Til hamingju Ólafur og til hamingju RÚV

Ég óska Ólafi F. Magnússyni innilega til hamingju með borgarstjóraembættið. Það var hávær skipulagður hópur ungliða sem reyndi að skyggja á borgarstjórnarskiptin. Það tókst ekki því Ríkissjónvarpið sýndi og ræddi við hinn þögla hóp sem mættur var í þeim tilgangi að hlusta og samgleðjast.

Það virðist vera nýmæli hjá fjölmiðli að gera það. Þegar háværir uppreisnarseggir eiga í hlut fá þeir allt of mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Á kostnað hinna. Til hamingju RÚV þið eruð á réttir leið í fréttaflutningi.


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Lýðræðið" á pöllunum

Ég er nánast orðlaus eftir að hafa orðið vitni að þeim skrílslátum sem viðhöfð voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag í beinni útsendingu. Það hefði sannarlega ekki verið kallað lýðræði ef ungliðar Sjálfstæðisflokksins hefðu staðið fyrir og viðhaft þessi læti þegar Samfylking, Framsókn, Vinstri grænir og Margrét Sverrisdóttir tóku við borginni. Það hefði verið kallað ofbeldi eða valdníðsla. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem þeim dytti ekki í hug að viðhafa. Ég er fegin að meirihlutinn sem nú situr er ekki með þennan "óþjóðalýð" á bak við sig. Þvílik múgæsing og niðurlæging fyrir vesalings mótmælendurna.
mbl.is Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún var með hjarta og ég var í því

Horfði á góðan þátt á Ríkissjónvarpinu um gosið í Vestmannaeyjum áðan. Í dag eru einmitt 35 ár síðan það hófst. Eftirminnilegast og fallegast í þættinum sem var þó allur fínn var viðtal við unga skólakrakka í Hamarsskóla í Eyjum. Þar var m.a. rætt við ungan dreng og hann spurður hvar hann hefði verið þegar gosið var? Hann sagðist hafa verið í maganum á henni mömmu, En var hún ekki barn þá sagði þá spyrillinn. Jú svaraði strákurinn en hún var með hjarta og ég var í því.
Ég fann tárin spretta fram og hugsaði um þetta yndislega svar.
Sterkara en nokkuð svar sem ég hef heyrt um ævina. Svar sem segir mér meira en margt annað. Svar sem fær mann til að hugsa. Það er engin tilviljun hvar við fæðumst og hver við erum.
Ég mun geyma þetta svar drengsins með mér og ylja mér við það um ókomin ár.

Ég er enn með tárin í augunum og mér finnst það gott!
Takk fyrir mig.


Loksins í gírinn

Langþráður sigur hjá okkar liði. Svo er bara að klára leikinn gegn spánverjum með sama glæsibrag. Þá getum við unað sátt við okkar hlut. Það eru einfaldlega mörg lið þarna sterkari en okkar lið. Íslendingar eru þó að bæta sig og virðast eiga auðveldara með að sigra þegar þeir klæðast bláu búningunum.
Áfram Ísland!
mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap gegn þjóðverjum

Ekki gekk að rúlla þjóðverjum upp þrátt fyrir góðan karakter í lok fyrri hálfleiks og hluta þess seinni. Vona að næsti leikur gangi vel ALLAN TÍMANN. Það er spennandi að fylgjast með þrátt fyrir mótbyr og ekkert að gera annað en krossa putta.
Áfram Ísland.
mbl.is EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði

Það er gott að Fisher fékk hinstu ósk sína uppfyllta um að vera jarðsettur í kyrrþey. Klaufalegt þó að láta sóknarprestinn ekki vita. Það bjargar miklu að klerkur gerir ekki mál úr því.
Kirkju-Garðar virðist því sleppa við eftirmála í þessu máli.
Hvíl í friði Bobby Fisher.
mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég græt ekki "Björn bónda"....

Ég græt ekki þetta stjórnarslit. Ég tel að Ólafur F. Magnússon sé ákaflega heilsteyptur í því sem hann vinnur að. Hann hvikar ekki frá stefnumálum sínum þó það sé hugsanlega auðveldast í stöðunni. Kannski Vilhjálmur ætti að íhuga að hleypa öðrum að þegar kemur að Sjálfstæðisflokki að fá borgarstjórastólinn? Það kemur í ljós.......
Í tengslum við þetta allt saman kemur svo Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins fram og segir berum orðum að þeir sem fletta ofan af spillingu í flokknum séu að skaða sjálfan sig! Þessi orð lét hann falla í garð Guðjóns sem kom upp um fatakaup Björns Inga. Hvað um alla hina frambjóðendurna? Sem fengu ekki föt frá flokknum? Common Guðni við eigum ekki að skjóta sendiboðann. Við eigum að leggja spilin á borðin þá fáum við ekkert í hnakkann.
mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huldufólk

Ég lauk lestri bókarinnar Huldufólk eftir Unni Jökulsdóttur í gærkvöldi. Ánægjuleg og fróðleg lesning. Bókin er mjög vel skrifuð og er prýdd áhrifaríkum myndum. Mannlýsingarnar svo hlýjar og sannar. Ég kannast við suma af viðmælendum hennar og get kvittað undir það hvernig hún lýsir þeim. Hún finnur orðin sem ég hefði ekki fundið en smellpassa. Bókin er skrifuð af virðingu fyrir viðmælandanum og fléttuð inn í ferðasögu fjölskyldunnar eða Unnar einnar eftir atvikum. Hún flytur ekki neinn áróðóður fyrir því að þú verðir að trúa (eða ekki) á huldufólk. Bókin lætur þér alfarið eftir að meta það og leyfir þér jafnvelað efast....á stundum.

Mér finnst svo notalegt að kúra uppí með góða bók.

Ég er því búin að "fara í rúmið" með Hrafn Jökulsson og Unni Jökulsdóttur. Ég held ég leggi ekki í Elísabetu. Ekki alveg starx í það minnsta. Svo gaf Illugi út bók líka.........


Ísland- Frakkland

Úps!!!!!
mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir okkar!

Nú getum við verið verið sátt og kallað handboltalandsliðið strákana okkar. Allt annað að horfa á þennan leik. Svíagrýlan er allt of sterk og mál til komið að hrista hana af okkur. Ég vona að þessi leikur hafi snúið blaðinu við og liðið hafi fundið taktinn. Til hamingju með þennan áfanga öll sömul!
mbl.is Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband