Af visi.is

Vísir, 09. nóv. 2008 20:01

Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu

mynd
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt.

Þór Sigfússon formaður Samtaka Atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ voru gestir Sigmundar í Mannamáli í kvöld. Í máli þeirra kom fram að þeir væru þegar farnir að tala saman um nýjan efnahagspakka til þess að koma okkur út úr vandræðunum sem myndi vonandi enda með þjóðarsátt.

Gylfi Arnbjörnsson var ómyrkur í máli og sagði að miðað við allt sem á undan er gengið þá þyrftu margir að axla ábyrgð til þess að slá á reiðina.

Það væri ekki nóg að skipa nýja bankastjórn Seðlabankans heldur þyftu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að líta í eigin barm. Nefndi hann þar sérstaklega fjármála- og viðskiptaráðherra sem bera ábyrgð á fjármálakerfinu.

--

Ég get ekki verið annað en sammála þessu og það verða fleiri að skoða stöðu sína upp á nýtt og eins og Andri Snær sagði í Silfrinu í dag að "sýna auðmýkt".

Fólkið í landinu hefur enga þörf fyrir hroka og valdbeitingu eins og staðan er í dag! 


Jón Baldvin starx

Ég vil fá Jón Baldvin Hannibalsson strax inn í íslensk stjórnmál eða til starfa á vegum okkar í þeim hörmulegu vandræðum sem þjóðin og landið er í.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að enginn einn maður getur "reddað" okkur út úr vandræðunum en menn með slíka reynslu og þekkingu sem hann hefur er ekki bara gagnlegur landi og þjóð núna hann er nauðsynlegur.

Lífsnauðsynlegur!

Evruna strax og Jón Baldvin strax.

 

 


Evru starx

Ég held að við ættum að taka upp evruna strax en fram kom bæði í Silfri Egils og Fréttablaðinu að Ísland geti tekið einhliða upp evru.

Það myndi frýja okkur öllum þessum lánum til að styrkja krónuna.

Krónuna heitna sem er búin að vera.

Andri Snær kom einnig fram í Silfrinu og sagði að nú yrðu einhverjir að fara að segja af sér.  Ástæðan fyrir því er að það hafa verið gerð mörg mistök sem fólk er reitt yfir og þeir sem bera ábyrgðina eiga að taka ábyrgð og  hætta.  

Ég tek heils hugar undir þetta og einnig það að menn sýni auðmýkt og segi ég brást og því ber mér að víkja.

Þegar þetta er búið er hægt að snúa sér að uppbyggingu.

Fyrr ekki.  


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3708 samkvæmt fuglatalningaraðferð.

Ég beitti fuglatalningaaðferðinni í gær þegar ég var í bænum.  Ég ímyndaði mér að fólkið væri fuglahópur og taldi allar tegundir "fugla" á Austurvell.  

Það voru u.þ.b. 3200 á sjálfum Austurvelli, mestmegnis hópfuglar eins og æðarfugl, svartfugl, mávar og múkkar.

Á leið til og frá staðnum voru  nokkuð margir sendlingar og stöku skarfur sat hjá og fylgdist með samtals voru þar á ferð milli staða u.þ.b. 250 "fuglar".  

Nokkrir hrafnar sveimuðu yfir og voru þeir tveir og tveir saman við þá iðju að drepa "staka hrafninn" .   Segjum 50 hrafnar á eftir 10 stökum hröfnum.  

Svo taldi ég u.þ.b. 202 gæsir, helsingja, álftir, endur,rjúpur + tvær hænur sem öll kúrðu í húsunum kring um Austurvöll og fylgdust með úr fjarlægð.  

Þegar ég gekk heim á leið nánast datt ég um sjaldgæfan fugl sem kallast Gaukur og er ekki þekktur á Íslandi.  Gaukurinn var að lauma eggjunum sínum í hreiður annarra fugla sem ekki vildi betur til en voru líka gaukar og köstuðu þeir eggjunum því í Alþingishúsið en þetta frétti ég síðar.  Gaukarnir voru 6 talsins en hugsanlegt er að fleiri fuglar hafi kastað eggjum í fátinu sem kom á hópinn.


Áskorun til Íslendinga - og burt með spillingarliðið í leiðinni!

Af bloggi jensgud 

föroya bjór

  "Lán Færeyinga til Íslendinga nemur 165 þúsund kalli á hvern Færeying,  660 þúsund kalli á hverja færeyska fjölskyldu.  Lánið er veitt án allra skilyrða,  Færeyingar frábiðja sér vexti af láninu og við megum endurgreiða það þegar og/eða ef við viljum.  Til viðbótar nota færeyskir stjórnmálamenn hvert tækifæri sem gefst á fjölþjóðavettvangi til að fordæma óvinveitta framkomu Breta í okkar garð.

  Héðan í frá eigum við ekki að kalla Færeyinga frændur okkar heldur skulum við kalla Færeyinga bræður okkar og systur.

  Færeyingar hafa löngum verið duglegir að heimsækja Ísland.  Sótt hingað hljómleika og aðrar skemmtanir,  verslað og svo framvegis.  Vegna hruns íslensku krónunnar hefur heimsóknum Færeyinga til Íslands fjölgað til muna.

  Ég skora á alla Íslendinga - sem tök hafa á - til að endurgjalda Færeyingum höfðingsskapinn í okkar garð.  Verslanir,  veitingastaðir,  leigubílstjórar og hver annar sem Færeyingar eiga viðskipti við á Íslandi skulu undantekningalaust gefa Færeyingum afslátt á verði.  Prósenta afsláttarins skiptir ekki máli: 5%, 10%, 15% eða hvað sem er.  Það sem skiptir máli er að sagt sé við Færeyinginn:  "Færeyingar fá alltaf afslátt hjá mér." 

  Takið þessa áskorun endilega upp á ykkar bloggi þannig að hún komist sem rækilegast til skila.

  Plötusnúðar skemmtistaða og útvarpsstöðva skulu jafnframt hætta að spila lög með enskum flytjendum og spila færeysk lög í staðinn. "

 

Og látum Færeyinga fá þátt í olíugróðanum þegar hann kemur!  (innskot höfundar)!!!!!W00t 


Neyðarlögin ólög

Ég er þeirrar skoðunar að neyðarlögin sem sett voru hér séu ólög og standist ekki alþjóðlega lög.

Þau gerðu stjórnvöldum kleift að mismuna gróflega viðskiptavinum bankanna.  Innlánsreikningar fengu skyndilega meira vægi en sjóðir sem ráðgjafar bankanna höfðu mælt með við fólk einmitt til að dreifa áhættunni.

Þetta mun allt koma í ljós.  Það óðagot, fum og mistök sem hafa verið gerð eru ólíðandi og óbætanleg.

--

I wonder if the law the Goverment  set after the fall of the banks are legal?  Is it legal to take one custumer of the bank and put him in front of another as they did?  

AFTERWARDS!

Does it stand international laws?

We will see.  The hurry has coursed many problems and it is unfair to us. 

 

 

 

 


Þess vegna eru allir tortryggnir-Thats why everybody is suspition

Ég held að stjórnvöldum væri nær að stuðla að auknu gagnsæi á því sem er ákveðið núna í stað þess að vera í þagnarbindindi einn tveir og þrír!

Stjórnvöld eiga að upplýsa þjóðina og koma ærlega fram í stað þess að vígbúast.

Stjórnvöld eiga að taka til greina það sem fólkið í landinu vill t.d. að hefja umsvifalaust rannsókn sem erlendir óháðir aðilar framkvæma fyrir okkur á tilurð bankahrunsins og öllum pakkanum kring um það.

Stjórnvöld eiga ekki að hafa áhyggjur af sínum tengslum við einstaka aðila í þessu öllu, við erum öll tengd meira og minna svo ef það kemur upp einhver spilling beintengd stjórnmálamönnum þá verður bara að hafa það.  Þá segja þeir einfaldlega af sér og axla sína ábyrgð!

Við erum öll að axla ábyrgð réttlátt eða ranglátt sem það er?

Það á enginn einn sem er í  aðstöðu til þess að fá að tefja málið.  

Það er sú tilfinning sem ég hef gagnvart þessum hægagangi að það er vísvitandi verið að tefja málið!

--

The Icelandic Goverment may not be afraid of doing what we need to do now.  The Goverment needs to lay all the cards on the table.  Give us informations instead of turning against us. Listen to the people and start imeediently a recursh from a-z on this fall af the banks and everything linked to it.

The Goverment should not worrie if something dirty comes up that concerns themselws. If so then be it!

Then they should take their sac and showe some responsibility! 

Thats what we are all doing now- take it or leave it-we have no choise! 

Nobody should be trying to delay this rechurch even if he can.

That is the feeling I have about how slowly things are going! 

 

 

 


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamleg mótmæli! A peaceful demonstration!

Ég og vinkona mín stormuðum í bæinn til að mótmæla ástandinu.  Við komum fyrst við í Kolaportinu og þar var líf og fjör. Á Austurvelli hófust mótmælin með reykspólun fyrir framan Alþingishúsið þannig að það sást ekki í það.  Síðan voru ræður haldnar og ítrekað að hér væri um kurteisileg mótmæli að ræða og við skyldum ekki fremja lögbrot af neinu tagi.  

Þegar okkur fór að kólna ákváðum við að fara inn á Kaffi París og fá okkur kaffi og vöfflur.  Það var mjög gott að ylja sér við sopann þar inni.

Þegar við greiddum fyrir og afgreiðsludaman spurði hvort við greiddum saman eða sitt á hvað rifjaðist upp fyrir mér vísa sem ég fór með fyrir hana.

Satt og logið, sitt á hvað

sönnu er best að trúa

en hvernig á að þekkja það

þegar flestir ljúga.

(Man ekki hver er höfundurinn)

Vinkona mín spurði stúlkuna hvort hún vildi ekki fá þessa vísu upp á vegg.  Jú gjarnan sagði þessi sæta stúlka og bætti við að hún hefði ekki heyrt þessa vísu áður. 

Vinkona mín spurði um tilurð vísunnar og hvaðan ég væri ættuð.  Ég lærði þessa vísu sem barn og flestir kannast vafalaust við hana.  Ég sagðist ekki vita um hvaðan vísan væri upprunnin en ég væri ættuð norðan af Ströndum þar sem menn hefðu einfaldlega verið drepnir, eða í öllu falli gerðir útlægir (lagðir í einelti), ef þeir voru óheiðarlegir. 

Við sáum glitta í lögreglumótorhjól út um gluggann og heyrðum fjöldahróp fyrir aftan okkur þegar við héldum heim.  Seinna frétti ég svo af þessum látum og því að þegar handtaka átti mann tóku menn sig til og sögðu svona gera menn ekki við erum að mótmæla hér á friðsaman hátt, þá sleppti lögreglan manninum.

Þegar við gengum Austurstrætið sáum við mann með eggjabakka skálma inn um dyr á húsi og þá sáum við að tímasetning okkar að halda heim var hárrétt.

Það heyrðist illa það sem verið var að segja þarna og því lítið af því sem sagt var sem komst til skila. 

Ég mæli með því að næstu mótmæli verði einfaldlega "Þagnarbindindi" eins og stjórnvöld beita á okkur þessa dagana.  

Standa bara á Austurvelli og þegja í klukkutíma eða svo! 

__

I was there but me and my friend had left when they started to throw eggs.  The demonstrations was peaceful when we left but we saw that the people was angry and we met a man with eggs when we walked away.

I suggest we stand for one or two hours next Saturday without saying a word.  

Then we will show the Gowerment how they are treeting us.  

Quietly!

 

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkafyrirtæki sem bretar tóku fegins hendi-Privat company that was welcome in Great Britain

Það er furðulegt að við íslendingar þurfum að vera jafn klaufalegir og við erum.  Alltaf! Fyrst við leyfðum bönkunum að vaxa og dafna langt umfram þjóðarframleiðslu (tólffalda þjóðarframleiðslu),  fyrst eftirlitið brást hér heima, öllu heldur fyrst við treystum einstaklingum fyrir bönkunum án eftirlits, fyrst útrásin var blessuð í hástert af stjórnvöldum og eftir höfðinu dansa limirnir,  fyrst allt fór á versta veg, fyrst Árni Matt talaði óskýrt, fyrst Davíð kvað upp herrör gegn Bretum, fyrst Finnar lokuðu á okkur tveim dögum áður en Bretar beittu hryðjuverkalögum. M.ö.o fyrst allt fór í kalda kol hvers vegna segir þá ekki Geir H. Haarde við Breta fyrst þið leyfðuð þessi viðskipti einkafyrirtækis á ykkar grundu hvers vegna eruð þið þá að klína afleiðingunum að því regluverki sem þið búið við á okkur?  Eruð þið kannski að fela eigið andvaraleysi með því að mála íslendinga upp sem óþjóðalýð áalþjóðlegum vettvangi til að Bretar fatti ekki hve gersamlega þið sjálfir  brugðust þeim?

-- 

It is silly of our priminister Geir H. Haarde to don´t ask the British Goverment that since they allowed this privat bank to grove in Britain by the rules Britain has   (not Iceland)  why they are trying to blame Iceland? Every private company can go there and the British Goverment do not keep an eye on them!  

Brown, Darling you are trying to hide your own mistake by calling us terrorists! You make us look rotten in the eyes of the world while you are just NOT doing your jobs?

Shame on you! 

 

 


mbl.is Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur jonerr

Jón Ragnar Björnsson eða jonerr eins og hann kallar sig er minn nýjasti bloggvinur.  Býr á Hellu eins og fram kemur í kynningu hans á sjálfum sér.  Bloggar um ástandið í þjóðfélaginu og hvaðeina sem honum hugnast.

Velkominn í hóp bloggvina minna Jón Ragnar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband