Einn eftir

Samkvæmt draumi bóndans á Hamri á enn einn ísbjörn eftir að ná landi hér á næstunni.  Þá líklega í Skagafirði.

Ég mæli með að búrið verði geymt hér enn um sinn og danski dýralæknirinn Carsten Grøndahl verði kyrrsettur þar til það gerist.  Alla vega skilji hann þekkingu sína eftir hérlendis svo fyrr megi bregðast við þegar næsti ísbjörn stígur á land.

Annars eru þetta mjög athyglisverðar tilraunir.   Björnunum sem koma hingað dauðuppgefnir og særðir er umsvifalaust vísað úr landi eða þeir drepnir.

Umhverfisverndarsinnar ættu að berjast fyrir því að birnirnir hreinlega fái landvistarleyfi hér þar sem það er greinilegt að þeim er illa vært á sínum eigin heimaslóðum.  

Væri það ekki að vernda framgang náttúrunnar?  

Birnir eru friðaðir en fólk ekki. 

--

An old farmer dreamed that three polar-bears was walking in his land in Skagafjörður.  We already have had two in Skagafjörður in Iceland this summer.  That leaves one behind.  When will that animal come?

I hope the equippment to move next bear to his homeland will be left in Iceland along with dr "doolittle"  Carsten Grøndahl from Danmark, to make it easier to save the next "guest" and move it to its home. 

I think  people trying to save the bears should ask for premission for them to live in Iceland. Since they have choosen to swim all the way to us it is obviously nothing for them in their homeland.  

After all it is not allowed to kill the bears but the bears can kill people!

Wouldn´t that be nice?

 

 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að við ættum að líta eftir litlum nýfæddum hún...  Kannski er þriðji björninn lítill húnn. Ég er ekki að grínast. Merkilegur draumur um þrjá byrni, tvisvar eru það Karen-stúlkubörn sem finna þá, og allt í Húnavatnssýslu. Það kemur sjálfsagt í ljós við krufningu hvort hún var nýbúin að fæða. MIG dreymdi lítinn hún....

anna (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Sigurjón

Jú, það væri auðvitað ekkert ábyrgðarlaust að leyfa þeim bara að valsa um eins og þeir séu ekki hættulegir mönnum og húsdýrum... Þvílík vitleysa.

Sigurjón, 18.6.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já vinkona ég hef sagt mína skoðun á þessu máli . Hvernig er það ætluðum við ekki að fara að hittast .... ég þarf trúlega aðeins meira aðhald við þennan nýja lífsstíl .

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.6.2008 kl. 06:05

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Jú förum að hittast. Við ættum kannski að hittast í hádeginu einhvern daginn? Og borða hollt og gott?

Vilborg Traustadóttir, 19.6.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já gerum það skvís og við verðum nú að ná því áður en við förum á Ketilásballið

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband