Aðventan

Aðventa

Þá er aðventan gengin í garð.  Dundaði með barnabörnunum í gær við að gera aðventukrans.  Jói Fel hnoðaði fyrir mig í tvær sortir sem við bökuðum á meðan.   Dásamlegt.  Svo gistu þrír af fjórum mögulegum hjá okkur.  Ég er komin Kristínarlaus í Hveragerði og gengur bærilega.  Verð hér út þessa viku.  Það verður harmonikkuball á fimmtudagskvöldið.  Fjör á "hælinu"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flottur aventukrans - megi vikan verða þér ljúf og góð og heilsan batni og batni..... Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.12.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir, það var gaman að gera hann og fá viðbrögð guttanna við þessu. Svo blésu þeir á kertið jafnóðum og ég kveikti. Er í fantaformi eftir vatnsleikfimina í morgun. Fer svo í sjúkraþjálfun og jafnvægisleikfimi í dag.

Vilborg Traustadóttir, 3.12.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta flottur aðventukrans.

Marta B Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegur kransinn. Ég hef víst alveg gleymt mér í ár.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er latari við jólakskrautið núna þegar sonur er að heiman, finnst einhvernveginn hjákátlegt að standa í þessu fyrir mig eina. Samt er ég byrjuð að tína fram svona eitt og eitt.

Marta B Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband