þri. 5.2.2008
Ketilássíðan opnar í dag
Hér kemur fundargerð nr tvö sem mun fara á síðuna.
Fundur í Ketilásnefnd 4.nóv 2007-
Fundur hefst kl.11.00 á heimili formanns. Hafði verið boðaður 3.nóv kl 16.00 á Bláu Könnunni. Gjaldkeri boðaði forföll. Formaður og ritari mættu en formaður frestaði fundi sökum mannmergðar á Bláu Könnunni.
Fundarefni:
1: Fá Ketilásinn kostnaður.
2: Ræða við Storma.
3: Opna síðu vegna hugmyndavinnu o.fl.
4: Önnur mál.
----
1: Ákveðið var að formaður negldi húsið helgina fyrir verslunnamannahelgi 2008 og fái tilskilin leyfi. Einnig ákveðið að ræða kostnað þegar nánar er vitað um hann.
2: Ritari ræði við Theódór Júlíusson um að fá hljómsveitina Storma til að spila á ballinu.
3: Ákveðið að opna bloggsíðu í framhaldinu undir nafninu Ketilás08.blog.is (Moggabloggið) sem vettvang umræðu fyrir come-backið.
Eftirfarandi opnunarávarp samið:
Haus á síðu Ketilás 2008
Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir come-back dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!
F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari
Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri
4: Önnur mál: Allt sem við viljum er friður á jörð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 5.2.2008
Hættulegt
![]() |
Stúlka hætt komin þegar snjóhengja féll af þaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 4.2.2008
Úr heimabyggð
![]() |
Nefhjól sprakk í lendingu á Gjögri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 3.2.2008
Amma og afi að skilja
"Amma og afi eru að skilja sagði lítil vinkona mín við mig. Afi kynntist nýjari konu á netinu og ætlar kannski að eiga heima hjá henni. Amma var sko líka á netinu og þegar hún ætlaði að hitta afa á netinu hélt hún að það væri annar kall og afi hélt það líka. Svo hittust þau á kaffihúsinu og þá voru það bara þau. Afi fór svo og hitti aðra konu með bloggvinunum sínum. Amma gat ekki verið þar. Hún var ekki bloggvinur þeirra."
Hver var að tala um gömlu góðu dagana þegar amma prjónaði og afi tók í nefið?
mið. 30.1.2008
Máttlaust MS-félag
Loksins virðist vera að koma einhver smá hreyfing á stöðu mála varðandi nýtt lyf við MS sjúkdóminum. Lyfið heitir Tysabri og ég hef fjallað aðeins um stöðu mála í þeim efnum hér á blogginu. Læknirinn minn hringdi í dag og var fyrst núna að fá í hendur gögn til að fylla út beiðni fyrir sjúklinga sína.
Eitthvað er málum blandið hvernig framkvæma á lyfjagjöfina en virðist sem einungis 50 manns eigi að fá lyfið og að það verði eingöngu gefið á dagdeild Landspítalans. Svo virðist sem allir MS sjúklingar alls staðar að af landinu þurfi að koma mánaðarlega suður til lyfjagjafar sem tekur eina til tvær klukkustundir í senn.
Ég fór að hugsa um stöðu MS sjúklinga og hve máttlaus hún er síðan núverandi stjórnendur í MS félaginu og hjá Dagvist þess ráku John Bendiktz taugalækni frá félaginu. Þetta gerðu þau án þess að blikna eða blána eftir 20 ára sjálfboðavinnu hans fyrir félagið, óþreytandi baráttu og elju fyrir tilvist þess og framúrskarandi þekkingu hans á MS ekki síst varðandi nýjungar og meðferðir við sjúkdóminum. Tvímælalaust er tekið mark á honum við að innleiða þær.
Nú hefur MS-félagið ekki þennan ötula baráttumann á sínum vegum lengur og það sem verra er að þeir læknar sem höfðu ákveðið að koma til starfa með honum hjá félaginu hættu við það þegar þeir vissu af því að hann hafði fengið uppsagnarbréf.
Spurningin sem situr eftir er þessi. Er ekki komin ástæða til að stofna nýtt MS félag sem hefur hagsmuni sjúklinganna að leiðarljósi? Félag sem með góðum lækni yrði tekið mark á í læknaheiminum og hjá heilbrigðisyfirvöldum? Félag sem hugsaði einnig um þarfir þeirra sem eru að greinast með sjúkdóminn og fylgdi eftir þeirra baráttumálum til jafns á við hina eldri?
MS-félag Íslands er ekki að gera þetta. Það hugsar eingöngu um þá sem eru langt leiddir með sjúkdóminn. Því miður hefur það staðnað þar.
Hvað segið þið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 29.1.2008
Óásættanlegt
![]() |
Slæmt ástand á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 28.1.2008
Er grasið grænna hinu megin?
Það er misjafnt hvað hjón gera mikið saman annað en að stússast í þessu venjulega heimilishaldi og uppeldisstörfum. Þegar börnin eru flutt að heiman reynir alla vega dálítið á hjónabandið. Ég og maðurinn minn horfðum hvert á annað þegar sá yngsti flutti að heiman og sögðum nánast samtímis. Nú sitjum við uppi hvert með annað. Svo skellihlógum við gegn um gleðiblandin tregann. Það er nefnilega líka svo ánægjulegt að vita að börnin manns eru á leið út í lífið á sinum eigin forsendum. Auðvitað höfum við ánægju af að styðja við þau árfam eftir aðstæðum.
Við vorum svo heppin að fá barnabörn og ég hellti mér í "ömmuhlutverkið" og er hvað stoltust af "ömmutitlinum" af þeim titlum sem ég hef borið um ævina.
Ég er mannleg og hlutirnir ganga ekki alltaf eins og ég hefði helst viljað en einhvern vegin hef ég borðið gæfu til að una glöð með minni fjölskyldu og með mínum sköllótta kalli. Gegn um súrt og sætt.
Það er kallað "grái fiðringurinn" þegar fólk á þessum aldri fer að kíkja eftir öðrum og "opna fyrir móttakarann". Grái fiðringurinn er líffræðilegur og er í raun hormónabreytingar. Hormónarnir fara að stjórna gerðum einstaklinganna umfram skynsemi eða tryggð t.d.
Einstaklingar fara að reyna að halda í æskuþróttinn,útlitið og "gamla sjarmann". Hella sér í líkamsrækt, ljós og hvað sem er. Lita á sér hárið, halda sér til með öðrum hætti en gegn um tíðina, mynda nýtt ástarsamband o.s.frv.
Oft ná þessar hormónabreytingar að gera mikinn skurk áður en einstaklingurinn áttar sig á því að grasið er kannski ekki eins grænt hinu megin og í upphafi leit út fyrir. Þá eru allar brýr að baki brotnar og fjölskyldan sem áður var þungamiðjan í lifinu er horfin annað.
Stundum er áfengi einhvers staðar orsakavaldur að álíka atburðarrás? Það hjálpar altént ekki til ef einstaklingar eru á krossgötum að hella áfengi yfir þær tilfinningar allar saman.
Góðar stundir kæru bloggvinir og aðrir sem hingað rekast inn.
Ein á "grænni grein"!!!
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=40&do=view_grein&id_grein=241
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 27.1.2008
Tysabri hvað tefur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 26.1.2008
Klárlega meirihluti
Það má velta ýmsu fyrir sér í sambandi við þessi borgarstjórnarskipti t.d. því hvort félagshyggjuöflin í borginni hafi ætlað að hafna félagslegum réttindum Ólafs F. Magnússonar til að koma til starfa á ný?
Hvort skipulögð mótmæli sem fóru úr böndunum hafi unnið með eða á móti skipuleggjendunum?
Hvort fjölmiðlar eru að sinna skyldum sínum með óhlutdrægum fréttaflutningi?
Hvort það var klókt af Dag B. Eggertssyni og Svandísi Svavarsdóttur að haga sér eins og "hljómsveitarstjórar" á fundinum í Ráðhúsinu þegar skipt var um borgarstjórn. Breyta auk þess röð frummælenda til að komast sjálf að á undan verðandi Borgarstjóra með stefnuræðu sína?
Hvor meirihlutinn er veikari sá sem hefur varamanninn (Margréti) eða aðalmanninn (Ólaf) innan sinna raða?
Þannig leita ótal spurningar á hugann sem eflaust fást ekki svör við fyrr en kannski með tíð og tíma. Ég tel þó klárlega að meirihluti sem hefur aðalmenn af listum innan sinna raða mun vænlegri kost til árangurs en hinn sem reynir að "skáka" lýðræðinu með varamenn sem hafa sest að í sæti aðalmanna og vilja ekki víkja. Telja sig allt í einu aðalmenn af því það hentar þeim svo vel.
Félagshyggjan er greinilega bara fyrir þá sem eru að vinna "fyrir fólkið" ekki fyrir fólkið sjálft. Af því að málstaðurinn er svo góður? Þá þarf ekkert lýðræði?
Tek heils hugar undir þessa ályktun.
![]() |
Sjálfstæðiskonur fagna nýjum meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 25.1.2008
Margrét Sverrisdóttir skóp nýja meirihlutann í Reykjavík
Ábyrgðin á að vera þar sem hún á heima ekki á herðum þeirra sem tóku að sér að "frelsa gíslinn" eða á "gíslinum" sjálfum.
Ég óska nýrri Borgarstjórn góðs gengis.