrsta hringtorginu sem þið komið á í Grindavík "korter í" (ef við hugsum hringtorgið sem klukku) þá blasir Salthúsið við! 

www.salthusid.is 

Cool

 

 


Haustblíða

Það er blíðan og bæirnir allt í kring.  Milt og gott haustveður með skúrum í Reykjavík í dag.  Meira að segja sól á milli.

Haustið leggst vel í mig og ég er farin að huga að því að fara í æfingar til að halda mér í sem bestu formi. Það er eitt af haustverkunum. 

Einnig er ég að undirbúa málverkasýningu sem verður í Salthúsinu í Grindavík og opnar hún eitthvað um miðjan september.  

Þar að auki er ég að taka til og fara í gegn um skápa og skúffur hér heima.  Byrjaði á baðinu í gær og fann helling af góðu snyrtidóti og henti öðru sem var gamalt og úr sér gengið.

Það bergmálar í baðskápunum hjá mér núna og allt í röð og reglu.

Fer svo í þetta af meiri krafti þegar málverkasýningin hefur verið opnuð og við búin að fara eina ferð enn til Djúpavíkur.

Við hjónin gerðumst ABC styrktarforeldrar í vikunni.  Fengum stúlku á Indlandi til að styðja við.  Það er dálítið góð tilfinning að vita það að lítill einstaklingur sem virkilega þarf á því að halda fái aðstoð í hörðum heimi fátæktarinnar.  Vonandi skilar það sér í bættri líðan og heilsu telpunnar sem er sjö ára.  Vonandi.

Okkur fannst við svo heppin með okkar fjóra sonarsyni að við vildum reyna að leitast við að láta gott af okkur leiða þar sem þörfin er virkilega knýjandi.

 

 

 


Hvar var Dorrit?

Íslenska landsliðið komið heim af Ólympíuleikunum með silfrið og búið að fagna því eins og best verður á kosið. Glæsilegur árangur og sannarlega tilefni til að gleðjast.  Orðuveiting á Bessastöðum en hvar var Dorrit?  Eins og hún setti ferskan blæ á frammistöðu okkar manna í Kína þá saknaði ég hennar í dag.
 
(Púki vill leiðrétta eitt orð í þessari færslu, það er Dorrit, púki stingur upp á forrit!)
 
476805
 

 

 

 

 

 

I missed Dorrit from the celebration today.  


Uppskera

Uppskerutíminn er komin og hér eru myndir frá því að við tókum upp garðávexti og grænmeti.  Mamma og pabbi skyggnast um á fyrri myndinni en tengdadætur mínar og mamma taka upp kartöflurnar á hinni.  Uppskera var dágóð mikið af hvítkáli og rófum en minna af kartöflum.  Það var líka kláði í kartöflunum velflestum svo það verður að afhýða þær og því eru þær ekki eins góðar í ár og oft áður.  

DSC00540DSC00642       Harvest!


Dómgreindarleysi.....

Maður fylgist agndofa með sviptingum í borgarmálum Reykvíkinga.  Ég er algerlega og standandi hissa í dómgreindarleysi kjörinna borgarfulltrúa.  Frá A-Ö.  Er það ekki dómgreindarleysi hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni þáverandi borgarstjóra,  Birni Inga Hrafnssyni þáverandi varaformanni OR og Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra og fyrrverandi stjórnarformanni OR að þiggja boð frá Hauki Leóssyni þáverandi stjórnarmanni OR í( boði Baugs) í dýrustu laxveiðiá landsins?  Guðlaugur Þór segist nú hafa endurgreitt ferðina. 

Mánuði eftir ferðina byrjaði ballið! Þarna voru tengsl. Sameina átti REI og GGE,  Baugur var einn stærsti hluthafinn i FL Group sem átti stóran hlut í GGE.  

Nei það er of vægt að kalla þetta dómgreindarleysi, þetta er spilling! 

Miðað við allt sem hefur gengið á á þeim bænum eiga þessir menn að sjá sóma sinn í að snúa sér að einhverju öðru en opinberum störfum. 

Hvað með Gísla Martein og nám hans til borgarstjóra?  Hann og sjálfstæðismenn reyna að skáka í því skjólinu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi farið í námsleyfi á sínum tíma en þá var önnur staða uppi. Nú eru Reykvíkingar komnir með fjórða borgarstjórann á laun á þessum tveimur árum síðan kosið var.  Á Gísli Marteinn ekki í ljósi stöðunnar og þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með allt niður um sig í borginni að fara bara í sitt nám og víkja sæti á meðan?

Eiga borgarbúar endalaust að borga brúsann?

Er það kannski lykilorðið borgar?  Þ.e.a.s. ef þú ert borgar-búi þá borgar þú brúsann?

Þess vegna er ég flutt norður í hrepp þar sem ég get kosið sjálfa mig ef mér sýnist svo.  Allir fyrrverandi borgarstjórar ættu að íhuga þennan möguleika.  Það er einfalt og gott kerfi að ganga bara inn í kjörklefann og kjósa sjálfan sig og engan annan!

Annars held ég að það ætti að taka skóflu og moka út úr Ráðhúsi Reykjavíkur.  Þetta fólk vel flest er ekki starfi sínu vaxið.

Ekkert er ásættanlegt nema alger umskipti á framboðslistum flokkanna fyrir næstu kosningar. Vilhjálmur er enn á sveimi og skilur ekki að hans tími kom að segja af sér þegar Björn Ingi yfirgaf skútuna.

Það er helst að ég finni samhljóm með Svandísi Svavarsdóttur þessa dagana. 

Kannski eins gott að ég er flutt.......?  

Það er gott að hlusta á Sigurrós og lagið "Viðrar vel til loftárása" meðan maður les þessa færslu.

--
The fact that Reykjavík is having the fourth Mayor for the last two years showes the citizens in Reykjavík it is nessesary to send all this people home  and get someone who is able to do the job they were choosen to.
They are spoiled and act like they own the city.  They are not listening to the people.  They think they can do whatever they like and the people in Reykjavík will pay with a smile on their face.
I have moved to Djúpavík a small place in the country.  There you choose people not party.  I can go and choos myself if I like.  Maybe the former Mayors should do like me?
 
It is good to listen to Sigurrós and the song" Good weather for an air-strike"  while you think about this situation. 
 
 

Djúpavík - saga um síld

Sumarið 2007 fengum við góða gesti til okkar á Djúpuvík.  Nú hefur Jonny sem filmaði okkur stíft og talaði við mig um sögu staðarins skellt afrakstrinum inn á Youtube.  

Það er vel viðeigandi að spila Sigurrós undir en þeir héldu tónleika í verksmiðjunni sama sumar.

Njótið! 

---

We got visitors in Djúpavík the summer of 2007.  Jonny who filmed us a lot and spoke with me about the story of Djúpavík has put it in Youtube.

 

Enjoy!!! 


Á níundu hæð - Góðan daginn!

Góðan daginn!

Vaknaði í morgun klár og hress!  Hrökk þó lítið eitt við þegar ég gekk fram í borðstofuna og sá þennann myndarlega mann vera að gægjast á gluggann hjá mér. Þykir þetta helst til tíðinda þar sem ég bý á níundu hæð. 

Ekkert vafasamt virtist þó vaka fyrir manninum og þar sem hann þvoði gluggana hjá mér ákaflega vel um leið og hann gægðist inn ákvað ég að kæra hann ekki.  
Jafnvel þó ég væri ekki búin að vaska upp! W00t


Ólimpíu-ofbeldið

Ég horfði á heimildaþátt um það hvernig farið er að því í Kína (örugglega víðar) að ala upp börn til að verða afreksfólk í fimleikum.  Þetta var hræðilegur þáttur þar sem sagði frá því hvernig börn eru sett í þjálfunarbúðir eins og hermenn, fjarri ástvinum sínum algerlega ofurseld draumum foreldra sinna og ættingja um gullmedalíu á Ólimpíuleikum.

Börnin eru þriggja til fimm ára þegar þau eru sett í æfingabúðirnar og margir Kínverjar líta svo á að börn sem alast upp hjá fjölskyldum sínum verði ofdekruð!

Fimm ára drengur sem sýndur var í myndinni grét svo sárt og átti svo erfitt þegar faðir hans yfirgaf hann í búðunum án þess að kveðja hann.

Stúlka sem var orðin líklega sjö ára og ákveðin í að "standa sig" beygði af þegar manna hennar kvaddi hana og hljóp til mömmu sinnar aftur og bað um að fá að koma heim en mamman rak hana með harðri hendi til baka. 

Þetta er ofbeldi af verstu gerð og allir eru með glýju í augunum yfir afreksfólkinu sínu.

Ég er hætt að horfa á Ólimpíuleikana, tek ekki þátt í dýrkun á svona löguðu. Þetta er of dýrkeypt.

--

I was watching TV tonight.  There was a program about how Chineese people (and defenetelly others) make their children go to a training to get the gold medalia in Oyimpics later in their lives. The children are send to a training camps far away from their families at the age of three to five.  Ther they stay for the next years.  I cryed over the program and I will not whatch the Olympics any more.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband