mið. 25.6.2008
Hlutdrægni íþróttaþula
Það fer óneitanlega dálítið í mig þegar þular eins og Alolf Ingi og Guðmundur Torfason eru hlutdrægir eins og þeir voru í leik Þjóðverja og Tyrkja.
Þegar nánast sams konar brot var í eða við teiginn þá var það vítaspyrna á Tyrki að þeirra mati en leikaraskapur í Tyrkjum þegar maðurinn var rifinn niður inni í teig af Þjóðverja.
Dómarinn lét leikinn vera í nokkru jafnvægi með því að dæma ekki í hvorugt þetta skipti.
Þjóðverjar voru heppnir að vinna, hefðu auðveldlega getað verið 3-1 undir í hálfleik.
Hvað um það, spennandi leikur!
![]() |
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 24.6.2008
MS sjúklingar bíða, lyfið er komið
Vafist hefur fyrir heilbrigðiskerfinu að taka nýtt og áhrifaríkt lyf gegn MS sjúkdóminum í notkun. Lyf þetta Tysabri hefur verið í notkun í nágrannalöndunum undanfarin sennilega tvö ár.
Grænt ljós kom á lyfið hér á landi á þessu ári.
Lyfið er gefið á dagdeild Landspítalans og annar sá tími sem ætlaður er til að gefa lyfið ekki eftirspurn.
Ég er búin að fá úrskurð um það frá sérstakri nefnd sem metur hverja umsókn og hvern einstakling að ég eigi að fá lyfið. Það er þó ekki hægt fyrr en í haust. Ástæðan er sú að dagdeildin er þegar komin með alla þá MS sjúklinga sem hún getur sinnt.
Það eru auk þess að koma sumarfrí svo ekki flýtir það fyrir því að við sem bíðum fáum lyfið.
Ég spyr hvað er til ráða?
Það er komið lyf sem klárlega gagnast mörgum mjög vel en við fáum ekki lyfið?
Ég finn fyrir auknum einkennum MS, einkennum sem ganga ekki til baka eins og oft áður.
MS félagið hefur sjúkradagvist á sínum snærum þar sem var yfirlæknir. Til að styrkja þá dagvist sem sjúkrastofnun var ráðin hjúkrunarfræðingur til starfa sem forstöðukona. Sá hjúkrunarfræðingur rak svo lækninn frá störfum, svo nú stendur félagið eftir steingelt og getur ekki tekið að sér það veigamikla hlutverk sem er að þjónusta alla MS sjúklinga.
Tilvalið hefði verið að koma til móts við spítalann og gefa sjúklingum skammtinn á sjúkradagvistinni t.d. eftir að spítalinn hefði gefið fyrstu skammtana og fylgst með hugsanlegum aukaverkunum sem koma einkum fram við fyrstu tvö til þrjú skiptin ef þær eru einhverjar.
Heilbrigðisyfirvöld geta ekki skákað lengur í skjóli peningaleysis. Það er lögboðinn réttur þegnanna að fá bestu og áhrifaríkustu lækningarmeðul sem til eru hverju sinni.
Lyfið er komið og við eigum að fá það.
Strax!
--
MS patients in Iceland are still waiting for tha new medichine Tysabri. It has been given to MS patients in other countries for about teo years and has shown very good results.
It was allowed in Iceland this year but we need more people at the hospital to give it to us. (Money)
It is a shame that patients have to wait for solution that exists!
Where is the health care system going?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.6.2008 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 24.6.2008
Trúir þú á álfasögur?
Lögreglustjórinn á Sauðárkróki vill að vegfarendur láti lögregluna vita af öllu óvenjulegu sem það sér á leið sinni um landið.
Því datt mér eftirfarandi í hug.
Vitir þú af válegum gestum
vafrandi um hagana.
Ísbjörnum, hrútum eða hestum
hringdu í verði laganna.
Vilborg Traustadóttir
![]() |
Björninn væntanlega rolla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 24.6.2008
Merkja betur
Það er mjög jákvætt að segja fréttir af viðgerðum í borginni og um leið vona ég að merkingar verði stórbættar.
Það eru ekki allir að lesa á netinu hvar og hvenær verið er að lagfæra götur og torg.
Þess vegna mætti koma í veg fyrir óþarfa tafir með því að merkja vel áður og beina umferð á aðrar leiðir meðan á viðgerðum stendur.
---
It is positiv to let drivers know where and when the city is repairing streets but I hope they will do better than this in the future.
It would be easier for everybody if they would show us some sign before we drive into the street to find out it is closed!
![]() |
Bikað og fræst í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 23.6.2008
Ó-spennandi!!!
Þetta er fremur óspennandi hjá Skagfirðingum. Ég fylgist spennt með. Þetta virkaði mjög trúverðugt á myndum kvennanna sem sáu dýrið og smelltu myndum af því og sýndar voru í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Nema einhver hafi verið að gera at?
Kannski birtast menn hér og þar með hvíta feldi yfir sér.
Þeir ættu þá reyndar á hættu að verða skotnir!
__
Eight people with guns are looking for the Polar-bear that two women saw in Skagafjörður yesterday. The women took pitchure of what they saw and it seemd like some big white animal on the pitchure which was shown in TV tonight.
I wonder if it is really a bear or if it is people doing some kind of joke?
If so the people should be aware of the hunters!
![]() |
Leit að bjarndýri stendur yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 23.6.2008
Sá þriðji mættur?
Þetta er að verða dálítið farsakennt. Hvítabjörn við Bjarnarfell!
Ég vona að málið skýrist fljótt. Það er ekki spennandi að eiga von á að mæta hungruðum hvítabirni á rölti sínu um landið.
Við erum að fara á Strandirnar með barnabörnin um helgina. Ég er alvarlega að íhuga að sækja um byssuleyfi og hafa hólkinn við höndina ef hvítabirnirnir halda innreið sína á Djúpuvík.
Húsið mitt heitir Skjaldarbjarnavík og því eins gott að vera við öllu búinn.
--
Polar-bear with Bjarnarfell in Skagafjörður?
We are going with our grandsons to Strandir next weekend. If the bears have come over there I think we must have að gun with us to be safer!
![]() |
Hvítabjörn á Skaga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 22.6.2008
Endurheimt votlendis - mýrlendis
Kynningarfundur var haldinn nýlega að stofnun Náttúrusjóðs. Sjóðnum er ætlað að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi með fjármögnun náttúruverndarverkefna.
Fyrsti formaður sjóðsins Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur segir að áhersla sjóðsins verði í fyrstu á endurheimt votlendis.
Gott og vel. Ég fagna þessu framtaki.
Fyrsta verkefni sjóðsins ætti því að vera að berjast fyrir því að flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram á sama stað. Í Vatnsmýrinni.
Ástæða?

Einkar sjaldgæft votlendi sem er Vatnsmýrin. Votlendi með einstöku fuglalífi. Það þekkist hvergi annars staðar í heiminum að svo fjölskrúðugt fuglalíf í mýrlendi þrífist svo nærri borg. (Inni í borg).
Votlendi sem hverfur ef byggð verður borg með tilheyrandi drenlögnum og öðru sem fylgir.
Votlendi (mýrlendi) og fuglalíf þess sem ætti að friðlýsa eigi síðar en strax.
---
A new Foundation for the nature of Iceland had a meeting last Friday. The first thing to do is trying to get back wetland in Iceland that is getting smaller and smaller.
Some people want´s to move the Reykjavík airport from Reykjavík to get more land for new buildings.
New "downtown"!
The founation should fight for the airport in Reykjavík to stay where it is.
Reason?
Wetland and birdlife around the airport.
Wetland and birds that will disapear if the airport will be moved and we build on the land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 21.6.2008
Frábært framtak
Þetta er skemmtilegt framtak og gaman að brydda upp á þvi að hafa skákmót í Djúpuvík. Gamla síldarbræðslan gengur í endurnýjun lífdaga um stund.
Það lífgar upp á tilveruna að halda svona mót og er fallegt af keppendum eins og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og fleirum að gefa til söfnunar til styrktar Guðmundi á Finnbogastöðum sem missti allt sitt í bruna nýlega. Guðfríður Lilja gaf allt verðlaunafé sitt til söfnunarinnar en hún var efst kvenna á mótinu.
Helgi Ólafsson vann mótið eins og kemur fram í fréttinni og óska ég honum til hamingju með það.
Ég vona að hann og fjölskylda hans hafi það reglulega notalegt á Ströndum norður í húsinu okkar á holtinu.
Þannig að ég fagna í raun sigri í kvöld þó "liðið mitt" í EM, Hollendingar hafi tapað fyrir Rússum þá vann "liðið mitt" á Djúpuvík!
Held ég haldi með Tyrkjum í EM úr því sem komið er.
--
Helgi Ólafsson won a Chess-compitition that was held in an old herring factory in Djúpuvík.
Congratulations to Helgi but he is staying in our house in Djúpuvík with his family.
So though "my team" in EM Holland has lost against Russia I can be happy since "my team" in Djúpuvík has won!
I stand by Turkey in EM from now on.
![]() |
Helgi Ólafsson sigraði í Djúpavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 19.6.2008
Sá þriðji?
Kannski er sá þriðji mættur á svæðið? Hann ætti þá að stinga sér niður hjá Hamri í Skagafirði og þar með rætist draumur bóndans þar fullkomlega.
Hvet fólkið þar til að vera vel á verið.
---
Maybe we have the third polar-bear in Iceland this summer. A footprint was found in Hveravellir. Some people think it is after a bear?
Hveravellir is far from the sea so the bear must have been strong enough to get there after swimming a long way from the ice in north of Iceland.
We will see!
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 19.6.2008
Segja hverjir???
Ég veit ekki betur en Bandaríkin séu hvalveiðiþjóð. Þetta sýnir glöggt þann tvískinnung sem í þeirri þjóð býr.
Þeir eru ein mesta hvalveiðiþjóð heims.
Það er hreinlega fáránlegt að leggja svona áherslu á að vernda eina dýrategund annarri fremur. Auðvitað eigum við að umgangast náttúruna af virðingu.
Það gerum við með skynsamlegri nýtingu allra stofna.
Ójafnvægi kemur niður á öðrum stofnum.
![]() |
Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)