Söfnum liði

Silfur Egils var alveg frábært í dag.  Skemmtilegir menn eins og Pétur Tyrfingsson krydda tilveruna og ég er algerlega sammála honum að nú þarf alþýða þessa lands að flykkjast inn í verkalýðsfélögin og nota öll þau vopn sem þau hafa til að rétta hlut sinn.  Klóra í bakkann, hafa sig upp á hann og endurheimta virðingu sína, það sem það hefur lagt til þjóðarbúsins og hreinlega innistæður sínar og lífeyrissjóði.  Skapa betri framtíð fyrir börnin okkar.  

Einnig dáðist ég að háskólakennaranum (tölvufræðingi) náði ekki nafninu hans en tók eftir að hann hefur sama kæk og ég! Hann kom með góða og áður órædda punkta inn í umræðuna.  Ferskur!

Við eigum að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.

Egill Helgason á heiður skilið fyrir þessa þætti. Það er einnig ágætt viðtal við hann í Helgarblaði DV þar sem hann hvetur til samstöðu og að fólk safni liði til að vinna okkur upp úr þessu ástandi sem við erum komin í.  Ég tek undir það og mun ekki láta mitt eftir liggja ef af því verður.

Jón Baldvin Hannibalsson kom svo í lok þáttarins í viðtal og ég segi nú bara við þurfum virkilega á honum að halda hér á Íslandi núna.

Ég myndi vilja kjósa upp á nýtt hið fyrsta koma honum í framvarðarsveit ásamt öðru góðu fólki sem er nú í eldlínunni og ekki síður nýju öflugu og óspilltu fólki.

Jón Baldvin væri flottur forsætisráðherra! 

Hann er vel kynntur meðal þjóða og einhver öflugasti og gáfaðasti maður sem við gætum teflt fram núna. 

Þjóðin er í losti núna en við munum rísa upp og sýna samstöðu fljótlega.  Það hefur vantað aðhald frá grasrótinni á undanförnum árum.

Ég mun mæta fyrst manna á þverpólitískan baráttufund verði til hans stofnað. 

Virkjum fólkið! 

Áfram Ísland. 


Ríka Ísland

Nú er svo komið að eitt ríkasta land í heimi er fyrst þróaðra ríkja til að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Margir spyrja sig nú "hvernig gat þetta gerst"?

Hagfræðingar halda því fram að vöxtur bankanna hafi ekki verið í takt við stefnu Seðlabankans.   

Bíddu við Seðlabankastjóri Davíð Oddsson var forsætisráðhersa Íslands þegar bankarnir voru einkavæddir. 

Hann settist síðan í stól seðlabankastjóra og átti auðvitað að vita af því hver vöxtur bankanna var.  Sem seðlabankastjóri átti hann annað hvort að beita sér fyrir því að tekin yrði upp evra sem hann reyndar barðist og berst enn harkalega gegn eða þá að auka við gjaldeyrisforða landsins til að styðja við bankana.

Nei það gerði hann ekki og þar ofan í kaupið skrúfaði hann stýivexti upp úr öllu valdi.

Í stað þess að veita Glitni hið örlagaríka þrautarlán voru gerð þau skelfilegu mistök að láta ríkið kaupa 75% hlut í bankanum ( sem varð reyndar ekki af því bankinn fór í þrot áður og því ekki staðið við samninginn) og við það byrjaði ballið fyrir alvöru eins og allir þekkja,  Þetta var sennilega það vitlausasta sem hægt var að gera á þeim tímapunkti. 

Seðlabankastjóri gaf auk þess þá yfirlýsingu út í heim að við ætluðum ekki að standa við okkar skuldbindingar!  Sem hrinti Kaupþingi fram af brúninni.

Þessi og fleiri alvarleg hagstjórnarmistök Seðlabankans hafa kostað þjóðina mikið.  Margir missa vinnuna, Ævisparnaður fólks  farinn veg allrar veraldar. Lán eru að sliga fólk ekki síst ungt fjölskyldufólk og lífskjörin í frjálsu falli eins og krónan.  Orðspor landsmanna er sært holundarsári að maður tali nú ekki um æru hins Íslenska Ríkis.  Sjálfstæðinu er ógnað og landið komið á kaf í skuldir.  Aftur og nýbúinn!

Samt sitja þessir sömu menn sem fastast og láta sem ekkert sé.  Þeir eiga auðvitað að axla ábyrgð eins og aðrir og segja af sér.

Stjórnvöld að seðlabankanum meðtöldum voru eins og kálfar sem eru að standa í lappirnar í fyrsta sinn.  

Einkavæddu, slepptu "óreiðumönnum" ( orð seðlabankastjóra) í bankana okkar að höndla með sparifé landsmanna og sinntu svo ekki eftirlistskyldum sínum.  Þó mátti Davíð vita það allan tímann að þetta væru "óreiðumenn".  Lá samt á liði sínu þar sem fjármálaeftirlitið var gersamlega óvirkt.

Það er næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist út í næstu kosningum. 

Eftir situr fólk nánast gjaldþrota meðan "óreiðumennirnir" hans Davíðs Oddssonar, í hans skjóli og Ríkisstjórnarinnar gegn um tíðina, spóka sig í útlöndum með peningana okkar í listisnekkjum. glæsivillum og öðru óhófi. 

Ástandið minnir dálítið á arfleifð Saddams Hussein ekki satt?  Var ekki ráðist inn í Írak til að "frelsa fólkið"? 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er umdeildur en sennilega eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland, úr því sem komið er.  

Rússarnir virðast ekki hafa neinn áhuga eða getu lengur.

 


Páll Óskar í uppáhaldi

Það var skemmtilegur þátturinn Gott kvöld hjá Ragnhildi Steinunni í kvöld.

Hún tók á móti Páli Óskari sem lék við hvern sinn fingur að vanda.  Það er upplífgandi að fá svo jákvæðan karakter á flatskjáinn hjá sér á þessum síðustu tímum.  Ég ætla ekki að segja verstu því maður verður að sjá tækifærin mitt í erfiðleikunum.

Sonarsynir mínir dýrka Pál Óskar.  Sérstaklega einn þeirra.  Ég og eldri bróðir hans keyptum handa honum diskinn "Allt fyrir ástina" í vetur og þeir spila hann oft bræðurnir.  Eigum reyndar alltaf eftir að fá hann áritaðan en við vonum með það planlagt.  Sá eldri gistir hjá okkur í  nótt og við horfðum saman á þáttinn og höfðum mjög gaman af.

Páll Óskar er auðvitað löngu orðinn þjóðareign og hann hefur svo sannarlega húmorinn íi lagi.  Alltaf gaman að sjá þegar fólk þorir að fara eigin leiðir og gera pínulítið grín!  

Takk fyrir okkur. 

 


Auðvitað eiga þeir að svara fyrir gerðir sínar - allir

Auðvitað eiga þeir sem leitt hafa okkur í þá kreppu sem við öll nú sitjum í að svara fyrir gerðir sínar.

Þegar stjórnvöld hafa reynt að bæta fyrir það sem farið er og bjargað því við sem við höfum treyst bönkunum fyrir.  Bönkunum sem stjórnvöld einkavæddu og áttu að hafa eftirlit með.  Þá eða jafnvel samhliða þeirri vinnu eiga þau að láta rannsaka dæmið og sækja þá menn til ábyrgðar sem þeim ber.

Mér finnst með eindæmum grátlegt að forstjórar banka hafa á síðustu metrunum eitt sem svarar ævisparnaði venjulegs launafólks og vel það í glæsivillur erlendis!

Við viljum ekki hafa það að þessir menn hafi markvisst látið beina sparnaði okkar og lífeyrissjóðum í þann farveg þar sem það er aðgengilegt fyrir þá sjálfa að braska með og jafnvel stinga í eigin vasa.

Ríkið sá um einkavæðingu bankanna og eftirlit með þeim og hefur ekki tekist sem skyldi.  Vægast sagt. 

Ríkið verður að bæta upp þessa handvömm og sækja síðan þá menn til ábyrgðar sem ábyrgð eiga að bera. 


Hvað um þá sem tapað hafa ævisparnaðinum?

Mikið er ritað og rætt um bankakreppuna á Íslandi.  Mér finnst ekki mikið hafa komið fram hvað verður um það fjármagn sem fólk hafði í sveita síns andlits lagt fyrir í lífeyrissjóðum bankanna.

Það er eins og það sé eitthvað lögmál að þeir séu brunnir upp.

Hefur ríkið engin úrræði til að endurvinna það gríðarlega fjármagn sem þar hefur verið lagt fyrir?

Eitt er víst að það fólk sem þar hefur lagt til hliðar til að eiga í sig og á á efri árum mun eftir hrunið eiga erfitt uppdráttar.  Þetta fólk hefur eins og allir aðrir greitt skatta sína og skyldur til ríkis og sveitarfélaga.

Það hefur sýnt forsjálni, að það hélt, til þess einmitt að verða ekki upp á ríki og sveitarfélög komið í ellinni.

Það er alveg ljóst að ríkið verður með einhverjum hætti að koma að þessu máli t.d. með því að afhenda lífeyrissjóðunum Kaupþing geng því að þeir yfirtaki réttindi þessa fólks. 

Þetta mál er mjög brýnt og verður að leysa á þann hátt að allir beri sem minnstan skaða því það er líka skaði fyrir hið opinbera að fá þessa lífeyrisþega af fullum þunga til sín, lífeyrisþega sem einnig geta og hafa létt undir með afkomendum sínum. 


Viljum við það?

Nú sitja stjórnmálaflokkarnir á rökstólum og skipta með sér kökunni.  Því sem eftir er.  Makka í bakherbergjum eftir yfirtöku bankanna hvaða fyrirtæki eigi að lifa og hvaða fyrirtæki ekki.

Ljóst þykir að mörg fyrirtæki muni leggja upp laupana á næstu misserum.  Þeir sem eru pólitíkusunum "þóknanlegir" eiga því væntanlega meiri möguleika en aðrir.

Nú mun landið aftur skiptast í pólitískar blokkir líkt og Kolkrabbann og Sambandið.  40 ár aftur í tímann. Eins og hendi veifað.

Viljum við það?  Erum við spurð? 

Það er ekki skrýtið að markaðurinn í heiminum bregðist hart við!

Og það er ekkert skrýtið að efnahagsráðgjafi Ríkisstjórnarinnar segi upp störfum í "sjoppunni". 

 

 


Á mánudaginn?

Maður verður að vera bjartsýnn.  Þó allt sé í kalda koli.  Það er verið að vinna ötullega að því að bjarga því sem bjargað verður.  Hinu verður ekki bjargað.

Það eru margir sem hafa þá trú að þegar um hægist verði þjóðin okkar ennþá sterkari, hamingjusamari og samheldnari.

Má vera.

Kannski er það mikið lán að tapa aleigunni?

Kannski neyðir það fólk til að endurmeta það sem skiptir virkilega máli?

Eitt er víst að tími óvissu og þrenginga eru framundan hjá mörgum okkar og ekki er útséð um hvað verður.

Fréttaflutningur hvetur ekki til bjartsýni, þvert á móti.  Markaðir hríðfalla og fleiri þjóðir sjá fram á mikil vandmál og gjaldeyrisskort.

Kannski er ekkert slæmt að vera fyrst í röðinni?

Fá vonandi alla þá aðstoð sem við þurfum og getum risið öflugri sem aldrei fyrr upp úr sviðinni slóð útrásarinnar. 

Kannski er ekki slæmt að sjá hverjir eru vinir manns og hverjir ekki?  Það eru ekki vinir sem sparka í þann sem er útafliggjandi.

Sá er vinur sem í raun reynist og reyndar einnig sá sem í velgengni samgleðst.

Ég hugsa nú samt að allt verði almennt bjartara þegar við vöknum á mánudaginn.

Lítill fugl hvíslaði því að mér. 


5 vísbendingar um það að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar

 

1.    Óðaverðbólga
2.    Gjaldeyrisskömmtun
3.    Stríð við Breta
4.    Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson
5.    Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður

LoLLoL

 

Sá þetta á öðru bloggi og deili því hér með ykkur... 


Sammála Össuri

Ég vil ekki sjá Breta í 200 mílna radíus frá Íslandi. verðum og að standa vörð um sjálfstæði okkar gagnvart þeim ef við göngum í Evrópusambandið, við viljum ekki sjá þá 12 mílur frá landinu ef það er það sem er í kortunum.

-- 

Hvað var Geir H. Haarde að segja?  Ætlar hann að leyfa þeim að fljúga hér um allar trissur meðan þeir ógna öryggi okkar? 

Ég vil að þeir greiði okkur þann skaða sem þeir ullu okkur og biðjist afsökunar á að beyta hryðjuverkalögum á litla þjóð sem á erfitt uppdráttar. 

 

  

 


mbl.is Vill ekki Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr


 Þingmaður frá Grimsby tekur upp hanskann fyrir Íslendinga

 Af Visir.is 

Austin Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokksins frá Grimsby, segir að breska ríkisstjórnin hafi brugðist Íslendingum á þeim erfiðu tímum sem þjóðin gengur í gengum.

Hann efndi til utandagskrárumræðu um málefni Íslands á breska þinginu í gær þar sem hann sagði að Bretar hefðu átt að styðja við og hugga Íslendinga í kjölfar bankahrunsins. Það hafi yfirvöld ekki gert, heldur þvert á móti aukið á vandræði Íslands.

„Ísland á miklu betra skilið og þar á stuðningi okkar að halda í þeim vandræðum sem landið stendur nú frammi fyrir," sagði Mitchell og bætti því við að Íslendingar væru gamlir bandamenn Breta og vinaþjóð." 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband