fim. 23.10.2008
Samtalið sem setti allt á hvolf milli ríkjanna
Það er gott að fá þetta samtal fram í dagsljósið. Sitt sýnist hverjum.
Þarna hefur greinilega verið of eldfimt ástand fyrir hreinskilni Árna.
Fjármálaráðherra verður að gæta að sér og ekki segja neitt sem getur útlagst á versta veg.
Það er ljóst og var reyndar ljóst fyrir þetta viðtal sem mér virðist dálítið heimóttlegt af hálfu Árna, því miður.
![]() |
Samtal Árna og Darlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 23.10.2008
Nýr bloggvinur Stormsker
Nýjasti bloggvinur minn er Sverrir Stormsker. Hann þarf ég ekki að kynna þar sem hann er þegar þjóðþekktur.
Ég þakka honum bloggvináttuna og hvet alla til að lesa beitta bloggið hans og ekki síður hlusta á Miðjuna, þáttinn hans á Útvarpi Sögu.
Frábærir þættir og bendi sérstaklega enn og aftur á þann nýjasta með Jóni Baldvin Hannibalssyni.
Svo eru það lögin...............takk fyrir þau......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 23.10.2008
Fróðlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 23.10.2008
Geir H. Haarde jarðaði Sjálfstæðisflokkinn í Kastljósinu í kvöld
Ég var að mála með myndlistarhópnum Litagleði sem ég er í í kvöld. Þess vegna horfði ég ekki á Kastljós fyrr en í endursýningunni.
Það var sorglegt að hlusta á þann annars mæta mann Geir H. Haarde hreinlega jarða Sjálfstæðisflokkinn með því að segjast EKKI ætla að skipta um áhöfn í Seðlabanka Íslands.
Eða kannski var það gleðilegt?
Þegar á allt er litið er það undir stjórn Geirs H. Haarde sem Íslendingar sigla nú inn í kröppustu kjör í manna minnum.
Það er hans valdatíð sem prófessor Robert Z. Aliber við Chicago háskóla gefur falleinkunn og segir að síðustu 2-3 ár hafi fífl stjórnað landinu.
Ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokk sem ekki tekur til á þeim stöðum sem augljóst er hverju mannsbarni að hafa brugðist.
Aldrei!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 23.10.2008
Ég kýs Jón Badvin
Ég hvet alla sem til að gefa sér tíma til að fara inn á síðu Sverris Stormskers og hlusta á þáttinn Miðjan sem hann er með á Útvarpi Sögu. Þar er viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson og Sverrir hvetur hann til að gefa kost á sér í Íslensku pólitíkinni á ný.
Ég tek undir með Sverri og er handviss um það að Jón Baldvin er einn af fáum ef ekki sá eini hér á landi sem getur svo einhver sómi sé að talað máli okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi.
Hrist af okkur slyðruorðið!
Þess vegna er það von mín og trú að Samfylkingin ætti að fá umboð til að vera í minnihlutastjórn fram að næstu kosningum og kalla Jón Baldvin inn sem utanríkisráðherra.
Jafnvel sem forsætisráðherra ef það er mögulegt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 22.10.2008
Sorgleg staða........
Hugur minn er nú hjá því samviskusama fólki sem er verið að segja upp þessa dagana. Eða eins og þeir orða það "verður ekki endurráðið".
Munið bara að um leið og einar dyr lokast þá opnast aðrar og oft tvær.
HÖFNUN, REIÐI OG SORG eru óhjákvæmilegar tilfinningar.
Höfum þá hugfast að sorg og gleði eru sem systur, tengdar órjúfanlegum böndum og án annarrar þeirra væri hin ekki til.
Þannig getum við fullvissað okkur um það að á eftir sorginni fylgir gleði.
![]() |
Nýi Landsbankinn langstærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 22.10.2008
Takið að linast?
Í morgunblaðinu í dag kemur fram að Davíð Oddsson var andvígur þessu láni. Mikil er firring mannsins. Þetta var þá rétt hjá Jóni Baldvin að Davíð var á strandstað að "þvælast fyrir" eins og hann orðaði það.
Batnandi mönnum er best að lifa. "Bláa höndin" linar takið, nauðbeygð af alþjóðasamfélaginu! Mikill er styrkur hennar innan Sjálfstæðisflokksins!
Eitt er þó víst að Davíð Oddsson verður Sjálfstæðisflokknum dýr í næstu kosningum.
![]() |
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 22.10.2008
Rannsókn
Það verður að skera úr slíkum málum með hraði.
Það er einnig stefnt að því í alþjóðasamfélaginu að uppræta skattaskjólin og er það vel. Kannski er það of seint fyrir Ísland?
Að sama skapi verður að eyða eins miklum efasemdum og unnt er um stöðu fyrirtækja og einstaklinga svo fljótt sem kostur er.
![]() |
Rannsóknin hefur forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 21.10.2008
Útsala
Við ættum að taka okkur saman og kaupa þessa blessaða banka. Annars finnst mér að Ríkið eigi að gefa okkur allan arð um leið og hann kemur inn á innlánsreikningana og í lífeyrissjóði bankanna sem Jón Ásgeir og félagar tæmdu af án vilja og vitundar fólks.
Það þarf að stofna samtök um að heimta þetta fé til baka. Það er óþolandi að hugsa til gamals fólks og bara alls fólks sem sýnt hefur fyrirhyggju og er að missa mjög mikið og jafnvel allan sinn ævisparnað vegna galgopaháttar bankanna og andvaraleysis stjórnvalda.

Þeir hefðu betur haldið sig við þess konar viðskipti út í gegn. Þá ættu margir eigur sínar enn......
![]() |
Íslenskar bankaeignir á útsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 21.10.2008
Flón á Fróni
Í fréttum stöðvar 2 klukkan 22.00 var rætt við prófessor við Chicago háskóla Robert Z. Aliber . Ég vísaði í grein hans hér á síðunni fyrr í dag þar sem kemur fram hans álit á efnahagshruninu á Íslandi. Í fréttunum sagði hann að það myndi enginn taka mark á íslendingum ef þeir breyttu ekki um stjórn á efnahagsmálum sínum og bætti við að það hefðu greinilega verið flón, fools = fífl við stjórn landsins undanfarin 2-3 ár.
Það er erfitt að stjórna þegar forveri manns situr í baksætinu og rífur í stýrið þegar honum þóknast.
Það verður að gera þá kröfu á menn sem bjóða sig fram til þvílíkra trúnaðarstarfa fyrir landið sitt að þeir ráði við það.
Ráði við að taka á málum en bíði ekki eftir að þau leysi sig sjálf.
Það er feillinn!
Það er dýrkeypti og sorglegi feillinn!
Geir H. Haarde á að segja af sér nú þegar fyrst hann réð ekki við málið.
Við erum hlægileg í augum alheimsins!
Saklaust fólk líður nú vítiskvalir fyrir aðgerðarleysi og getuleysi þeirra kumpána Davíðs og Geirs og allra hinna.
Fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar á að vera að ákveða að bæta fólki það tjón sem núverandi stjórn hefur valdið.
Alveg eins og að bæta Bretum þá getum við bætt okkar fólki ævistarfið og sparnað sinn sem veruleikafirrt fólk á ofurlaunum hefur sóað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)