fös. 17.10.2008
Ríkissáttasemjari í málið
Ég held að þetta sé gott mál. Ásmundur hefur staðið sig með stakri prýði sem Ríkissáttasemjari og hefur því mikla og góða yfirsýn, samningshæfileika og alla burði til að halda vel utan um þetta veigarmikla starf.
Það sem skiptir okkur mestu máli núna sem þjóð er að standa saman að því að endurreisa traust okkar, virðingu og sjálfstæði sem hefur beðið mikla hnekki undanfarið.
Að maður tali nú ekki um efnahaginn.
Ég er bjartsýnni í dag en í gær.
Þetta tekur tíma og þegar horft er til lengri tíma held ég að staðan geti bara batnað!
![]() |
Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 17.10.2008
Faðmlag
Ég tók mig til og nýtti nýjan valkost á blog.is og sendi nokkrum bloggvinum faðmlag í gær. Þeim sem mér fannst ekki veita af því.
Faðmlögunum hefur rignt yfir mig til baka. Gamall skólabróðir hefur sent mér grunsamlega mörg, svo ég, byrjuð að roðna, fór að eyða eitthvað af öllum faðmlögunum frá honum út af stjórnborðinu.
Gerði það af mikilli ákveðni og viti menn. Faðmlag sent kom þá á línuna sem ég hafði verið að eyða.
Þannig að nú situr þessi skólabróðir minn við tölvuna hjá sér fullur grunsemda yfir faðmlagagleði minni.
Ætli Davíð viti af þessu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 16.10.2008
"Bláa höndin"
Hún er greypt í huga mér myndin af Davíð Oddssyni keyra heim af fundi með Geir H. Haarde framm í bílnum og Árna Matthíssen aftur í eftir að þeir ákváðu að þjóðnýta Glitni.
Það var ekki trautsvekjandi mynd, því miður. Hverjir komu með þeim að því máli?
Seðlabankinn er nú valdamesta stofnun landsins. Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, hringir sjálfur í útvalda, ef marka má fréttaflutning Stöðvar 2 til að tilkynna þeim um að þeir hafi fengið gjaldeyri!
"Útvaldir" lofa og prísa gott samstarf við Seðlabankann og vilja ekki tjá sig um "meint" samtöl.
Á Seðlabankinn og þar með Davíð Oddson, sem virðist vera eini starfandi seðlabankastjórinn um þessar mundir, þá að ráða hverjir lifa af og hverjir fara á hausinn hér á Íslandi?
Ástandið er auðvitað alger hryllingur og maður fær hreinlega hnút í magann.
Einræðið er orðið algert og "bláa höndin" hefur heldur betur "tekið til".
Kemur reyndar úr hörðustu átt ef tekið er mið af frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Sem nota bene getur allt eins tekið á sig öfgar til hægri.
Ég er slegin óhug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 15.10.2008
Litagleði
Það er gaman að koma saman og sinna áhugamáli. Ég er nú komin í hóp með skemmtilegu fólki sem hefur það áhugamál að mála.
Við erum bæði með olíuliti, akríl og annað sem fólk kýs að nota.
Mikið er gott að vinna með litina og láta tilfinningar sínar flæða yfir strigann.
Systir mín sem býr norður í landi og ég eigum þann draum að geta einhvern tíma verið saman með aðstöðu og málað.
Hver veit hvað kreppan ber í skauti sér?
Það að mála er eins konar heilun.
mið. 15.10.2008
Dýfa víða
Það er dálítið súrrealískt að upplifa þessa tíma sem eru að ganga yfir. Maður tekur einhvern vegin verðmætin og vegur þau og metur. Setur veraldlegu verðmætin neðst í röðina en þau sem skipta mestu máli eru þau veðmæti sem eru hjartanu kærust. Fjölskyldan, vinirnir, nágrannarnir og fólk yfirleitt eru það sem skiptir mestu máli.
Áhugamálin og það að hugsa um líkama og sál er einnig nokkuð sem ósjálfrátt verður mjög mikilvægt.
Fyrirtæki sem blómstruðu fyrir stuttu berjast nú í bökkum, fólk er að missa vinnuna í auknum mæli og samdráttur virðist óumflýjanlegur.
Við erum neydd til að forgangsraða upp á nýtt. Mörg okkar hafa misst mikið, sum nánast allt veraldlegt.
Þegar harðnar í ári verðum við að hugsa vel hvert um annað og viðra eignarrétt, það er nefnilega freistandi þegar allar bjargir virðast bannaðar að taka ófrjálsri hendi eitthvað sem okkur vanhagar um.
Tími samhjálpar og umhyggju er runninn upp.
![]() |
Minna og grennra deCODE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.10.2008
Byggjum upp....borðum minna....
Það er ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar og byggja upp á ný. Við Íslendingar erum ekki vön að sitja með hendur í skauti. Fyrst og síðast verðum við að huga að náunganum, treysta fjölskylduböndin og hjálpast að í gegn um þetta.
Börnin okkar og barnabörnin þekkja ekki þann veruleika sem við bjuggum við með gjaldeyrisskömmtunum, viðskiptahöftum og skorti á vörum. Hér hefur allt verið flæðandi í öllu mögulegu. Bara nefna það og það er til. Ef ekki þá bara að panta það e-bay eða á netinu einhvers staðar.
"Vinna, kaupa, henda" sögðum við gjarnan við strákana okkar ef þeir vildu ekki klára matinn sinn eða fóru óvarlega með hluti. Þeir minna okkur reglulega á þetta.
Flestir Íslendingar hafa haft það býsna gott og notið góðærisins, lagt til hliðar og treyst bönkunum gjarnan fyrir því. Nú er komin upp sú staða að mikið af því fé er farið, brunnið upp og það er stór spurningin sem brennur á mörgum um það hvort Ríkið geti með einhverjum hætti bætt þann hluta upp. Fæstir hafa t.d. geymt lífeyrissparnað sinn á innlánsreikningum. Flestir hafa sett sparnaðinn sinn í sjóði og hlutabréf.
Við verðum að treysta því að eitthvað sé hægt að gera til að við endurheimtum það fé sem við höfum af harðfylgi lagt fyrir til efri áranna.
Þangað til það skýrist verðum við að herða sultarólina og vona það besta.
Vera svalir áfram!
![]() |
Svalir Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 15.10.2008
Belgía 12 points, United Kingdom 0 point
Sannarlega mannleg viðbrögð og yfirveguð. Ég vildi óska að fleiri væru þannig þenkjandi. Það verður að láta hausinn snúa áfram núna og bjarga því sem bjargað verður. Til þess að svo megi verða þarf umsvifalaust að setja fólk sem er traustsins vert í forystu æðstu stofnana landsins eins og Seðlabankans.
Seðlabankinn virðist ekki hafa vald á þeim tækjum sem hann býr yfir. Hagfræðingar ættu að taka hann yfir umsvifalaust.
Menn sem gera slík mistök sem Seðlabankinn hefur gert á undanförnum vikum og mánuðum eiga ekki að fá annað tækifæri.
Síðan má telja upp úr kjörkössunum hvernig þjóðinni líkaði viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Það kemur alltaf að því að menn verða að svara fyrir gerðir sínar.
Núna er aðalmálið að skapa starfsumhverfi sem þjóðin og ekki síður heimurinn getur treyst.
Til að klóra í bakkann!
![]() |
Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 15.10.2008
Áfallahjálp?
Ég talaði við systur mína sem er aðalféhirðir í banka og hún er algerlega úttauguð. Viðskiptavinirnir gráta og starfsfólkið grætur með þeim.
Starfsfólkið hefur ekki fengið neina áfallahjálp ennþá?
Hvernig væri að drífa í því að gera það hér heima. Ég veit að teymi var sent til Luxemburgar og er það vel en hvað með okkar fólk hér heima?
Hvers á það að gjalda, kannski búið að leggja allt sitt og sinna undir ásamt því að ráðleggja viðskiptavinum og sitja svo uppi með samviskubit fyrir það að hafa reynt samkvæmt bestu vitund að ráðleggja heilt.
Við getum ekki sem þjóð setið undir því að gera ekkert fyrir þetta fólk.
Það þarf að fá áfallahjálp starx.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 14.10.2008
Ýmislegt undir stólunum!
Það er greinilega mikið undir stólum ráðamanna í málefnum Íslensku bankanna.
Maður spyr sig að því hvort þeir sem skýrslan telur ábyrga fyrir ástandinu, m.a. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn séu réttu aðilarnir til að vinna úr því?
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.10.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 14.10.2008
Stjörnuspáin mín af mbl.is
STJÖRNUSPÁ


Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)