Póllandsljóð

Fólkið gott

svefninn sætur

 

Sit hér

og hugsa

til þín

 

Á pólsku

 

Skógurinn hlær

við golunni

sem hlær

á móti

 

Og hvíslar

á fuglamáli

milli trjáa

 

Ég bara sit

og elska

að sitja

 

Í sólinni

hlustandi

á trén

 

Trén

talandi

 

 

                     Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Flott hjá þér, eins og alltaf.!
Ekkert smá flott svíta  váá.!!! Og þið flottar .
Haldið áfram að láta ykkur líða vel. Kær kv

G Antonia, 21.5.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skemmtileg stemming þetta ! Knús til ykkar

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.5.2008 kl. 08:14

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er æðislegt!  Þvílík uppbygging og nýi hlutinn er glæsilegur og allt svo snyrtilegt hér alls staðar.  Alltaf,einhver af starfsfólkinu að snyrta í kring og bara fegurð og notalegheit.  Er búin að panta svítu næsta vor aftur. Kristín líka en þær í móttökunni trúðu varla að við hefðum skráð okkur úr sambúð og . vildum tvær svítur.  Nú koma fleiri með næst en allt að fimm geta verið í hverri íbúð.  Hér er þráðlaust net og því ekki neitt vandamál að vera í lengri eða skemmri tíma.  Vil helst vera lengur næst en sé til, tvær vikur eru svo fljótar að líða.

Hlýjar kveðjur úr pólski sólinni.  Komum heim á laugardaginn.

Vilborg Traustadóttir, 22.5.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband