Aftur til 1262?

Norðmenn vilja ólmir fá okkur íslendinga í myntbandalag með sér.  Þetta mun styrkja þá í að standa utan við Evrópusambandið.

Vinstri Grænir með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar hefur reifað þessa hugmynd.

Vissulega yrðum við að eftirláta hluta af fullveldinu til Norðmanna sagði hann ennfremur í Silfri Egils.

Ég spyr fengum við ekki nóg 1262 að fara undir Noregskonung?

Ekki það að ég hafi á móti Norðmönnum en ég tel að Evrópusambandið væri betri kostur. 


Mótmælin

Við erum að komast á kortið í þessum efnum.

Mér finnst jákvætt að við íslendingar erum hætt að láta reka okkur í dilka og draga okkur þaðan til slátrunar eða ásetnings (talað er um að "setja á (vetur)" þau lömb sem eiga að lifa)  eftir því hvað valdhöfum hvers tíma er "þóknanlegt".

Ég vil taka fullan þátt í því að útrýma þeirri gríðarlegu spillingu sem hefur grafið um sig hér á Íslandi í gegn um tíðina.

Við verðum að taka valdið og koma því í réttar hendur.

Það er til fólksins í landinu!

Lýðræðið er orðið býsna skrumskælt þegar sömu menn og konur eru farin að fjalla fram og aftur um eigin gerðir og gjörninga. 

Power to the people! 

 


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningi sagt að gera slátur og spara þvottefni meðan...

......pólitíkusar raða sér og sínum á garðann.

Hversu langt eigum við að ganga í vitleysunni?  Smjörklípuaðferðinni er miskunnarlaust beitt á okkur og við bara látum það yfir okkur ganga.

Í Silfri Egils komu þeir viðkunnanlegu hagfræðingar Gylfi Zoega og Jón Daníelsson fram með "to do list" fyrir stjórnvöld.  Mjög skynsamlegar tillögur en stjórnmálamenn eru bara of uppteknir við að  bjarga því sem bjargað verður, til handa sér og sínum.  

Gylfi og Jón eru með skynsamlegar tillögur til að leysa brýnasta vanda einstaklinga og fyrirtækja á þeim erfiðu tímum sem í hönd fara.  Þær felast m.a. í því að bankarnir eignist hlut í fyrirtækjum sem eiga í vandræðum (skuldirnar) og menn geti síðar eignast aftur hlut sinn þegar fyrirtækin hafa rétt úr kútnum. Sama má segja um eignir einstaklinga.  Í stað þess að kikna undir skuldabyrði myndi þannig skapast svigrúm til uppbyggingar.  Þetta mætti gera gegn um lífeyrissjóðina eða íbúðalánasjóð.

Ógeðslegur kafli í íslensku þjóðlífi (þetta snertir alla) er þegar hafinn.  Fyrirtæki og einstaklingar erum nú að berjast fyrir tilveru sinni.  Það er nú í höndum pólitískt skipaðra bankastjóra að segja til um hverjir hafa það af.

Við viljum ekki hafa þess konar vinnubrögð eða eigum við að segja klækjabrögð, þetta á að vera löngu liðin tíð. 

Allir tapa ef fyrirtæki og einstaklingar fara í þrot.   

Hlustið á hagfræðingana! 

 


Mamma Mia

Ég skrapp að sjá Mamma Mia í Laugarásbíó gær.  Myndiin er virkilega skemmtileg og vel þess virði að sjá hana.

 


Er hrekkjavakan komin til að vera?

Með aukinni "hnattvæðingu" tökum við Frónbúar sífellt upp fleiri siði.  Nýbúarnir okkar eru líka leiðandi í að halda uppi siðum sem þeir eiga að venjast.  Það er vel.

Ég passaði fyrir fyrir tengdadóttur mína í gærkvöldi en hún brá sér í hrekkjavökupartý.

Svo er það bara spurning hvort undanfarnar vikur hafa verið ein samfelld hrekkjavaka í boði Seðlabankans? 

 

 

 


mbl.is Hrekkjavökusvipur á skemmtunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgar smám saman

Það er fróðlegt að fylgjast með mótmælafundunum á Austurvelli.  Það er réttur fólks að mótmæka þegar á því er brotið.

Ég fór ekki í bæinn að þessu sinni en ætlaði að fylgjast með á vísi.is en þá var ekkert að hafa þar hins vegar var mbl.is með fréttir af fundinum.

Ég held að við ættum að fara að huga að því að hafa fundi þar sem fólk leggur eitthvað til málanna, hverju er hægt að breyta og hvernig á að hrinda því í framkvæmd.

Mótmælin ein og sér eru ágæt til að byrja með en hugur þarf að fylgja máli og aðgerðir ættu að koma í kjölfarið.

T.d. vill fólk breyta og bæta inni í hinum hefðbundnu flokkum og stéttarfélögum?

Vill fólk stofna nýja hreyfingu/hreyfingar?

Við verðum að finna skoðunum okkar farveg til framtíðar og til uppbyggingar. 


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómínó

Það mun tíðindum sæta ef Breski forsætisráðherrann og fyrrverandi fjármálaráðherra Gordon Brown neyðist til að segja af sér vegna Íslensku bankakreppunnar.

Enn frekar verða þau tíðindiu merkileg vegna þess að Íslenski forsætisráðherrann og fyrrverandi fjármálaráðherrann (og utanríkisráðherra) Geir H. Haarde mun sitja sem fastast. 


mbl.is Aðvörunin verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður er þetta satt

Það er erfitt að stíga þetta skref og segja það sem segja þarf.  Ingibjörg Sólrún á þakkir skildar fyrir það.

Það verður bara að hafa það þó stjórnin falli.  Það er þá ekki í fyrsta skipti sem brýtur á persónu Davíðs Oddssonar.

Sem borgarstjóri varð Davíð Oddsson mjög valdamikill en þegar hann yfirgaf þann vettvang skildi hann flokkinn sinn Sjálfstæðisflokkinn eftir í mikilli leiðtogakrísu. Sú krísa kostaði flokkinn borgina í mörg ár.

Krísu sem flokkurinn  á reyndar ennþá í á þeim slóðum.

Á landsvísu bundu margir vonir við að Geir H. Haarde yrði sterkur leiðtogi eftir að Davíð "plantaði sér" í Seðlabankann.  Sú er ekki raunin þökk sé enn og aftur umræddum Davíð Oddssyni sem hreinlega getur ekki sleppt stjórnartaumunum.

Þegar Seðlabankastjóri er farin að gefa út harðorðar pólitískar yfirlýsingar varðandi viðkvæm milliríkjamál á tímum þar sem ekki þarf nema einn lítinn neista til að sprengja dúndrið, þá er mál að linni.

-- 

Mér sýnist að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sé að koma sterk inn í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum.  

Hún þorir alla vega að skipta um skoðun! 


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni, að rýna til gagns

Stundum viljum við líta á gagnrýni sem niðurrif eða í besta falli nöldur.  Ég lít á gagnrýni sem nauðsynlegan þátt í því að vera til, að vinna og umfram allt að þau okkar sem eru í opinberum störfum ættu að taka henni fagnandi.

Stundum verður þessi gagnrýni, eðli málsins samkvæmt bæði óvægin og harkaleg.  Ég hef sjálf valið að vera mjög beinskeytt í minni gagnrýni á atburði liðinna vikna.  Á þá menn sem hafa leitt þá atburði.  Mér finnst full ástæða til þess.

Ég dreg ekki dul á skoðanir mínar og því fer víðs fjarri að það sé mér eitthvað ánægjuefni að láta þær í ljós með þessum hætti.  Ég hef treyst og traust mitt hefur verið brotið.  Ég hef verið svikin.

Illilega.

Ég á erfitt með að skilja menn sem taka gagnrýni sem árás eða líta á mótmæli sem nornabrennu.  Fólki er hreinlega nóg boðið!

Mér er meira en nóg boðið.  

Það að svara fólki út úr og með hroka er hreinlega þess eðlis að það kallar á harða gagnrýni.

Ef menn þola hana svo ekki eiga þeir að snúa sér að einhverju öðru.  

Þótt fyrr hefði verið! 

 

 


Dásamlegir lampar og kertaljós

Ég held að margir séu að breyta um lífsstíl þessa dagana.  Ég fann það hjá sjálfri mér hvernig ég hrökk í sparnaðargírinn um leið og krepputalið hófst og eftir því sem það varð háværara og háværara því meira klæjaði mig í puttana eftir að gera eitthvað.  Þegar hrun bankanna blasti við okkur og staða almennings á Íslandi varð mjög óljós svo ekki sé meira sagt, þá tók ég slátur og keypti lítinn frystiskáp undir það.

Síðan tökum við frystiskápinn með okkur til Djúpavíkur næsta vor þar sem mikil þörf er fyrir hann vegna þess að þegar við erum þar í nokkrar vikur verðum við að hafa með okkur slatta af mat sem geymist ekki nema í frysti.

Þannig að hann nýtist áfram - eftir kreppu. 

-- 

Ég fór með vinkonu minni í "andlegan leiðangur" eins og við köllum það.  Þá förum við í Betra líf í Kringlunni og kaupum okkur reykelsi o.þ.h.  Í þetta sinn keyptum við okkur salt-lampa og kertastjaka úr Himalaya.  Dásamlega falleg og róandi birta af þeim og virkar róandi á mann og á að hafa alls kyns góð áhrif m.a. hreinsa loftið og koma á jafnvægi.

--

Svo fengum við okkur kaffi niðri í Kaffitár.  Allt í einu datt upp úr mér þegar við vorum að ræða efnahagsástandið, "við getum þá alltaf mulið lampana út í grautarpottana, þetta er salt".

Við hlógum okkur svo máttlausar við tilhugsunina um okkur við pottana að mylja niður salt-lampana okkar fínu oní grautinn.

--

Án gamans, ég held ég rölti í mótmælin á morgun, þetta er ekki einleikið með klaufagang okkar í þessum málum öllum. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband