fös. 22.2.2008
Nýr bloggvinur - coke
Nýr bloggvinur "coke" eða Gunnlaugur H. Halldórsson er mættur á svæðið. Hann skrifar trúarlegt blogg og miðlar þannig að reynslu sinni í þeim efnum. Trúin er máttugt afl sem getur hjálpað og hjálpar klárlega mörgum. Gunnlaugur skefur ekkert utan af því og segir að trúin hafi bjargað lífi sínu.
Það er gott að geta litið inn á síðuna hans og lesið fallega bæn eða sálm.
Velkominn í bloggvinahópinn Gunnlaugur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 21.2.2008
Djúpavík
Það er gaman að sjá hve margvíslegar uppákomur hafa verið haldnar á þessum fámenna stað á undanförnum árum. Það er rekið hótel á staðnum og það hefur auðvitað haft sitt að segja um það að ferðamenn hafa komið norður á Strandir og kynnst hinu einstaka landslagi, hinu einstaka mannlífi og hinni friðsælu náttúru.
Ég er svo heppin að hafa tekið saman sögu síldaráranna í leikrit sem ég kaus að nefna Eiðrofi eftir fossi sem fellur nánast þráðbeint ofan við hótelið á staðnum.
Leikfélag Hólmavíkur tók efni út úr þessu leikriti og sýndi vikulega eitt sumar í Riis húsi á Hólmavík. Þau fóru einnig hringferð um landið með stykkið sem þau nefndu Djúpuvíkurævintýrið. Ég fann nýlega fréttir af þessu á vefnum undir leikfélag Hólmavíkur og þar er leikþátturinn sagður eftir Sigurð Atlason en unninn upp úr leikriti mínu.
Það var ákaflega gaman að safna gögnum og ræða við fólk sem mundi þessa tíma síldarævintýrisins á Djúpuvík.
Leikritið er til hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Það var frábært að hlýða á hljómsveitina Sigurrós leika í gömlu verksmiðjunni á Djúpuvík fyrir tveimur árum. Verksmiðjan lifnaði skyndilega við og maður sá ljós út um glugga hennar og heyrði drunur. Fann líf!
Þó heldur kyrrlátara verði eflaust yfir skákmönnum er gaman að vita til þess að menn komi saman á þessum sögufræga stað til slíkst viðburðar sem skákmót er.
Umfram allt er þó gott að komast til Djúpuvíkur með fjölskyldu og vinum og njóta þess einfaldleika sem staðurinn býður upp á. Ásamt bátsferðum, sigligum og leik sem fylgir. Njóta þess að vera til!
![]() |
Alþjóðlegt skákmót í Djúpavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.2.2008
Flensan á undanhaldi
Krækti mér í þessa líka ferlegu flensu. Enda eru flensur ætíð ferlegar. Ég missti mánudaginn nánast úr nema það sem ég staulaðist um hér inni. Mikið verður maður eitthvað bjargarlaus svona veikur. Best að liggja og sofa eins og steinn allan daginn.
Það tekur tíma að ná sér upp úr svona veikindum. Kona sem ég heyrði í í morgun er búin að vera tvær vikur í þessu. fimm daga heima og hálf slöpp í vinnu síðan.
Börn og barnabörn ýmist veik eða að jafna sig.
Gott að þessi óværa er á undanhaldi (eða það vona ég a.m.k.).......
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.2.2008
Tónleikar gegn rasisma
Á vef ruv.is er að finna viðtal við Bubba Morthens vegna tónleika gegn rasisma sem hann stendur að á næstunni. ( Í kvöld)
Þetta er þarft framtak.
Þó ég voni auðvitað að rasismi sé ekki með djúpar rætur í íslensku þjóðfélgi þá veit ég að hann er fyrir hendi.
Ég á sjálf yndisleg barnabörn sem eru blönduð og guð minn góður ég gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra.
Þó um ólíka strauma og svo gerólíkan bakgrunn sé að ræða þá eru kostirnir samt svo miklu meiri en ókostirnir. Gleðin svo miklu sterkari en sorgin. Lífið svo miklu skemmtilegra með en án þeirra að það er ekki hægt að tala um neitt annað.
Við verðum að vakna íslendingar og eyða rasisma út úr okkar þjóðfélagi.
Ég segi nú bara er ekki kominn tími til að kynbæta þennan stofn okkar? Sem er orðinn nokkuð einsleitur? Bjóða fólk sem hefur bjargað heilbrigðiskerfinu okkar undanfarin ár formlega velkomið. Það væri ekki hægt að reka einn einasta spítala,elliheimili eða hjúkrunarheimili án erlends vinnuafls.
Þá er ég ekki að tala um fiskvinnsluna, virkjanaframkvæmdir, byggingarvinnu o.s.frv.o.s.frv.
Það fer um mig ónotahrollur að vita til þess að til eru samtök á Ísland sem berjast ljóst og leynt gegn lituðu fólki. Þó auðvitað séu langt í frá allir innflytjendur litaðir þá held ég að þeir séu nokkuð margir og skera sig augljóslega meira úr en aðrir innflytjendur.
Svo er annað mál allir sem fá íslenskan ríkisborgararétt eru orðnir íslendingar takk fyrir! Við eigum ekkert með að ráðast að samborgurum okkar með einhverja sleggjudóma. Ekki heldur að þeim sem hér starfa tímabundið. Við værum skrambi illa sett íslendingar ef við hefðum ekki fengið aðstoð frá öðrum löndum við uppbyggingu og umönnun meðal okkar hér á okkar ástkæra eyðiskeri!
Hvet alla til að mæta á tónleikana hans Bubba!!!
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365616/3
(Katljósið, gerið bara copy og paste svo í gluggann uppi)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 19.2.2008
Hverjir lesa bloggið?
Ég rak mig á það áðan þegar ég ætlaði að fara auðveldu leiðina inn á bloggið mitt að það var engin auðveld leið. Það var svo langt síðan ég fór inn á það sjálf að það var dottið út úr felliglugganum.
Svo ég fór auðvitað aðra leið og fattaði um leið að ÞAÐ var auðveldasta leiðin. Slá inn fyrsta stafinn sem er i í mínu tilfelli og þá kemur bloggið upp og ég ýti bara á enter. Komið. Bang.
Þá fór ég að hugsa hver les þetta blogg fyrst m.a.s. ég fer svona sjaldan inn á það? Sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ÉG veit hvað ég skrifa og þarf því ekki sífellt að vera að lesa ÞAÐ.
Hvers vegna blogga ég? Ég á ekkert svar við því.
Kannski fer ég bráðum í bloggverkfall eins og bloggvinur minn Jens sem kemur í Kastljósinu annað kvöld vegna þess?
Nei varla........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 19.2.2008
Bloggvinir með vörtu.....
Bloggvinir með vörtu eru alvarlega að íhuga að hittast. Það að hafa vörtu gerir fólk afar sérstakt. Ekki síst á tímum lýtalækninga og fegrunaraðgerða.
Bloggvinir með vörtu eru að hugsa um að taka sumarbústað á leigu yfir eina helgi til að "hrista" hópinn saman. Þá eru þeir aðallega að hugsa um andlegt pepp til að láta ekki tilleiðst og láta fjarlægja vörtuna.
Einnig að hafa það huggulegt saman og finna hve það að hafa vörtu getur sameinað aðila.
Áhugasamir látið vita.....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
lau. 16.2.2008
Tiltekt í gestaherberginu
Gestaherbergið er fullt af drasli!
Jólaskrauti, bókum, föndurdóti, dóti sem yngri synir mínir skildi eftir þegar þeir fóru sjálfir að búa. Þarna er líka barnadót sem ég hef viðað að mér fyrir barnabörnin eins og Hókus Pókus stólar, kerra, rugguhestar o.fl. o.fl.
Allt þarf þetta að fá sinn stað og það helst í gær.Nú erum við að "gíra okkur upp" í verkið. Við erum með ágæta geymslu niðri sem við getum sett hluta af þessu í. Öðru verður raðað upp inni í herberginu. Síðan ætlum við að fjárfesta í svefnsófa þar sem næturgestir geta látið fara vel um sig.
Sonur minn sjóarinn er væntanlegur í verkið ásamt okkur "gömlu".Ég hlakka bara til og er í þessum töluðu orðum að fara að vinda mér í undirbúninginn. Þ.e. að gera pláss fyrir framan herbergið til að flokka og sotrera herlegheitin.
Ef þið heyrið ekkert frá mér á næstu dögum er alveg hugsanegt að ÉG hafi verið sett "í geymslu", annað eins hefur nú gerst!!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 14.2.2008
Minningar í músik

Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 13.2.2008
Látum vera
Látum vera
þó einhver
gráti
Látum vera
þó einhver
standi kyrr
Höldum áfram
ótrauð
Því lífið
heldur áfram
Þó hann
kólni
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 13.2.2008
Tilfinningar
Tilfinningar eru jafnan feimnismál meðal manna. Það þykir ekki sæmandi að sýna viðbrögð við einu eða neinu opinberlega. Þ.e.a.s. ef það tengist tilfinningum manns. Það getur í sjálfu sér verið rétt að hafa varann á og láta ekki gamminn geysa í tíma og ótíma. Ég hugsa að flestir vandi sig í því að koma tilfinningum sínum í þann búning sem þeir vilja að aðrir sjái þær í.
Það tekst misjafnlega vel hjá bloggurum.
Mér finnst t.d. ekki gaman að lesa einhvern einkahúmor milli tveggja eða fleiri einstaklinga á blogginu. Jafnvel ekki þó það séu miklar tilfinningar að baki honum. Kommon siminn er til þess að tjá sig um sínar helgustu tilfinningar eða þá msn eða skype. Hlífið mér við ástsjúkum tilfinningavellum og því að reyna að ganga í augum á hinum aðilanum "online".
Sem betur fer er ekki mikið um þetta en ég hef þó af og til dottið inn á síður hjá einstaklingum í mökunarhugleiðingum sín á milli
Það er í hæsta máta óþægilegt.
Það er afar vandmeðfarið að "skrifa með hjartanu" en það eru nú samt þannig blogg sem mér finnst skemmtilegast að lesa. Vel fram sett tilfinning t.d. í ljóði eða hnitmiðuðu bloggi er gulls ígildi.
Línan er hárfín og listin að skrifa með hjartanu er ekki öllum gefin. Því skemmtilegra er að lesa það sem vel tekst til hjá góðum bloggurum.
Bara svona að pæla........
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)