Færsluflokkur: Bloggar

Gamli rámur

Eitt sinn var ég voða "skotin" í Rod Stewart.  Það var þegar hann söng Tonight's the night, the first cut is the deepest, do you think I´m sexy o.fl. góð lög með sinni sexý rödd (að mér fannst þá).  Maður vex upp úr svona löguðu.  Kannski er það þess vegna sem slitnar upp úr samböndum hans eftir því sem fyrirsæturnar eldast?  Hver veit?  Hitt er það að "gamli rámur" stendur enn fyrir sínu og syngur betur en áður ef eitthvað er. 
Líkt og Raggi Bjarna!!!

mbl.is Rod Stewart kemur upp um eigin smæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcan til Ölfuss

Það munar örugglega um milljarð í tekjur á ári til sveitarfélags eins og Ölfuss.  Hafnarfjörður hefur alveg efni á að missa það samkvæmt atkvæðagreiðslu um málið.  Að vísu upplýsti bæjarstjórnin fólkið í bænum ekki um tekjumissinn sem fylgdi því að álverið færi.  Hafa kannski haldið að hafnfirðingar skildu ekki tölurnar?   Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu og einnig yfirtökutilboðum sitt á hvað í álbransanum.
mbl.is Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasti bloggvinur er Hörður J

Hann vinnur hjá Olís.

Áhugamál hans er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, samgöngumál og kvikmyndir. Einnig er hann mikill stuðningsmaður Samfylkingarinnar.

Þar sem ég þekki Hörð ekki gerði ég gerði eins og í Ríkisstjórnarsáttmálanum copy og paste!!! Enda er hann úr samstarfsflokknum svo það hlýtur að vera ok.Cool

 

Velomin í hópinn.


Stubbarnir hommar?

Ja hérna.  Hvað er athugavert við það að karlmaður beri handtösku?  Það er eins gott að það sjáist ekki til okkar hjónanna þegar maðurinn minn axlar mína tösku.  Við sem eigum fjóra syni og fjóra sonarsyni.  Kommon!  Það er gott að koma til Póllands en hvað er að ske?  Hvað varð um kenninguna með soya afurðir og samkynhneigð?  Hún meikar sens en ekki þetta.  Plís.Blush
mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og kossinn var svo...........

Frægur koss þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hefur orðið mörgum umfjöllunarefni síðan hann átti sér stað í stjórnarmyndunarviðræðunum.  Mamma fór öll hjá sér og fannst þetta ósiðlegt.  Aðrir í fjölskyldunni eru meira líberal yfir þessu.  Stjórnin hefur keppst við að fá nafnið Þingvallastjórn.  Ég hallaðist að "sáttastjórn" ...........en svo kom kossinn...........Viðreisn,  Viðey, c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgViðhald.........?????????????????????????????

Össur

Össur klikkar ekki.  Hann er ekki fyrr sestur í stól iðnaðaráðherra en hann fer að gefa yfirlýsingar eins og umhverfisráðherra!  Hann er greinilega komin í þörf fyrir að tjá sig.  Ég á hús á Djúpuvík.  Frændi minn og vinur Ásbjörn Þorgilsson og kona hans Eva Sigurbjörnsdóttir góð vinkona mín hafa haft þar vetursetu þar sem þau eru búsett á staðnum.  Þegar við komum þangað fyrst á vorin er mikið skrafað og skeggrætt.  Ásbjörn frændi fer mikinn eftir veturinn! Össur minnir mig á hann um þessar mundir.  Kannski er ekki slæmt að marka skýrar línur strax í upphafi?  Ég held þó að Össur ráði ekki við sig af kæti og gefi því yfirlýsingar hægri vinstri.  Ég tel þó heppilegra fyrir nýja Ríkisstjórn að fara varlega af stað í þeim efnum,  því fari menn offari er meiri hætta á skipbroti seinna.  Samanber hinn útbreiddi syndrome kenndur við Össur, "Össurarsyndrome".  Sagði ekki einhver "push the button"?
mbl.is Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið aftur

Það er gaman að hugsa til þess að uppáhaldsmynd eldri strákanna sé 30 ára.  Við bjuggum á Sigló þeir voru sex og sjö ára.  Geir var mikið á ferðinni erlendis og keypti eitt sinn lýsandi sverð fyrir þá.
Það var mikið barist á Laugarveginum og Suðurgötunni á Sigló en að sjálfsögðu fékk Bragi vinur þeirra einnig lýsandi sverð.  The good "old" days.......InLove

mbl.is Aðdáendur fagna 30 ára afmæli Stjörnustríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býflugnasveimur

Mikið af býflugum!  W00t
mbl.is Farþegaflugvél þurfti að snúa við vegna býflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ferðaveður

Fegin að við hættum við að fara á Strandirnar um helgina.  Hvítasunnuhretið lætur ekki á sér standa.  Verðum þess í stað í bænum og gerum það sem gera þarf hér heima.  Það er ískalt hér syðra en þó ekki snjókoma.  Svo getur maður hugsanlega farið að athuga með sumarblóm upp úr miðjum júní - eða júlí???
mbl.is Éljagangur og krapi á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbúnaðarútvegs

Er ekki Laddi forspár.  Nú hefur það gengið eftir sem hann orti í frægu kvæði sínu Austurstræti.  Einar K. Guðfinnsson fær það hlutverk að vinna sameiginlega að þessum tveim elstu atvinnugreinum okkar íslendinga.  Atvinnugreinum sem framan af slógust um vinnuaflið.  Bændurinir höfðu tögl og hagldir löngum og kúguðu fólk til undirgefni.  Höfðu hreðjatak á sjávarútveginum.  Það er gleðiefni að svo er ekki í dag.  Hins vegar hefur landbúnaðurinn farið halloka af haftastefnu stjórnvalda,  kvóta á bú o.s.frv.  Bændur hafa verið sjálfum sér verstir. Í stað þess að standa upp og láta markaðinn ráða hafa þeir látið kúga sig til undirgefni.  M.ö.o. þeir hafa ekki trú á mætti sínum og megin.  Mega ekki bjarga sér.  Hvert leiðir það okkur?  Að ölmusuborði yfirvalda sem hafa ekki ráð í hendi sér bændum til handa.  Ég er sannfærð um það að framsæknir bændur sem hasla sér völl með góða vöru geta vel lifað af afurðum sínum.  Þurfa ekki ríkisstyrki.  Ef þeir þurfa þá ætti það að vera í formi beingreiðslna.  Tímabundið.  Nú er að vinda sér í það að styðja bændur til sjálfshjálpar.  Rétt eins og okkur öryrkjana. 
mbl.is Guðni treystir Einari best til að taka við landbúnaðarráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband