STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú hefur mikinn tilfinninganlegan aga og getur stjórnað skapinu. Þú uppgötvar eitthvað sem kætir þig, og svo eitthvað áhugavert. Það er svo gaman hjá þér!
 
__
Það er mikið til í þessu.  Ég var að kveðja Sollu systir sem er að flytja aftur til Portúgal eftir tveggja ára veru hér á landi.  
Heimurinn er orðinn svo lítill að það tekur því ekki að fella tár þó manns nánustu séu að flytja milli landa finnst mér.  Auk þess er þetta það sem hún vill og því þá að gráta það?
Það verður bara gaman að heimsækja þær mæðgur einhvern tíma á næstu mánuðum eða árum.
Þær ætla að koma aftur í september og vera í tvær vikur þannig að við sjáumst alla vegana aftur þá.
Mun nú samt auðvitað sakna þeirra. 
 

Það er ekki eins og það sé verið að fara milli hnatta þó við mjökum okkur milli landa á þessari jarðkringlu!Cool 

--

My sister Sólveig and her daughter Lucy  are moving back to Portugal today.  I hope for the best for them but they have lived here in Iceland last two years.

The world is not so big these days so it is not like they are moving to another planet.

I will sure miss them but I´m looking foreward to seeing them in September when they come for a visit.

I hope I can visit them too in the next months or years.


Einn eftir

Samkvæmt draumi bóndans á Hamri á enn einn ísbjörn eftir að ná landi hér á næstunni.  Þá líklega í Skagafirði.

Ég mæli með að búrið verði geymt hér enn um sinn og danski dýralæknirinn Carsten Grøndahl verði kyrrsettur þar til það gerist.  Alla vega skilji hann þekkingu sína eftir hérlendis svo fyrr megi bregðast við þegar næsti ísbjörn stígur á land.

Annars eru þetta mjög athyglisverðar tilraunir.   Björnunum sem koma hingað dauðuppgefnir og særðir er umsvifalaust vísað úr landi eða þeir drepnir.

Umhverfisverndarsinnar ættu að berjast fyrir því að birnirnir hreinlega fái landvistarleyfi hér þar sem það er greinilegt að þeim er illa vært á sínum eigin heimaslóðum.  

Væri það ekki að vernda framgang náttúrunnar?  

Birnir eru friðaðir en fólk ekki. 

--

An old farmer dreamed that three polar-bears was walking in his land in Skagafjörður.  We already have had two in Skagafjörður in Iceland this summer.  That leaves one behind.  When will that animal come?

I hope the equippment to move next bear to his homeland will be left in Iceland along with dr "doolittle"  Carsten Grøndahl from Danmark, to make it easier to save the next "guest" and move it to its home. 

I think  people trying to save the bears should ask for premission for them to live in Iceland. Since they have choosen to swim all the way to us it is obviously nothing for them in their homeland.  

After all it is not allowed to kill the bears but the bears can kill people!

Wouldn´t that be nice?

 

 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning frá félagi Árneshreppsbúa


Vegna stórbrunans á Finnbogastöðum.
Þar sem ljóst er að Guðmundur Þorsteinsson hefur misst hús sitt og innbú í brunananum hefur félagið opnað styrktarreikning til handa Guðmundi.
Reikningsnúmerið er: 1161-26-001050 ke:451089-2509,við Sparisjóð Strandamanna.
Er það bón mín og beiðni að allir,sem aflögu eru færir um stórt eða smátt leggi þessu lið og  bregðist við hið fyrsta.
Með fyrirfram þakklæti.

Kristmundur Kristmundsson formaður félags Árneshreppsbúa.

 http://www.litlihjalli.it.is/frettir/Missti_allt_sitt_i_brunanum 

17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ísbjörninn á Skaga

Hæ hó jibbý jei og jibbí ja... Þjóðhátíðardagurinn rennur upp bjartur og fagur hér í Reykjavík.

Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera í dag.Það er gott að slaka á og sitja við tölvuna meðan maður er að skipuleggja daginn.

Ég veit þó eitt fyrir víst að ég mun horfa á EM í kvöld. Það er nú allur þjóðrembingurinn!  Sitja og horfa á flotta karlmenn elta einn bolta.

Sennilega kíki ég i kaffi til mömmu og pabba en þar kemur fólk gjarnan saman þegar færi gefst.

Börnin og Barnabörnin láta kannski eitthvað sjá sig, kannski ekki, það kemur í ljós.

Ég hef bara áhyggjur af bangsa norður á Skaga. Dýraverndunarsinnar eru á hraðri leið með hann í danskan dýragarð. Það finnst mér ekki góð niðurstaða á Þjóðhátíðardegi okkar íslendinga að hneppa greyið í slíka þrælavist.  Þá væri betra að farga honum.

Polar-Bear-Wager-Bay-Northwest-Territories-Canada-Photographic-Print-C10247328

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafið það reglulega gott í dag . Nær og fjær.

---

Happy national day today , everybody.


Hvað svo?

Það verður verulega spennandi að fylgjast með þessu máli og sjá hvaða stefnu það tekur.  

Mun bangsi bíða stilltur eftir dönunum sem eru á leiðinni til að aðstoða við að koma honum til síns heima?

Sem er hvar? 

Mun hann kannski láta sig hverfa með dularfullum hætti í nótt?

Hvar mun hann þá skjóta upp kollinum næst?

Eitt er víst að ég mun hafa augun hjá mér á Ströndunum í sumar.   Frændur hans og vinir eru vísir með að ganga á land þar.  

---

This will be very exciting to watch.  

The second Polar-bear has come to Iceland this summer.  The first one was killed.  

Now we are waiting for  a danish people to help us to catch this one and bring him back to his home safe and sound.

I will keep my eyes open when I go to Djúpuvík this summer.  

It sure can be Polar-bears running around there!

 

 


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugferð með Krissa

Yngsti sonur minn er kominn með einkaflugmannsréttindi. Ég skellti mér upp í "relluna" með honum í morgun. Tveggja sæta, eins hreyfils chessna.

Sumir undrast það að ég skuli þora þessu.  Ég reyndar líka.

Þetta er eitt af því sem ég varð að gera upp við mig.  

Ég hugsaði sem svo" af hverju ætti ég ekki að þora með honum þegar hann þorir með sjálfum sér?"

Flugferðin var mjög skemmtileg.  Við fórum stuttan hring hér yfir höfuðborgarsvæðið, upp á Sandskeið, flugum yfir flugvöllinn þar án þess að lenda.

Krissi tók smá æfingar fyrir ofan Sandskeið, EFTIR AÐ ÉG HAFÐI SAMÞYKKT ÞAÐ.  

Ég fékk að finna hvernig það er að vera 0 kg!  Það var einmitt það sem ég hafði áhuga á að vita. Mjög athyglisvert.Cool

Einu flaskaði ég þó á.  Að taka með mér myndavélina.  

Ég geri það pottþétt næst.

--

My youngest son has newly become a pilot.  I went with him in a short flight this morning.  

I was wondering if I should dare to go with him. Then I figured "why should I not dare to go with him while he dares to go by himself?"

We were in a little chessna (with seats for two) and he did some exercises that made me feel how it is to be 0 kg !  Very interessant.Cool  

The trip was very fine but I forgot my camera.  

I will sure take it with me next time. 


Evrópumótið í fótbolta

Ég er alveg gersamlega forfallin í að fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta.  Það er svo gaman að þessu að ég er alveg undrandi á sjálfri mér.  Ég hef smám saman og með árunum verið að gerast æ meiri "fótboltabulla" fyrir framan sjónvarpið.  Þetta gekk svo langt að ég fór á HM í Bandaríkjunum árið 1994 með fríðu föruneyti.

Nú finnst mér bara gaman að flatmaga í sófanum og njóta þess að fylgjast með.

Mér finnst dálítið merkilegt að hlusta á þá sem lýsa leikjunum og það er stundum hægt að heyra í gegn hverjum þeir virðast halda með. 

Aðalatriðið er þó að horfa á góðan fótbolta og það verður spennandi  að sjá hverjir verða Evrópumeistarar að þessu sinni.

Hollendingar eru ansi sprækir núna!   

---

I just love to watch the Euro-football now.  It will be exciting to see who wins this time.

Maybe Holland? 


Augnablik.....

STJÖRNUSPÁ

SteingeitSteingeit: Þú slærð til þegar þú finnur að þetta er þitt augnablik. Svo kemur annað augnablik og þú átt það líka! Þú skilur að á hverju augnabliki geturðu látið ljós þitt skína.

Nýr bíll

Ég fór til Póllands nýverið.  Áður en ég fór hafði ég á orði við manninn minn að bíllinn minn væri orðinn skítugur.  Hann tók að sér að "græja" málið. 

DSC02744

Meðan ég var úti tóku við einkennilegar viðræður okkar á milli. Símleiðis.

Hvort það væri algert skilyrði að bíllinn væri með Kylesko?

"Já" sagði ég "og leðursæti".  Auk hraðastillis og sjálfskiptingar.

 Þegar ég svo kom heim beið mín glænýr bíll.  Nissan Quasqai.  Með þeim búnaði sem ég vil hafa í bílnum.

Kylesko er svo þægilegt.  Þá opnast bíllin sjálfkrafa þegar þú kemur að honum (að því tilskyldu að þú sért með skynjarann á þér) og þú ýrir bara á takka eða snýrð takka og hann fer í gang.  Ekkert lyklavesen.

Leðursætin gera það að verkum að auðvelt er að ýta sér til í bílnum án mótstöðu.  Maðurinn minn talaði eitthvað um leðurbuxur í stað leðursæta.  Ég var ekki á því.  Alla vega ekki svona fyrir sumarið. 

Hér fygir með mynd af bílnum sem er sparneytinn og mjög lipur í akstri.  

En þetta er í ættinni mannsins míns.  Þ.e. að skipta bara um bíl ef einhver hefur orð á að það þurfi að þvo bílinn. Wink   

 ---

 I went to Pólland few weeks ago.  Before I went there, I asked my husband to clean my car while I was away.

When I came hom he was waiting at the airport on a brand new car!

Bottom line.  If I want a new car.  Just ask my husband to wash the old one! Wink  

 

 


Loksins, loksins

Loksins hefur Vilhjálmur tekið þessa ákvörðun og það er vel.  Hann hefur ígrundað stöðuna og tekið sér, að sumra mati, allt of langan tíma í þetta.

Mín skoðun er sú að hann hefði átt að hætta strax þegar Björn Ingi hljóp í fangið á minnihlutanum.

Það var trúnaðarbrestur sem hann átti að varpa af fullum þunga yfir á Björn Inga. 

Það er líka umhugsunarefni að "Tjarnarkvartettinn" svokallaði, hafi ekki gert sér grein fyrir veikleika þess samstarfs og lagt það á borgarbúa að umbylta öllu fyrir 100 daga.

Hvað um það Hanna Birna er skelegg kona og vel að þessu komin.  

Hún mun standa sig í stykkinu!


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband