fös. 31.10.2008
Ljós í myrkri
Það datt upp úr mér við manninn minn yfir sjónvarpinu um daginn þegar Jónanna var þar til viðtals "Guði sé lof fyrir Jóhönnu"!
Ég segi það enn og aftur.
![]() |
Spornað við uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 31.10.2008
Enginn ábyrgur?
Hvernig er þetta hægt?
Geir H. Haarde bregður sér til útlanda og Davíð hækkar stýrivextina. Kennir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum um en enginn kannast við að það sé krafa um þessa hækkun frá sjóðnum. Auk þess er samkomulagið trúnaðarmál þar til stjórn sjóðsins hefur fjallað um það.
Einleikur Davíðs eina ferðina enn?
Halló við erum hérna að fylgjast með. Hvar eru fjölmiðlarnir?
Fyrirtækin kikna undan þessu, fjöldauppsagnir og algert hrun framundan.
Ef Seðlabankastjóri er á enn einu einleiksnámskeiðinu og það er ekki hægt að taka á honum eða stöðva hann hvað er þá til ráða?
Það er ekki hægt að láta "metnað" eins manns gersamlega rústa þessu landi.
Hvað voru þeir kallaðir sem sviku land sitt?
![]() |
Óbarinn seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 31.10.2008
Nýbúarnir okka flýja
Á sama tíma og ferðamenn flykkjast til landsins til að virða þessi "viðundur" hér á landi fyrir sér hef ég tekið eftir því að í fréttum er því ekki haldið hátt á loft hvernig nýju íslendingarnir okkar flýja landið umvörpum. Það er sagt frá því í léttum dúr að straumur þessa fólks hafi náð síðustu ferð með Norrænu en þó hafi tekist að ná af þeim bílunum sem bílaumboðin voru búin að framleigja þeim í einhver x ár.
Þetta er fólkið sem hefur gert það að verkum að landið okkar hefur getað haldið úti þeirri uppbyggingu sem verið hefur undanfarin ár.
Hver hugar að réttindum þeirra?
Fá þau greiddan sinn uppsagnarfrest?
Hvernig skiljum við við þetta fólk?
Erum við bara fegin að þau fara svo við getum þá fengið þá vinnu sem þau yfirgefa?
Eru þau kannski eingöngu að hverfa frá störfum sem algerlega leggjast af á næstunni?
Eitt er víst að dýrmætir starfskraftar streyma nú úr landinu, fólk sem hefur komið með ferska strauma til landsins.
Það er eins og öll verðmætaviðmið hverfi í svona dýfu.
Það er missir að þessu fólki og ég vona að við skiljum a.m.k. sómasamlega við það.
![]() |
Erlendum gestum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 30.10.2008
Kláraði hringinn
Ég kláraði hringinn næstum því í dag. Þ.e.a.s. í eldhúsinu. Nú er ég búin að fara í gegn um alla eldhússkápana, þrífa þá og taka til í þeim.
Að vísu er eftir að afþýða ísskápinn og þrífa skápinn undir vaskinum en það verður gert alveg á næstu dögum.
Svona þegar ég gef mér tíma í það.
Ég var boðin í siginn fisk og selspik til mömmu og pabba í kvöld. Þvílíkt lostæti!
Til að kóróna máltíðina buðu þau upp á ávexti og rjóma á eftir og svo auðvitað kaffi.
Horfðum svo á fótboltann. Það var gaman að finna þjóðernisstoltið blossa upp sem aldrei fyrr þegar "stelpurnar okkar" unnu Írana og komust þar með á EM.
Þjóðernisstoltið hefur beðið hnekki að undanförnu, þökk sé misvitrum pólitíkusum og stofnanavæddum eftirlitsmönnum sem föttuðu ekki sitt hlutverk eða hreinlega nenntu ekki að sinna því.
Þjóðernisstoltið blossaði upp og ég fann tárin koma fram í augnkrókana.
Það hef ég ekki fundið síðan sautjánhundruðogsúrkál.
Takk stelpur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 30.10.2008
Nýtt lyf við MS
NÝTT MS-LYF GÆTI LAGAÐ TAUGASKEMMDIR
Uppfærð 24.10. - Brezkir læknar hafa greint frá nýju tilraunalyfi gegn MS gæti sem geti læknað skemmdir sem sjúkdómurinn hefur valdið samkvæmt frétt á vef BBC. Þetta er í fyrsta skipti, sem lyf kemur fram, sem beinlínis dregur úr fötlun, sem multiple sclerosis hefur valdið, sagðiSky fréttastofan í miðnæturfréttum sínum og kvað hér vera um að ræða þýðingarmikla uppgötvun vegna meðferðar gegn MS. Lyfið er ætlað að lækna, en ekki að hægja á MS.
Grein um rannsóknina eftir vísindamenn Cambridge háskóla á Englandi birtist í hinu virta vísindariti New England Journal of Medicine. Vísindamennirnir leggja áherzlu á að rannsóknin, sem staðið hefur í 3 ár, sé engu að síður á frumstigi.
Lyfið, sem um ræðir, heitir alemtuzumab og virðist stöðva framgang sjúkdómsins í nýgreindum sjúklingum, sem fá MS köst, batnar, en fá svo ný köst, því sem mætti kalla hringrásareinkenni, sem reyndar er algengasta birtingarform MS. Vísindamennirnir sögðu, að niðurstöðurnar bentu þannig til þess, að alemtuzumab geti valdið því að skaddaður heilavefur geri við sig sjálfur.
Í frétt BBC er haft eftir vísindamönnum að nýja lyfið sem var upphaflega þróað til að vinna gegn hvítblæði gæti reynzt öflugt vopn gegn multiple sclerosis. Lyfið er látið renna í æð sjúklinga einu sinni á ári.
Vísindamennirnir vara við, að lyfið geti hugsanlega haft alvarlegar aukaverkanir. Á meðan á rannsókninni stóð lækkaði blóðflögutala 3% sjúklinganna, sem veldur því að þeim er hættara að fá slæmar blæðingar. Einn þátttakenda dó af völdum heilablæðingar (brain haemorrhage).
Í fréttum Sky sjónvarpsins í nótt var haft eftir vísindamönnunum, að nú séu sjúklingarnir undir góðu eftirliti og þeir telji auðvelt að hafa stjórn á vandanum.
Alemtuzumab lyfjagerð sem er þekkt sem mótefni var búið til á rannsóknarstofum Cambridge háskóla á áttunda áratugnum, og hefur um langa hríð verið notað við hvítblæði með því að drepa krabbasmitaðar hvítar blóðfrumur í ónæmiskerfi líkamans.
Rannsóknin sem hefur staðið í 3 ár með þátttöku 334 sjúklinga með versnunar-bötnunarform MS, sem ekki höfðu fengið meðferð, sýndi að lyfið fækkaði MS-köstum með 74% betra árangri en náðst hefur með hefðbundinni interferon-beta meðferð. Þá sýndu rannsóknir einnig að alemtuzumab minnkaði hættuna á uppsafnaðri fötlun um 71% samanborið við beta-interferon.
Einnig komu fram dæmi um sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsókninni í 3 ár, sem fóru að endurheimta líkamsgetu, sem talið var að væri með öllu glötuð. Þannig minnkaði fötlun sumra sjúklinganna frá því sem hún var í byrjan tilraunarinnar.
Brezka MS félagið segir kostina við nýju lyfjameðferðina vega fyllilega á móti áhættunni.
Dr. Lee Dunster, yfirmaður rannsókna hjá brezka MS félaginu segir í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina: Að hafa lyf sem lækkar kastatíðni, minnkar áhættuna á framvindu sjúkdómsins og vindur ofan af fötlun verður mesta, einstaka framþróunin gegn MS köstum á frumstigi, sem fram hefur komið til þessa.
Forystumaður rannsóknarhópsins, Alastair Compston, prófessor, segir:
Alemtuzumab er það tilraunalyf sem gefur okkur besta von um árangursríka meðferð við multiple sclerosis og við gerum okkur góðar vonir um að þriðja fasa tilraunir (lokatilraun) eigi eftir að staðfesta, að lyfið geti bæði stöðvað framgang og kallað fram bata á því, sem áður var talið óafturkræft.
Nú fara fram frekari rannsóknir. Ef lyfið heldur áfram að lofa góðu er hugsanlegt að klínísk notkun þess gæti hafizt innan fjögurra ára.
Horfið á frétt SKY sjónvarpsstöðvarinnar um tilraunalyfið. -h
Af vef MS félagsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 30.10.2008
Meiri munur í dag spái ég
Ég tel að ef gerð yrði könnun í dag yrði Sjálfstæðisflokkur með minna fylgi og Vinstri Grænir með meira.
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvar Samfylkingin stæði en miðað við það að þau vilja breyta eftirlaunabulli þingmanna og ráðherra og gera nauðsynlegar breytingar í efnahagsstjórn landsins spái ég að það minnki ekki. Frekar að það aukist.
Ég tel að jafnaðarhugsjónin eigi mjög góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar nú.
Eitt er víst að nýfrjálshyggja er ekki "inn".
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 30.10.2008
ESB
Það er vonandi að skref í þessa veru verði tekið á næstunni. Það hefur sannast á dramatískan hátt að við erum með allt of lítið hagkerfi og veikburða hagstjórn.
Óvirkt eftirlit með fjármálastofnunum og enga heildarsýn eða tæki til að grípa inn í mistök og klúður amatöra.
Því er nauðsynlegt að gera þær breytingar sem Ingibjörg Sólrún víkur að í ræðu sinnu.
![]() |
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 30.10.2008
Ný bloggvinkona sivva
Nýr bloggvinur minn sivva eða Sigurveig Eysteinsdóttir er skólasystir mín frá Laugum í Þingeyjarsýslu.
Það er gaman að endurnýja kynnin og mér sýnist Sivva bara hafa haldið sér nokkuð vel!
Velkomin í bloggvinahópinn Sivva!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 30.10.2008
Kvóti til að bæta upp tapað fé
Ég hef heyrt ýmsar hugmyndir til að bæta fólki upp tap vegna hruns bankanna. Ljóst er að margir hafa tapað sparnaði og lífeyri í þessum áföllum. Í ljósi þess að ríkið hefur tekið bankana yfir er ekki útilokað að það skapist færi á að bæta þeim sem hafa tapað einhverju geng um skattalækkanir eða aðrar aðgerðir af hálfu ríkisins.
Ein hugmynd sem hefur verið reifuð er hlutabréf í bönkunum.
Sú sem mér hugnast þó best um þessar mundir er að úthluta kvóta til þeirra sem hafa tapað í hlutfalli við tapið.
Hugsanlega væri unnt að blanda öllu þessu saman og meira til því hugmyndir eru eflaust óþrjótandi í þessum efnum.
Það er á ábyrgð ríkisins að skapa sóknarfæri, fólk er tilbúið að sækja!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 29.10.2008
Olía á striga
Ég var á myndlistarnámskeiði í kvöld og mikið er það gefandi og gaman. Ég málaði uppstillingu og síðan gerði ég nokkra "verðbólgudrauga" sem ég vona að við getum "kveðið niður" helst á næsta námskeiði, jafnvel strax í næsta tíma.
Að lokum gerði ég skerið sem Davíð Oddsson er að "þvælast fyrir á" en Davíð sést reyndar ekki enda komin á "bólakaf" og "þjóðarskútan" er horfin úr mynd.
Hins vegar sést "brimskaflinn" sem við erum í mjög vel og "öldurótið" hverfist í kring um skerið. "Stormurinn" æðir í loftinu og það "næðir um" í "boðaföllunum".
Myndin ber það með sér að okkur er eins gott að "stíga ölduna" svo við hljótum ekki verra af.
Við sjóndeildarhringinn framundan og handan við skerið má sjá að "storminn hefur lægt" og því augljóst að "öll él birtir upp um síðir".
Eitt er víst að eftir að hafa sett þetta svona upp á lítinn striga og "búið svo um hnúta" að vandamálið er "úr augsýn" þá líður mér mun betur á sálinni en fyrir námskeiðið.
Nú get ég varla beðið eftir að "kveða niður verðbólgudraugana".