,,VAR ÞAÐ ÞESS VIRÐI ÞÚ VÍKINGUR ÚTRÁSARINNAR"?


Sálmur   

greed2

 

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?


 
ATT2Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar,

manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?


 
landbuna_arkerfiVar það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?


 
money_tree5

Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekki í hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

(HÖF. ÓKUNNUR)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu Vilborg.

þetta er magnaður sálmur á tímum sem þessum.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 07:35

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Flott....

Svanhildur Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband