fim. 24.1.2008
Til hamingju Ólafur og til hamingju RÚV
Ég óska Ólafi F. Magnússyni innilega til hamingju með borgarstjóraembættið. Það var hávær skipulagður hópur ungliða sem reyndi að skyggja á borgarstjórnarskiptin. Það tókst ekki því Ríkissjónvarpið sýndi og ræddi við hinn þögla hóp sem mættur var í þeim tilgangi að hlusta og samgleðjast.
Það virðist vera nýmæli hjá fjölmiðli að gera það. Þegar háværir uppreisnarseggir eiga í hlut fá þeir allt of mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Á kostnað hinna. Til hamingju RÚV þið eruð á réttir leið í fréttaflutningi.
![]() |
Ólafur hyggst láta verkin tala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 24.1.2008
"Lýðræðið" á pöllunum
![]() |
Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 23.1.2008
Hún var með hjarta og ég var í því
Horfði á góðan þátt á Ríkissjónvarpinu um gosið í Vestmannaeyjum áðan. Í dag eru einmitt 35 ár síðan það hófst. Eftirminnilegast og fallegast í þættinum sem var þó allur fínn var viðtal við unga skólakrakka í Hamarsskóla í Eyjum. Þar var m.a. rætt við ungan dreng og hann spurður hvar hann hefði verið þegar gosið var? Hann sagðist hafa verið í maganum á henni mömmu, En var hún ekki barn þá sagði þá spyrillinn. Jú svaraði strákurinn en hún var með hjarta og ég var í því.
Ég fann tárin spretta fram og hugsaði um þetta yndislega svar.
Sterkara en nokkuð svar sem ég hef heyrt um ævina. Svar sem segir mér meira en margt annað. Svar sem fær mann til að hugsa. Það er engin tilviljun hvar við fæðumst og hver við erum.
Ég mun geyma þetta svar drengsins með mér og ylja mér við það um ókomin ár.
Ég er enn með tárin í augunum og mér finnst það gott!
Takk fyrir mig.
Sjónvarp | Breytt 25.1.2008 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 23.1.2008
Loksins í gírinn
Áfram Ísland!
![]() |
Stórsigur gegn Ungverjum á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 22.1.2008
Tap gegn þjóðverjum
Áfram Ísland.
![]() |
EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 22.1.2008
Hvíl í friði
Kirkju-Garðar virðist því sleppa við eftirmála í þessu máli.
Hvíl í friði Bobby Fisher.
![]() |
Fischer jarðsettur í kyrrþey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 21.1.2008
Ég græt ekki "Björn bónda"....
Í tengslum við þetta allt saman kemur svo Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins fram og segir berum orðum að þeir sem fletta ofan af spillingu í flokknum séu að skaða sjálfan sig! Þessi orð lét hann falla í garð Guðjóns sem kom upp um fatakaup Björns Inga. Hvað um alla hina frambjóðendurna? Sem fengu ekki föt frá flokknum? Common Guðni við eigum ekki að skjóta sendiboðann. Við eigum að leggja spilin á borðin þá fáum við ekkert í hnakkann.
![]() |
Ólafur og Vilhjálmur stýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mán. 21.1.2008
Huldufólk
Ég lauk lestri bókarinnar Huldufólk eftir Unni Jökulsdóttur í gærkvöldi. Ánægjuleg og fróðleg lesning. Bókin er mjög vel skrifuð og er prýdd áhrifaríkum myndum. Mannlýsingarnar svo hlýjar og sannar. Ég kannast við suma af viðmælendum hennar og get kvittað undir það hvernig hún lýsir þeim. Hún finnur orðin sem ég hefði ekki fundið en smellpassa. Bókin er skrifuð af virðingu fyrir viðmælandanum og fléttuð inn í ferðasögu fjölskyldunnar eða Unnar einnar eftir atvikum. Hún flytur ekki neinn áróðóður fyrir því að þú verðir að trúa (eða ekki) á huldufólk. Bókin lætur þér alfarið eftir að meta það og leyfir þér jafnvelað efast....á stundum.
Mér finnst svo notalegt að kúra uppí með góða bók.
Ég er því búin að "fara í rúmið" með Hrafn Jökulsson og Unni Jökulsdóttur. Ég held ég leggi ekki í Elísabetu. Ekki alveg starx í það minnsta. Svo gaf Illugi út bók líka.........
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 20.1.2008
Ísland- Frakkland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 20.1.2008
Strákarnir okkar!
![]() |
Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)