mið. 21.5.2008
Póllandsljóð
Fólkið gott
svefninn sætur
Sit hér
og hugsa
til þín
Á pólsku
Skógurinn hlær
við golunni
sem hlær
á móti
Og hvíslar
á fuglamáli
milli trjáa
Ég bara sit
og elska
að sitja
Í sólinni
hlustandi
á trén
Trén
talandi
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 19.5.2008
UZboja
Við hin heilaga þrenning sem dvelur hér á UZboja látum vel af okkur. Ég varð auðvitað að kanna pólska heilbrigðiskerfið en Borys læknir sendi mig á bráðamóttöku til að láta fjarlægja mergtappa sem kom skyndilega eftir eina sundferðina. Það var upplifun og ég gef pólska heilbrigðiskerfinu góða einkun. Við erum afar þakklátar fyrir hið góða atlæti sem við þrjár frá Íslandi njótum hér. Setjum hér myndir af okkur í okkar yndislegu "Gullnu svítu" o.fl. m.a. af "slysó" í dag.
Ferðalög | Breytt 3.6.2008 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sun. 18.5.2008
Gengum til skrifta
Viðburðarík vika er nú að baki hér í Póllandi. "Litla systir" okkar heldur okkur við efnið og dreif gömlu sukkdrottningarnar í kaþólska messu. Þar gengum við hnarreistar til "skrifta", enda ekkert að fela aldrei slíku vant m.v forna frægð. Paparazzi ljósmyndari náði þessari mynd þegar við snöruðumst út með geislabaugana. Hann er eitthvað að reyna að kúga út úr okkur fé en við borgum bara í kílóum og látum myndina fylgja hér með. Ástarkveðjur frá "klaustursystrum".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 13.5.2008
Í sturtu með viðhaldinu í Póllandi
Ég skellti mér í sturtu áðan. Var þreytt eftir að dansa við viðhaldið allt kvöldið.
Viðhaldið var líka dálítið tætt svo ég tók hann auðvitað með mér í sturtuna.
Enda alveg pláss fyrir hann, hann er svo mjór.
------
Hann er svartur og segir fátt
sefur hvorki né hrýtur
Styður við mig í stórum drátt
stendur sig eins og hvítur.
---
Hver er hann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 9.5.2008
Pólland
Fer í fyrramálið til Póllands og verð þar næst tvær vikurnar.
Hlakka til verð ævinlega þakklát Jónínu Ben fyrir að koma þessum ferðum á kortið hér á landi.
Ég er þó ekki að fara á hennar vegum að þessu sinni.
Við förum þrjár saman. Ég og Kristín vinkona mín sem hefur farið með mér áður og ein enn sem er að fara í fyrsta skipti í svona heilsudvöl í Póllandi.
Það er allt klappað og klárt og við spenntar að heilsa vorinu í Póllandi.
Okkur finnst bara spennandi að spreyta okkur á þessu sjálfar núna.
Stórt og hlýtt knús til þín ef þú lest þetta Jónína.
Ennfermur knús í allar áttir.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fim. 8.5.2008
Að nenna eða nenna ekki?
Á ég að nenna að blogga? Um hvað ætti ég þá að blogga ef ég nenni? Hver hefur áhuga á einu bloggi í öllum þessum aragrúa blogga?
Ég blogga!
Bækur? Nei, nenni ekki að lesa í dag en er mað Skinny Bitch á náttborðinu..
Dægurmál? Æi.
Enski boltinn? Búin að´í.
Ferðalög? Fer á laugardaginn til útlanda.
Kvikmyndir? Fór í bíó um daginn á barnamynd í Laugarásbíó. (Fíllinn Hupert).
Lífsstíll? Er með Skinny Bitch á náttborðinu!
Matur og drykkur? Er byrjuð að lesa Skinny Bitch!
Menning og listir? Verð með málverkasýningu á Hótel Djúpavík frá 1. júní til 15. júlí.
Menntun og skóli? Sonur minn er í prófum hjá í Flugálastjórn.
Sjónvarp? Nýtt hljóðkerfi (heimabíó) við sjónvarpið okkar, frábært.
Spaugilegt? Ha ha ha
Spil og leikir? HA?
Stjórnmál og samfélag? Jakob Frímann Magnússon.
Tónlist? Jakob Frímann Magnússon.
Trúarbrögð? Segi ekki meir.
Tölvur og tæki? Kann vel við Mac-ann.
Vefurinn? Vefur upp á sig.
Viðskipti og fjármál? Seðlabankinn stýrir vöxtunum með stýrivöxtum.
Vinir og fjölskylda? Sjá seljanesaett.blog.is
Vísindi og fræði? Sömuleiðis.
Búa til nýjan flokk? Nenni því ekki.
---
Eigið góðan dag!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 6.5.2008
When I Think Of Angels
Yndislegt......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 5.5.2008
Í minningu
Þeir hverfa
vinirnir.
Hverfa inn í
móðuna miklu.
Himnafaldinn
óskiljanlega.
Mikið vildi ég
vera ský
á vegi þínum
núna.
Vefja þig og vefja
mjúkum örmum.
Bera þig heim.
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 4.5.2008
Sunnudagur
Sunnudagurinn hófst með sameiginlegum morgunverði okkar hjónakornanna. Ég með AB mjólk með speltflögum og lífrænum rúsínum út í hann með eitthvað óhollara.
Ég veit þó ekki fyrir víst hvort AB mjólkin er eitthvað sérstaklega holl. Mjólk er fyrir kálfa.
Svo fengum við okkur kaffi.
Klukkan tvö var "hittingur" hjá mömmu og pabba. Frænka mín sem býr í Danmörku var stödd þar og langaði að hitta sem flesta úr fjölskyldunni. Ég mætti með tvo ömmustráka. Saknaði hinna tveggja sem voru í pössun hjá hinni ömmu og afa vegna próflesturs foreldranna.
Gaman að hitta alla.
Klukkan fimm að sækja myndirnar sem voru til sýnis hjá Kvöldskóla Kópavogs sem afrakstur vetrarins.
Klukkan sex að grilla lamba file úti á svölum. Snæða það síðan í góðum félagssakp eiginmanns, tveggja ömmu og afastráka og eins sonar.
Klukkan sjö að fara á fund sem ég var beðin um í dag, fund sem var svo ekki haldinn eftir allt saman.
Heim, glápa á Evu Maríu, svissa yfir á Jón Ársæl (og Sturlu) og síðan á sænska trillerinn um konuna sem hvarf. Trillerinn sem verður óskiljanlegri með hverjum þætti sem líður.
Enda sænskur...
sun. 4.5.2008
Flugvöllinn kjurran
Hvað er í gangi?
Var ekki þessi borgarstjórn búin að ýta öllum áformum um frekari uppbyggingu í Vatnsmýrinni út af borðinu?
Á að valta yfir Ólaf F. Magnússon í þessu máli?
Ég verð að segja það (svona í "forbyfarten") eins og það er að ég skil ekki alveg "mína menn" í borginni stundum.
Gísli Marteinn og Hanna Birna tjá sig til skiptis og greinilegt að Gisli Marteinn vill gjarnan vera oddviti flokksins í borginni meðan oddvitinn þegir þunnu hljóði.
Ef Vilhjálmur dregur sig í hlé þá á auðvitað annar maður af listanum að taka við.
Jafnvel þó hann sé kona kæru sjálfstæðismenn!!
![]() |
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)