Enginn ábyrgur?

Hvernig er þetta hægt?

Geir H. Haarde bregður sér til útlanda og Davíð hækkar stýrivextina.  Kennir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum um en enginn kannast við að það sé krafa um þessa hækkun frá sjóðnum.  Auk þess er samkomulagið trúnaðarmál þar til stjórn sjóðsins hefur fjallað um það.

Einleikur Davíðs eina ferðina enn?

Halló við erum hérna að fylgjast með.  Hvar eru fjölmiðlarnir?  

Fyrirtækin kikna undan þessu, fjöldauppsagnir og algert hrun framundan.

Ef Seðlabankastjóri er á enn einu einleiksnámskeiðinu og það er ekki hægt að taka á honum eða stöðva hann hvað er þá til ráða?

Það er ekki hægt að láta "metnað" eins manns gersamlega rústa þessu landi.

Hvað voru þeir kallaðir sem sviku land sitt? 

 

 

 


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæinn sem geymir aurinn minn
 
Ég finn það gegnum netið
að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn,
en ég veit að það er gæi
sem geymir aurinn minn,
sem gætir alls míns fjár,
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina,
og jólagjöf hvert ár.
 
Ég veit hann axlar ábyrgð,
en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt,
hendur hans svo hvítþvegnar
og hárið aftursleikt.
Þó segi’ í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta
í markaðssjóðunum.
 
Ég veit að þessi gæi
er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár,
ef hann kemst á hálan ís.
Því oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá. –
Fáir slökkva eldana,
sem fyrstir kveikja þá. 

Lagið við er konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson

Guðrún (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Heidi Strand

Vilborg. Nei því miður, en þeir gera það á launaseðlinum.
Þeir sýna okkur bara hroka í staðinn.
Flott ljóð hjá þér Guðrún. Mig langar að setja þetta á siðuna mína.

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband