Mótmælafundur í dag - Rjúfið þögnina

Íslendingar hafa verið niðurlægðir illa undanfarin misseri.  Stjórnvöld fóru í einkavæðingarferli sem þau réðu ekki við.  Íslendingar trúðu því margir og treystu að sú stefna að einka (vina) væða bankana myndi skila okkur góðu búi.  Myndi tryggja okkur glæsta framtíð og börnunum okkar öruggari framtíð.  

Þetta brást og ég ætla ekki að fjölyrða um það hér.  Þetta er búið. Stjórnvöld fylgdu ekki með í útrásinni og Sjálfstæðisflokkurinn rétti seðlabankastjóra völdin rétt sí svona. Furðulegt að Samfylkingin skyldi kokgleypa það?

Það er önnur saga.  Þetta er búið.

Í  kjölfar hörmunganna fylgdi svo þögnin.  Í þau fáu skipti sem Forsætisráðherra hefur ávarpað þjóðina hefur hann talað í véfréttastíl.  Það hefur enginn skilið hann.  

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom til starfa á ný og var á blaðamannafundi með Forsætisráðherra í gær þar sem þau tilkynntu að gengið yrði til formlegra viðræðna við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.  Það skildist þó það sem hún sagði.  Hún sagði að þau mættu ekkert segja.  Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi ekki lesa um það í fjölmiðlum sem um væri rætt áður en stjórn hans tæki málið fyrir.

Þögn.

Þegar á það er litið að það erum við sem erum að tapa hálfri aleigunni, sumir meira aðrir minni þá er þetta forkastanlegt.

Það erum við sem búið er að svíkja og pretta.

Það erum við sem bankarnir hafa hirt peningana af og RÁÐSTAFAÐ AÐ EIGIN GEÐÞÓTTA í skjóli þess falska öryggis sem Ríkisstjórnin skapaði kring um þá.

Svo á bara að þegja málið í hel!

Hvet fólk til að mæta og mótmæla þögninni.  Fundurinn er á Austurvelli kl. 15.00

Mótmæla þögninni sem er svo skerandi við þessar aðstæður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband