Færsluflokkur: Bloggar

Lofta út í gólfi

Grundvallaratriði er að hafa góða útloftun í gólfi þar sem gas er notað.  Gasið er þyngra en loft og leitar því niður við leka.  Mér finnst mjög skrítið að það komi sjaldan fram í fréttum.
mbl.is Nauðsynlegt að nota gasskynjara og fylgjast með búnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlátt?

Þar lágu danir í því.  Það verður að taka hart á svona málum.  Gengur ekki upp að áhorfendur missi sig svona.  Ég hef þó áhyggjur af því að andstæðingarnir geti notfært sér þetta gegn mótherjaliðinu framvegis.  Kannski ættum við að senda einhvern inn á leikinn geng svíum til að dangla í dómarann þegar dæmt verður okkur í óhag?    Í sænsku landsliðstreyjunni!  Bara smá hugmynd Halo  þar sem Eiður Smári verður ekki með.Errm
mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brim

Guðmundur og Hjálmar eru gæðadrengir.  Þeir keyptu ÚA og reka það áfram á Akureyri undir nafni Brims.  Ég hef enga trú á að Vestmannaeyingar misstu atvinnuna frá sér þó Brim kaupi Vinnslustöðina. 

mbl.is "Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta málið

Það er spurning hvort maður þurfi að vera meðvitundarlaus í 19 ár til að öðlast lífshamingjuna.  Þessi pólverji kvartar ekki yfir neinu og skilur reyndar ekkert í þeim sem það gera í dag.  Þegar hann féll í dá var kommúnisminn enn við völd í Póllandi.  Þegar hann vaknaði var frelsið allsráðandi.  Ég var í Póllandi í janúar.  Leigubílstjórinn sem skutlaði okkur á flugvöllinn mundi eftir valdatíð Kommúnista.  Hann var ekki hrifin.  Hann lofaði Leck Wallesa og Solidarnos.  Þó finnst mörgum sem  það sé skólabókardæmi um lýðræðisbyltingu sem mistókst.  Póllverjar eiga minnst af framleiðslu eða atvinnuvegum í eigin landi.  Þeir selja allt sem þeir geta selt.  Hollendingar eiga um 80% af landbúnaðinum þar ef ég man rétt.  Þjóðverjar eiga ferðaiðnaðinn enda var töluð þýska á hótelinu sem við gistum á.  Svona má eflaust telja áfram. Eftir sitja margir pólverjar án atvinnu.  Það er því ekki undrunarefni hve margir búa erlendis, t.d. hér á landi.  Pólverjar eru duglegir og bjarga sér. 
mbl.is Til meðvitundar eftir nítján ár í dái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuræða flutt

Geir H. Haarde flutti stefnuræðu sína í kvöld.  Það er öflug stjórn sem nú tekur völd og það verður spennandi að fylgjast með störfum hennar.  Velferðarmálin ofarlega á forgangslista beggja flokka og því ættu bjartir tímar að vera framundan í þeim málum.

mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bítlabuxur

Það eru 40 ár síðan platan Sgt Peppers Lonley Hearts Club kom út í Bretlandi.  Þá var ég 10 ára.  Ég var í heimavistarskóla á Nýrækt í Fljótum og stundaði skóla á Ketilási.  Ég man að skólasystur mínar systurnar Alla og Valdís höfðu ekki miklar mætur á Bítlunum í þá daga.  Mig dauðlangaði í útvíððar buxur sem þær kölluðu í niðrandi tón "Bítlabuxur."  Annars hefði ég örugglega sótt fastar að fá þannig buxur.  Börn þurfa viðurkenningu hópsins. Þetta breyttist svo fljótt hjá þeim Öllu og Valdísi þegar þær "forfrömuðust" ásamt mér í Steinstaðaskóla og víðar.  Gaman að rifja þetta upp.Kissing
mbl.is 40 ár frá útkomu Sgt. Pepper's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martasmarta - ný bloggvinkona

Nýjasta bloggvinkonan Matthildur B. Helgadóttir er bankamaður og listunnandi.  Hún skrifar skemmtilegt blogg um lífið og tilveruna.  Elskar fallega kjóla og vitnar í Henry Ford!  Týpískt fyrir bankamann.  Ég á systir sem er bankamaður hún er alveg eins.  Málar í frístundum og er lífskúnstner sem les Fridu Kahlo.  Þarf ég að segja meira?  Vekomin í bloggvinaflóruna mína martasmarta.InLove

Skilin milli feigs og ófeigs

Þau liggja víða þessi skil milli feigs og ófeigs.  Ég ætla ekki að dæma hvað er veitingarekstrinum fyrir bestu.  Ég veit hins vegar að ein ástæða þess að ég og fleiri sækjum ekki kaffihús eru reykingarnar.  Það má líka velta því fyrir sér hver eru hin raunverulegu skil milli feigs og ófeigs í þessu sambandi. 
mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Lovísa látin

Ég votta fjölskyldu Ástu Lovísu mína dýpstu samúð.  Þakklæti og hlýhugur fylgir ykkur fótmál hvert.
mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggt upp

Nú ætti góður arkitekt að koma með ómótstæðilega tillögu að háu og fallegu húsi (húsum)  sem lyftir okkur upp á æðra plan í annars fatneskjulegri borg.  Koma svo. 
mbl.is Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband