3708 samkvæmt fuglatalningaraðferð.

Ég beitti fuglatalningaaðferðinni í gær þegar ég var í bænum.  Ég ímyndaði mér að fólkið væri fuglahópur og taldi allar tegundir "fugla" á Austurvell.  

Það voru u.þ.b. 3200 á sjálfum Austurvelli, mestmegnis hópfuglar eins og æðarfugl, svartfugl, mávar og múkkar.

Á leið til og frá staðnum voru  nokkuð margir sendlingar og stöku skarfur sat hjá og fylgdist með samtals voru þar á ferð milli staða u.þ.b. 250 "fuglar".  

Nokkrir hrafnar sveimuðu yfir og voru þeir tveir og tveir saman við þá iðju að drepa "staka hrafninn" .   Segjum 50 hrafnar á eftir 10 stökum hröfnum.  

Svo taldi ég u.þ.b. 202 gæsir, helsingja, álftir, endur,rjúpur + tvær hænur sem öll kúrðu í húsunum kring um Austurvöll og fylgdust með úr fjarlægð.  

Þegar ég gekk heim á leið nánast datt ég um sjaldgæfan fugl sem kallast Gaukur og er ekki þekktur á Íslandi.  Gaukurinn var að lauma eggjunum sínum í hreiður annarra fugla sem ekki vildi betur til en voru líka gaukar og köstuðu þeir eggjunum því í Alþingishúsið en þetta frétti ég síðar.  Gaukarnir voru 6 talsins en hugsanlegt er að fleiri fuglar hafi kastað eggjum í fátinu sem kom á hópinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband