Færsluflokkur: Bloggar

Kemur alltaf aftur

Jóhanna er seig.  Hún lýsti yfir eins og frægt er "minn tími mun koma".  Jóhanna er talin munu verða í Félagsmálaráðuneytinu næstu tvö ár en muni þá taka við embætti þingforseta af Sturlu Böðvarssyni. Katrín Júlíusdóttir muni taka við af henni en Sturla er orðaður við embætti vegamálastjóra.  Of snemmt er um þetta að spá en óneitanlega verður spennandi að sjá hvernig ný Ríkisstjórn mun sigla þjóðarskútunni.
mbl.is Magnús afhenti Jóhönnu lykil að velferð skjólstæðinga félagsmálaráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Ríkisstjórn

Komin af koppnum og sest að völdum.  Þetta er góður hópur fólks sem ég hef trú á að vinni að velferðarmálum eins og fram kom í kosningabaráttunni hjá báðum þessum flokkum.  Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar og maður heyrir strax tóninn í Guðna Ágústssyni.  Hann vill meina að Samfylkingin hafi ekki staðið vaktina með sín stefnumál og að Sjálfstæðisflokkur hafi betur miðað við sáttmálann og verkaskiptingu.  Minna heyrist hins vegar í Steingrími Sigfússyni.  Það hlýtur að vera "lognið á undan storminum".  Guðjón Arnar hefur einnig hljótt um sig.  Það er líka við hæfi að lofa nýju fólki að hasla sér völl.  Ég held að þegar tveir flokkar semja um samvinnu verður að hafa sjónarmið beggja að leiðarljósi og það sýnist mér að sé gert.  Til hamingju með nýja Ríkisstjórn.
mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héðinsfjarðargöng

Kristján L. Möller fékk samgönguráðuneytið m.a. út á það hve ötullega hann barðist fyrir Héðinsfjarðargöngunum. Það hlýtur að ganga kraftaverki næst að það mál skyldi ná fram að ganga svo skjótt og nú segja gárungarnir að þau verði tvöfölduð!  Ég tel það nú varla skynsamlegt þar sem siglfirðingar mæta varla neinum þegar þeir flýja bæinnWink.  Ég var hins vegar á Vestfjörðum um helgina og þar var stórskemmtileg uppákoma.  Við fórum til Flateyrar með rútu og á bakaleiðinni stöðvaðist rútan í göngunum og viti menn.  Í stóru útskoti (helli) biðu okkar kræsingar sem konur í þjóðbúningum reiddu fram, harmonikkuleikur og kertaljós.  Stemmningin var dulmögnuð og þetta var ólýsanlegt.  Lögreglan stóð vaktina svo enginn færi sér að voða. 
Það væri ekki óhugsandi að gera stóran helli í Héðinsfjarðargöngin sem hugsuð væru fyrir stuttar móttökur.  Þar mætti sýna hið ægifagra grjót sem sprengjumenn hafa fundið í tonnavís þar inni.  Begið þarna er með fallega kristalla og einnig finnst jaspís o.fl. í fjöllunum.  Hugsanlega mætti gera út á tröll og forynjur svo fleiri hugmyndum sé varpað fram.  Hellabyggð mætti einnig reisa í tengslum við göngin fyrir ævintýragjarna sem jafnvel vildu "leggjast út", iðka bjargsig, stunda sauðaþjófnað eða annað þjóðlegt. 
Já fyrst Kristján fékk þessi göng í gegn þá er hann pottþétt réttur maður í réttum stól.
Til hamingju Kristján og gangi þér vel.

mbl.is Kristján: Fékk draumastarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Það er ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn fari með heilbrigðismálin næstu árin.  Guðlaugur Þór er réttur maður í málið.  Röggsamur og óragur við að taka á málum sem þarf að taka á.  Það er einnig tímabært að aðskilja heilbrigðismálin frá tryggingamálum.  Ég fann inn á tortryggni á milli þessara aðila í starfi mínu sem formaður MS-félagsins og framkvæmdastjóri dagvistar þess.  Tryggingamálin eru betur komin meðal félagsmálanna. Önnur uppstokkun er örugglega af hinu góða og vonandi verður unnt að fækka ráðuneytum á kjörtímabilinu og spara þannig og gera allt starf í þeim skilvirkara.  Mín skoðun er sú að millistjórnendum ætti að fækka eða skerpa skipurit þannig að gegnsæi í allri stjórnsýslu verði meira.  Það er ekkert eins óþolandi að ganga frá og handsala samninga við ráðherra sem millistjórnendur fara svo með í vaskinn á vinnsluferlinu.  Það er dýrt spaug að leggja mikla vinnu í mál sem áætlanir sýna að skili hagnaði en eyðileggja þau svo á lokasprettinum.  Ég sé bjartari tíma framundan í þessum efnum og veit að hagkvæmni og skilvirk og góð þjónusta verður höfð að leiðarljósi.
mbl.is Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggleiði

Ég finn fyrir bloggleiða.   Hann lýsir sér með ógurlegri þreytu og sleni þegar ég hugsa um að blogga.  Ef ég sest við tölvuna lamast ég.  Þess vegna ætla ég að blogga minna framvegis enda kannski engin ástæða til að blogga ef maður hefur ekki þeim mun meiri þörf fyrir það.  Því mun ég ekki leita læknis vegna þessara einkenna.   Ég hlakka líka svo til sumarsins og er einmitt núna að undirbúa svalirnar fyrir það.

Ekkert stress

Það er greinilega ekkert stress í stjórnarmyndunarviðræðunum.  Það hlýtur að teljast góðst viti að gagnkvæmt traust ríki. Það er grundvallaratriði og mér finnst þetta lofa góðu um framhaldið.  Verði Ríkisstjórnarsamstarfið með þessum hætti erum við í góðum málum.  Það kom fram í fréttum að helst steytti á landbúnaðarmálum og stóriðjumálum.  Maður gat svo sem getið sér þess til að stóriðjumálin yrðu "rædd" í þessu samhengi.  Landbúnaðarmálin hins vegar ættu nú varla að verða hár þröskuldur á leiðinni að samstarfi þessara tveggja flokka.  Framsóknarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum verða auðvitað að líta sér nær og opna augun fyrir 21. öldinni.  Það er sannarlega kominn tími til að aflétta ákveðnum höftum í þessari atvinnugrein og leyfa henni að spreyta sig og blómstra.  Hætta smám saman með núverandi styrkjakerfi og taka í staðin upp beingreiðslur til bænda.  Svo bændur hafi raunverulegt val um það hvort þeir hætta hokrinu eða halda áfram og þá með reisn.
mbl.is Samfylkingin kveður þingmenn og býður nýja velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flogin

Fer í flugið til Ísafjarðar núna kl 14.15.  Hafið það gott á meðan.  Blogga sennilega ekki fyrr en eftir helgi.  Verð bara að treysta Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu fyrir stjórnarmynduninni.  Wink
Mun eftirláta köttunum og Trausta íbúðina þar til ég kem aftur. 
Gangið öll á guðs vegum.

Geir fær umboðið

Ólafur Ragnar Grímsson veitti Geir H. Haarde umboð til stjórnarmyndunar.  Ný Ríkisstjórn verður væntallega til innan viku.  Þá getur þjóðin farið að einbeita sér að öðru en kosningum og úrslitum þeirra.  Væntanlega er þá komin sterk stjórn til a.m.k. næstu fjögurra ára.  Ef allt gengur upp og vonandi verður það niðurstaðan.  Koma svo Geir, fá Heilbrigðis og Tryggingaráðuneytið!!!!
mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur spriklar

Steingrímur J. Sigfússon kveðst telja eðlilegt að Samfylkyngin fái umboð til stjórnarmyndunar frá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni fyrst stjórnin hafi sprungið.  Það verður spennandi að vita hvort forsetinn reynir einhvern einleik í málinu?
mbl.is Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt Kastljós

Það var fróðlegt að horfa á Kastljósið í kvöld og athyglisvert. Guðni Ágústsson og Steingrímur Sigfússon skyndilega sitjandi á sama bekk fjúkandi reiðir.  Það þýðir ekkert að láta svona.  Fólk talar saman.  Meirihlutinn var of veikur.  Hitt er svo annað mál að ég furðaði mig mjög á DV sem kom hér í minn póstkassa rétt fyrir kosningar. Ég fletti því lauslega en las ekki.  Nema hvað ég sá að hvergi var fjallað um Ómar Ragnarsson eða Íslandshreyfinguna.  Það er löngu vitað að klúður Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að neita að undirrita lög frá Alþingi hefur dregið þennan óæskilega dilk á eftir sér.  Dilk sem átti að fyrirbyggja með lögunum.  Það að auðhringir gætu átt allt og alla og fjölmiðlana með.  Þá er næsta spurning, hvað gerir Ólafur Ragnar nú?  Mun hann veita Geir Haarde umboð til stjórnarmyndunar eða mun hann láta umboðið annað?  Það kemur í ljós.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband