Greiningarpróf

Það er jákvætt að lesa um svona uppgörvanir og frábært til þess að vita að sífellt er verið að þróa aðferðir við að framkvæma nákvæma greiningu á annars illgreinanlegum sjúkdómum. Það kemur fram í greininni að þetta er fjórða merkilega uppgötvun vísindamanna DeCODE á 18 mánuðum. Það er ljúft til þess að hugsa að MS félagið stuðlaði beinlínis að því að Kári Stefánsson flyttist til Íslands og stofnaði þetta fyrirtæki.Það gerðum við með því að hefja erfðarannsóknir á MS í samstarfi við Kára sem þá var búsettur í Boston í Bandaríkjunum.Ég hugsa þó að ekkert okkar sem tók þátt í að byggja upp það samstarf hafi órað fyrir því hve gífurlega mikilvægt starf yrði unnið í erfðarannsóknum hér á landi í kjölfarið....nema kannsi Kári sjálfur sem dreymdi um rannsóknir af þessu tagi frá upphafi. Okkar framlag var mikilvægt og sýndi fram á að það væri mögulegt að rannsaka alla MS sjúklinga og fjölskyldur þeirra.  Þetta gaf tóninn fyrir framtíðina.
mbl.is deCODE markaðssetur nýjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ehemm... þetta er ekki greining á sjúkdómi, heldur dómur yfir flokki fólks sem hefur ákveðin gen.  Þeir sem hafa þessi gen hafa hærri líkur á að fá sjúkdóminn, og kanski geta þeir notið ávinnings með því að fylgjast betur með og grípa inn í ef þeir fá sjúkdóminn, en jafnvel líklegra er að eftir því sem fleiri svona vandræðagen eru greind, þá verði til "svartur listi" sem tryggingafélög, kynbótasinnar osfrv geta notað til að flokka okkur.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:18

2 identicon

ps - hefurðu kynnt þér álit Dr. Blaylocks á taugahrörnunarsjúdómum?  Kann að vera áhugavert fyrir þig, t.d. hér, en í stuttu máli, hann telur að taugahrörnunarsjúklingar eigi að sneiða algerlega fanatískt fram hjá efnum eins og msg og aspartame, sem hafa bein áhrif á taugakerfið (msg er bragðaukandi efni, það er bragðlaust, en örvar taugafrumur í tungu til að auka bragð af t.d. unnum mat).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta hjálpar til við að finna eiginleika sem leitt geta til ákveðinna sjúkdóma og því segir sig sjálft að greining getur fengist fyrr en ef þetta greiningarpróf er ekki notað. Ég blæs á þessatryggingarfélagagrýlu, tryggingarfélögin hafa aðgang að öllum sjúkraskrám og hafa börn t.d. MS sjúklinga orðið að greiða hærri iðgjöld fyfi líftryggingar en aðrir. Þó er MS ekki lífshættulegur sjúkdómur í sjálfu sér og styttir líf einstaklinga ekki til mikilla muna miðað við aðra. Já ég er löngu farin að sneiða hjá msg en þakka þér fyrir linkinn. Það er pottþétt mjög óhollt.

Vilborg Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband