Litagleði

Það er gaman að koma saman og sinna áhugamáli.  Ég er nú komin í hóp með skemmtilegu fólki sem hefur það áhugamál að mála.

Við erum bæði með olíuliti, akríl og annað sem fólk kýs að nota.

Mikið er gott að vinna með litina og láta tilfinningar sínar flæða yfir strigann.

Systir mín sem býr norður í landi og ég eigum þann draum að geta einhvern tíma verið saman með aðstöðu og málað.

Hver veit hvað kreppan ber í skauti sér? 

Það að mála er eins konar heilun.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til að geta málað þarf að nota samtímis huga og hönd og það hefur mér ekki tekist þrátt fyrir góðan ásetning. En til hamingju með þessa heilun og ég vona að draumurinn rætist.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband