Kláraði hringinn

Ég kláraði hringinn næstum því í dag.  Þ.e.a.s. í eldhúsinu.  Nú er ég búin að fara í gegn um alla eldhússkápana, þrífa þá og taka til í þeim.  

Að vísu er eftir að afþýða ísskápinn og þrífa skápinn undir vaskinum en það verður gert alveg á næstu dögum.

Svona þegar ég gef mér tíma í það.

Ég var boðin í siginn fisk og selspik til mömmu og pabba í kvöld.  Þvílíkt lostæti!

Til að kóróna máltíðina buðu þau upp á ávexti og rjóma á eftir og svo auðvitað kaffi.

Horfðum svo á fótboltann.  Það var gaman að finna þjóðernisstoltið blossa upp sem aldrei fyrr þegar "stelpurnar okkar" unnu Írana og komust þar með á EM.

Þjóðernisstoltið hefur beðið hnekki að undanförnu, þökk sé misvitrum pólitíkusum og stofnanavæddum eftirlitsmönnum sem föttuðu ekki sitt hlutverk eða hreinlega nenntu ekki að sinna því.

Þjóðernisstoltið blossaði upp og ég fann tárin koma fram í augnkrókana. 

Það hef ég ekki fundið síðan sautjánhundruðogsúrkál. 

Takk stelpur!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Þú hefur gert eins og ég ráðist á eldhúsið, leið svakalega vel á eftir. Fjölskyldan horfði á leikin saman, og eins og hjá þér blossaði þjóðarstoltið upp.

Sigurveig Eysteins, 31.10.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Mmmmmmm, hefði viljað vera í þessu matarboði. Já gott hjá stelpunum.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 06:38

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Passar Ísak, passar! Já það er fínt að drífa í hlutunum, maturinn var góður.

Vilborg Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband