Færsluflokkur: Bloggar

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Þú hefur áhuga á öllu milli himnins og jarðar og því er svo gaman að vera með þér. Visst verkefni er öðruvísi en þú ímyndaðir þér það, en það er einstakt og því betra.
Flest verkefni sem ég tek að mér eru öðruvísi en ég ímynda mér, er ég þá ekki einstök?

Lay Low - góð

"http://www.youtube.com/v/xt-uv6bcq2g&rel=1"

Stjörnuspá

Hér með lýsi ég eftir viðkomandi!Cool

SteingeitSteingeit: Þér finnst þú meira þú sjálfur þegar þú ert með einni sérastakri manneskju, en þegar þú ert einn. Hvað gerir þig svona mikið "þú"? Gerðu meira af því, líka þegar þú ert einn.
Annars var ég að uppgötgva mikinn sannleik og ég kom honum m.a.s. í orð. 
"Lykillinn að hamingjusömu hjónabandi er að spyrja hvað maki þinn vill en ekki "vita" hvað hann vill án þess að spyrja."

Ný bloggvinkona Sirrycoach

Ný bloggvinkona mín er Sigríður Jónsdóttir.  Hún er life coach og fjallar mikið um starf sitt á þeim vettvangi.  Hún heldur úti bæði bloggsíðu sinni og heimasíðunni :internet.is/sirrycoach sem eru mjög fróðlegar í sambandi við ofvirkni og athyglisbrest m.a.  Velkomin í bloggvinahópinn minn Sigríður.

Bloggvinur Sigurvarður

Nýr bloggvinur Sigurvarður Halldórssona er andans maður.  Hann segir á bloggsíðu sinni frá reynslu sinni af fyrirbænum og trúarsamkomum.  Ég samgleðst honum að hafa einbeitta trú og lifa samkvæmt henni.  Gaman að auka bloggvinaflóruna með þessum hætti og ég er sammála honum.  Guð er góður. 

Laugardagskvöld,breski X-Factorinn, sister Act og horror

Sátum hér í gærkvöldi við Margrét systir eftir vel heppnað matarboð þar sem góðir gestir komu saman ásamt húsráðendum í Vestursíðunni. Horfðum öll "afvelta" eftir átið saman á Laugardagskvöldið og héldum með Serh Sharp og Magnúsi Sigmundssyni.  Það kemur bara í næstu umferð.  Þegar hinir gestirnir fóru heim fórum við Magga að flakka milli stöðva og fundum Hryllingsmynd en skiptum snarlega yfir í sister Act.  Nutum þess að horfa á hana.  Sáum síðan breska X-Factorinn og vorum að sjálfsögðu ósammála úrslitunum, það tilheyrir.  Þegar við höfðum "kókt" yfir honum til þrjú stundi ég upp í svefnrofunum.  Ættum við kannski að athuga með "horrorinn"?  Þá fannst "systir" komið nóg og slökkti.  Sváfum svo vel og er í þessum skrifuðu orðum að fara á flugvöllinn og heim eftir "sprengidagsát" en húsbóndinn er farinn að borða svínaskanka og svínseyru með löndum sínum.  Vona bara að þessar rjúpnaveiðiskyrttur sem voru hér í mat í gær skjóti ekki flugvélina niður en þeir ætluðu að vera í Öxnadalnum með hólkana! 

Að benda

Ég hef lært ýmislegt á lífsins leið.  Meðal þess mikilvægasta sem ég hef lært er að dæma ekki aðra harðar en sjálfa mig.  Þegar ég bendi á aðra manneskju með einum fingri þá vísa alltaf þrír fingur á sjálfa mig. Þetta finnst mér gott að muna og ég hef þetta fyrir mig.  Deili þessu með ykkur fyrir svefninn.  Halo

Kreditkortalagið

Eitt gott fyrir jólavertíðina!  Eagles engum líkir....

Bloggvinkona kig58

Bloggvinkona Kristín er jafnframt elsta og besta vinkona mín.  Við höfum siglt í gegn um súrt og sætt saman og það væri að æra óstöðugan að ætla að segja einhverjar sögur af henni eða okkur saman.  Ég hef auk þess nú þegar sagt svo margar af okkar uppátækjum að ég held að nóg sé komið.  Það má um okkar vináttu segja að við erum það nánar að við dettum strax í gírinn þegar við hittumst og eyðum saman einhverjum tíma.  Við þekkjumst það vel að við vitum eiginlega alveg hvað hin er að hugsa og stundum gerum við ósjálfrátt það sem hin var að undirbúa.  Gaman að eiga bloggvinkonu og bestu vinkona í sömu manneskju.

Nostalgía

Kristín vinkona sendi mér nokkrar skannaðar myndir.  Þarna erum við vinkonurnar á Mallorca árið 1978 ef ég man rétt.  Auðvitað á barnum Scamps þar sem við vorum fastagestir. Eitthvað erum við nú að spá í aurinn (pesetana) sýnist mér enda var skammtaður gjaldeyrir á þessum tíma og við fengum ekki nema 30.000 krónur fyrir þriggja vikna ferð.  Við vorum svo blankar að við tókum ekkert aukalega á svörtu eins og tíðkaðist.  Við urðum líka voða fegnar að komast heim því við áttum varla málungi matar síðustu dagana.  image-68Og mikið assgoti erum við horðar þarna.  Það stafar hins vegar ekki af blaknheitum í ferðinni ég var næstum eins og anorexíusjúklingur svei mér þá.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband