"Bláa höndin"

Hún er greypt í huga mér myndin af Davíð Oddssyni keyra heim af fundi með Geir H. Haarde framm í bílnum og Árna Matthíssen aftur í eftir að þeir ákváðu að þjóðnýta Glitni.  

Það var ekki trautsvekjandi mynd, því miður.  Hverjir komu með þeim að því máli? 

Seðlabankinn er nú valdamesta stofnun landsins.  Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, hringir sjálfur í útvalda, ef marka má fréttaflutning Stöðvar 2 til að tilkynna þeim um að þeir hafi fengið gjaldeyri!

"Útvaldir" lofa og prísa gott samstarf við Seðlabankann og vilja ekki tjá sig um "meint" samtöl.

Á Seðlabankinn og þar með Davíð Oddson, sem virðist vera eini starfandi seðlabankastjórinn um þessar mundir,  þá að ráða hverjir lifa af og hverjir fara á hausinn hér á Íslandi? 

Ástandið er auðvitað alger hryllingur og maður fær hreinlega hnút í magann.  

Einræðið er orðið algert og "bláa höndin" hefur heldur betur "tekið til".

Kemur reyndar úr hörðustu átt ef tekið er mið af frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Sem nota bene getur allt eins tekið á sig öfgar til hægri.

Ég er slegin óhug. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er verulega óhugnarlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: María Pétursdóttir

En Ippa svona hefur þetta verið í sjálfstæðisflokknum frá, ja leyfi mér ekki að segja upphafi en allavegna síðustu áratugina. 

Þetta eru allt meira og minna svona fyrirgreiðslukallar.  Þú gerir eitthvað fyrir mig núna kallinn minn og átt þá inni hjá mér næst.  Hættulegir menn í rauninni.  Þeir eru örugglega allir frímúrarar líka (ha, ha, ha, eða er það kannski ekki "inn" lengur hjá svona körlum?:) 

En Davíð hefur frá fyrsta degi sýnt einræðisherra tilburði, myndi eflaust helst vilja vera konungurinn af Íslandi en þetta er bara endalaus frekja og græðgi og skortur á umburðarlyndi, þurfa alltaf að vita best þó hann viti ekkert og kunni ekkert.  Ég leyfi mér að segja að ef Davíð er heill á geði þá er hann með bullandi móral þessa dagana en þorir ekki að segja af sér sökum þess að þá eru lífdagar hans í pólitík taldir og fæstir myndu kaupa bækurnar hans, algjört hrun:)  Ef hann er að sjá sér hérna leik á borði í þessu hörmungarástandi og ætlar bara að sitja eins og Jóakim Aðalönd og ríkja í svarta kastalanum eins og einhver einræðisherra þá held ég að hann sé siðblindur.  Og siðblindir menn eru hættulegir menn.

Hann er búinn að margsýna óhæfni sína í þessum málum öllum og á að sjá sóma sinn í því að biðja þjóðina afsökunar á framkomu sinni og vera nægilega mikill maður til að segja af sér. 

Ætlarðu að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli  "Davíð úr seðlabankanum" á laugardaginn?

María Pétursdóttir, 17.10.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég hef stutt Davíð og fundist hann gera marga hluti mjög vel. Hann þarf hins vegar að kunna að sleppa. Það er vandi.

Ég er ekki mikið fyrir múgsefjun svo ég mæti varla á fundinn.

Vil frekar gagnrýna mmeð rökum og fá þá mótrök ef einhver vill færa þau fram.

Það er engu lagi líkt hvað þessi útrás og vitlaus viðbrögð við henni, eftirlitsleysi eða skortur á eftirfylgni frá a-ö eru að kafkeyra okkur.

ARG!

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

P.S Hefur Davíð eitthvað hringt í þig vegna gjaldeyris María?

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2008 kl. 01:10

5 identicon

Ha, ha, ha,  nei Davíð er ekki enþá búinn að hringja í mig.  Ég ætti kannski að hringja bara í hann.  Ég hringdi nú í Jóhannes Norðdal seðlabankastjóra þegar ég var tíu ára til að mótmæla vaxtahækkun.  Gæti kannski alveg eins hringt í Davíð núna:)

Annars finnst mér að úr því að kallinn er ekki búinn að segja af sér nú þegar þá á að bíða þar til um hægist með að láta hann fjúka.  Ekki taka skyndiákvarðanir eða gera neitt sem gæti ruggað bátnum meira.  Heimurinn fylgist með.  Hins vegar er þetta mjög vandmeðfarið allt því sitjandi sem seðlabankastjóri og gasprarinn og besservisserinn sem Davíð er hefur hann gert ansi mikinn skaða, einmitt í einhverju bráðræðisblaðri við fjölmiðla.

Þess fyrir utan er þetta ekki eitthvert eitt handtak að segja upp seðlabankastjóra.  Þetta er svo sjálfstætt embætti að ríkisstjórnin segir ekki bankastjóranum upp sí svona, bankaráðið er hans skjaldborg núna.

En mér finnst Geir og Björgvin hafa staðið sig vel í að vanda til við hvað þeir segja og segja ekkert of mikið.  Ég vil bara leyfa þessu fólki vinna vinnuna sína næstu vikurnar.  Þegar um hægist þarf svo bara að reyna að koma Dabba frá.

María P. (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband