Snjór og ófærð

Nú eru lægðirnar á færibandi að halast yfir landið.  Því er kannski ekki besta veðrið til ferðalaga um þessar mundir.  Ég fór að rifja upp þegar ég horfði á gríðarlegt fannfergi í Súðavíkurhlíðinni í fréttunum í gær hvernig veturnir voru þegar ég bjó norður í landi.  

Á barnaskólaaldri var ég í heimavistarskóla í Fljótunum.  Þá var ég viku í skólanum og næstu viku heima. Það var vegna þess að það var ein skólastofa á Ketilásnum og einn kennari. Nemendum var skipt í eldri og yngri deild.  

Ég var held ég níu ára þegar ég byrjaði í skólanum.  Var búin að læra að lesa og skrifa heima og reikna líka. Oft var vont veður og ófærð og stundum var eina leiðin að komast ferða sinna að elta ýtuna sem ruddi veginn því hann lokaðist jafnóðum aftur.  Þá tók ferðalagið langan tíma og eins gott að hafa þolinmæðina með sér í ferðalagið.  

Stundum félkk ég far með flutningabilunum eða öðrum sem leið áttu um. Ég man m.a.s. eftir a.m.k. einu skipti sem ég fékk að sitja í vegheflinum með honum Gísla í Þúfum þarna á milli.  

Það var líka oft sem þurfti að fara í Siglufjörð og stundum var klöngrast yfir snjóflóð sem fallið höfðu á veginn.  Það var glæfralegt svona eftir á að hyggja.  Ég mað að við horfðum áhyggjufull upp í gilin hvort meira væri á leiðinni og jafn áhyggjufull fram af brúninni þar sem dekkin á annarri hlið rússajeppans stóðu hálf fram af hengifluginu.

Það var nú meira hvað rússajeppinn gat komist í snjónum.  Ég held að það sé besti jeppi sem ég hef ekið í ófærð og þá meina ég í ÓFÆRÐ. 

Eins gott að fara varlega í ófærðinni og blindunni sem er víða um þessar mundir..... 


Stundum líður manni svona...


Synir mínir létu þetta hljóma í tíma og ótíma þegar þeir voru unglingar fyrir nokkrum árum.  Mér finnst alltaf gaman að hlusta á kraftmikla músik og ef einhver reiði fær útrás er það bara fínt.  Í músik er hægt að fá útrás fyrir ýmislegt.
Góða nótt elskurnar mínar......Alien 
 

Framhjáhald á netinu

Er virkilega til framhjáhald á netinu?  Svarið er já.  Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að einstaklingar eru að draga sig saman á netinu.  Meira að segja hér á hinu blásaklausa moggabloggi.  Ég var nú svo græn að ég fattaði þetta ekki í fyrstu og tók þátt í fíflaganginum.  Daðraði m.a.s. pínulítið og dauðsé eftir því núna.  Ég sé það eftir á að framhjáhald getur gengið lengi og fyrir allra augum á netinu og margir taku þátt í því að hylma yfir.  M.a. með fjölda athugasemda sem "fela Sökudólgana".  Látum vera að einhleypt fólk sé að "markaðssetja sig" á netinu. En þegar harðgift fjölskyldufólk lætur eins og táningar þá er nú fokið í flest skjól!
Ég vona bara að ég með mínum fíflalegu athugasemdum á sumum stöðum hafi ekki sært aðra um of.  Nóg um þetta.  Lífið er miskunarlaust og sumt fólk er miskunarlausara en annað.   
Brennivínið lúrir oft að baki og Bakkus karlinn glottir framan í heiminn.  Hann er konungur auðmýkingarinnar.  

Greiningarpróf

Það er jákvætt að lesa um svona uppgörvanir og frábært til þess að vita að sífellt er verið að þróa aðferðir við að framkvæma nákvæma greiningu á annars illgreinanlegum sjúkdómum. Það kemur fram í greininni að þetta er fjórða merkilega uppgötvun vísindamanna DeCODE á 18 mánuðum. Það er ljúft til þess að hugsa að MS félagið stuðlaði beinlínis að því að Kári Stefánsson flyttist til Íslands og stofnaði þetta fyrirtæki.Það gerðum við með því að hefja erfðarannsóknir á MS í samstarfi við Kára sem þá var búsettur í Boston í Bandaríkjunum.Ég hugsa þó að ekkert okkar sem tók þátt í að byggja upp það samstarf hafi órað fyrir því hve gífurlega mikilvægt starf yrði unnið í erfðarannsóknum hér á landi í kjölfarið....nema kannsi Kári sjálfur sem dreymdi um rannsóknir af þessu tagi frá upphafi. Okkar framlag var mikilvægt og sýndi fram á að það væri mögulegt að rannsaka alla MS sjúklinga og fjölskyldur þeirra.  Þetta gaf tóninn fyrir framtíðina.
mbl.is deCODE markaðssetur nýjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leshringur Mörtu

Í dag er leshringur Mörtu Smörtu að hefja sitt sjötta bókarspjall. Ég hef af og til verið með í leshringnum eða þegar ég hef getað vegna ýmissa aðstæðna. Ég er með núna en er ekki búin með bókina sem um er rætt. Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraísku eftir Marina Lewycka.

Mér finnst ákaflega gaman að vera með í leshringnum. Það er forvitnilegt að sjá hvernig aðrir upplifa það sem ég hef verið að lesa og ég fæ nýjan skilning á efni bókanna. Stundum les ég umræðuna þó ég sé ekki með í leshringnum því þegar ég les þá bók sem um er rætt get ég nýtt mér það sem fram hefur komið til að auka skilning minn á bókinni.

En nú ætla ég að halda áfram að lesa svo ég verði umræðuhæf á næstunni í leshring Mörtu.


Hvað er Villi að pæla?

Borgarstjórinn fyrrverandi og tilvonandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætti að hafa þetta í huga.  Systir mín var að bðja mig að setja þetta inn á Ketilássíðuna og þá fékk ég hugljómun.  Mundu þetta næst Vilhjálmur.  

  


Nú er úti veður....

Fékk frábæra viðskiptahugmynd áðan.  Þegar ég var að tala í símann við Sollu systir.  Við verðum alltaf svo frjóar þegar við tölum saman systurnar.  Hugmyndin er sú að í ljósi veðurspárinnar og yfirvofandi flóða í Reykjavík og tilheyrandi vatnselgs að fjárfesta í gondól og auglýsa rómantískar gondólaferðir niður Laugaveginn!  

Kannsi yrði smá ágjöf en hvað um það?

Pantanir teknar niður hér og nú. W00t

Venice-Veneto-Italy-Photographic-Print-C13187272

 


Miss you


Gaman saman

Í hríðinni hér syðra er gaman að ylja ser við þá hugmynd að koma saman á Ketilásnum næsta sumar. 
Það er ótrúlega gefandi að vinna að framgangi málsins og komast í samband við svo marga sem áhuga hafa á þessu framtaki.
Nú þegar Ketilássíðan hefur verið opnuð formlega vona ég að áhugasamir komi þar við og tjái sig um málið.  Þegar er hafin umræða þar og greinilegt að sitt sýnist hverjum.  Alveg nákvæmlega eins og það á að vera.
Hlakka til að heyra og sjá meira.
 
slóðin er http://ketilas08.blog.is
 

Ketilássíðan opin

Búið er að opna síðuna ketilas08.blog.is og hvet ég alla sem áhuga hafa að fara þar inn og segja skoðanir sínar og óskir varðandi fyrirhugað ball 26. júlí n.k.

Ýmsar hugmyndir eru uppi um málið og því fleiri sem koma fram með sínar óskir, því betra.

Hlakka til að vinna að því verkefni en hugmyndin kom upphaflega frá Bratti bloggvini. Ég hef rætt þetta við nokkra og hafa allir sem ég hef talað við mikinn áhuga á málinu.

Endilega kíkið á ketilas08.blog.is og látum svo Fljótin óma af gleði þann 26. júlí 2008.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband