lau. 7.6.2008
Hamingjan er "stæling "
Hvað er hamingja? Ég hef stundum velt þessu fyrirbæri hamingja fyrir mér og niðurstöður mínar eru einatt á ýmsa vegu.
Ef óhamingjan er "pæling" er þá ekki hamingjan "stæling"?
Ef hamingjan er fylgifiskur ástarinnar þá er nú stutt í hyldýpi óhamingjunnar.
Ástin er oft eigingjörn. Þá er hamingjan fljót að láta sig hverfa.
Tilfinningin hamingja getur verið fljót að skipta um ham og sveiflast um tilfinningaskalann eins og jó jó.
Eitt hef ég fyrir satt að það verður enginn hamingjusamur á óhamingju annarra. Því er betra að vanda sig i samskiptum við aðra og láta ekki meinta "hamingju" sína valta yfir þá sem manni þykir/þótti vænst um.
Ég reyni í dag að fara vel með þá hamingju sem mér hefur hlotnast í lífinu. Rækta hana og hlúa að henni eftir bestu getu. Það er ekkert grænna grasið hinum megin. Ef ég rækta minn reit og mína hamingju þá er garðurinn minn auðvitað fagurgrænn.
Einhver sagði "ástin flýr út um gluggann þegar fátæktin birtist í dyrunum". Vafalaust er margt til í því.
Ég ætla þó að ljúka þessum pælingum mínum um hamingjuna með orðunum "Fake it untill you make it", sem sagt hamingjan er stæling og það er í góðu lagi.

I sometimes wonder what happiness is? If happines and love holds hands it can be difficult to handle an keep it under control.
I say to people that think they will never get some happy in life. "Fake it untill you make it".
I think it allways works out fine.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 6.6.2008
Það má kallast þjóðlegasti siður....

....þetta að pota útsæðinu niður. Úti í garði, undir morgunsól. Settum niður haug af kartöflum í morgun. Rófur og hvítkál, í gær. Einnig settum við rauðrófur, spergilkál og blómkál niður í morgun.
Það er dásamlegt að vera undir berum himni að göslast í moldinni. Ekki skemmir fyrir að vera í skemmtilegum félagsskap barna og barnabarna.
Gömlu brýnin þau mamma og pabbi láta sig heldur ekki vanta í geimið og er virkilega gaman að eiga sameiginlegar stundir í garðræktinni.
Pabbi fór í landnám og lagði undir sig kartöflugarð í "einskis manns landi". Allt í sátt og samlyndi og með fullu leyfi "valdhafa".
Svo verður auðvitað uppskeruhátíð í haust þegar afrakstur sumarsins verður tekinn upp.
Það er allt vænt sem vel er grænt m.a.s. kötturinn okkar hún Mímí étur grænmeti!
---
We went to plant some greens today and yesterday. The family is gathering in the garden and we are wery happy to spend this extra time together.
Even our cat Mímí eat´s the greens.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 4.6.2008
STJÖRNUSPÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 2.6.2008
Viggo Mortensen á Djúpuvík
Viggó Mortensen brá sér á myndlistarsýningu mína á Hótel Djúpavík í gær. Það er alltaf lyftistöng fyrir lítil samfélög þegar heimsþekktir menn heimsækja þau.
Það sem er dálítið fyndið er að ein myndin mín bar vinnuheitið "Lord of the rings" en ég nefni hana "Ævintýri" á sýningunni. Ég vona að Viggo Mortensen og hans fylgdarlið njóti dvalarinnar á Ströndum. Hér er myndin "Lord of the rings" en hún hafnaði á gólfinu fyrir framan gamalt felliborð í matsalnum þar sem sýningin stendur yfir til 15 júlí.



Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
þri. 27.5.2008
Myndlistarsýning á Djúpuvík
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 27.5.2008
Poem to Pólland
The people are kind
sweet dreams
I sit here
thinking
of you
In polish
The wood is laughing
to the wind
that laughs
back
And whispers
on a bird language
from tree
to tree
I just sit
and love
to sit
In the sun
listening
to the trees
To the talking
trees!!
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Breytt 2.6.2008 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 26.5.2008
Rokkkóngurinn Bob Dylan!
Var á þessum líka dúndrandi rokktónleikum hjá Bob Dylan. Mikið stuð og hann kemur sífellt á óvart kallinn. Gamalt, kraftmikið og á stundum kántrýskotið rokk.
Hann rokkaði feitt.
Bob Dylan king of the rock musik!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 26.5.2008
Bob Dylan
Hlakka til að mæta á tónleikana í kvöld!
I am looking foreward to the consert tonight!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 25.5.2008
Er þetta Brad Pitt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 23.5.2008
Á heimleið af hælinu
Tveggja vikna dvöl á UZboja að ljúka og við vinkonurnar höfum haft erindi sem erfiði. Við erum samtals 21 kg léttari. Þetta hefur annars runnið létt af okkur og við ánægðar með árangurinn. Hér er mynd af okkur þar sem við mættum glaðbeittar í "síðustu kvöldmáltíðina" með blóm handa Boryz í farteskinu,
Hér eru fleiri myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)