Áfallahjálp?

Ég talaði við systur mína sem er aðalféhirðir í banka og hún er algerlega úttauguð.  Viðskiptavinirnir gráta og starfsfólkið grætur með þeim.

Starfsfólkið hefur ekki fengið neina áfallahjálp ennþá?

Hvernig væri að drífa í því að gera það hér heima.  Ég veit að teymi var sent til Luxemburgar og er það vel en hvað með okkar fólk hér heima?

Hvers á það að gjalda, kannski búið að leggja allt sitt og sinna undir ásamt því að ráðleggja viðskiptavinum og sitja svo uppi með samviskubit fyrir það að hafa reynt samkvæmt bestu vitund að ráðleggja heilt.  

Við getum ekki sem þjóð setið undir því að gera ekkert fyrir þetta fólk.  

Það þarf að fá áfallahjálp starx. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vilborg.

 Svo sannarlega vona ég, að einhver sem á ,að sjá um málið,taki nú við sér.

Allt þetta fólk á mína samúð alla.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bankafólk býr við hrikalegt álag núna, bæði það sem missti vinnuna og hélt henni. Vona að það fái góða áfallahjálp frá fagfólki, sálfræðingum eða geðlæknum.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ef það verða náttúruhamfarir þá er veitt áfallahjálp strax en eru þetta ekki þær hrukalegustu hamfarir sem hugsast getur?

Vilborg Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vonandi fæ ég mína áfallahjálp með því að hitta þig á föstudaginn og vera svo með dætrum mínum í nokkra daga, að ég tali nú ekki um að sjá barnabörnin líka! Mikið skal ég síðan sofa, hreyfa mig tala og hlægja ! Fara í burtu frá öllu því sem á undan er gengið og reyna að gleyma öllum leiðindunum.

 Knús

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband