ÖBÍ - Garðarslykt af málinu

Las í Fréttabaðinu að Garðar Sverrisson fyrrverandi formaður ÖBÍ og núverandi formaður Hússjóðs bandalagsins væri mótfallin þeim breytingum að finna önnur úrræði en eina Öryrkjablokk fyrir sjólstæðinga sína. Ég ætla ekki að taka afstöðu til málsins aðra en þá að nefnd sem skipuð var af ÖBÍ til að gera úttekt á því að safna öryrkjum saman í eina blokk komst að þeirri niðurstöðu að óheilbrigt andrúmsloft skapaðist þar sem margir væru atvinnulausir. Því væri æskilegra að finna önnur úrræði fólksins vegna enda bitnar ástandið ekki síst á börnum og unglingum öryrkja.
Þegar ég heyrði um uppsögn Sigursteins Mássonar fyrst hugsaði ég strax "það er Garðarslykt af málinu" enda kom á daginn að hann hefur hagsmuna að gæta sem formður hússtjórnarinnar. Ég þekki vinnubrögð Garðars Sverrissonar og muna kannski einhverjir eftir látunum sem urðu hjá MS-félagi Íslands fyrir um fjórum árum. Garðar var þar.

Sigursteinn Másson er maður að meiri að segja af sér og Hafdís Gísladóttir einnig. Það er einfaldlega ekki hægt að starfa með grafandi moldvörpur allt í kring.

Ég sá einnig í 24 stundum í dag viðtal við Guðjón formann MND félagsins þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af stöðunni innan ÖBÍ. Það er líka full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu öryrkja á meðan bullandi hagsmunapotarar eins og Garðar Sverrisson eru einhversstaðar í 10 kílómetra radíus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband