sun. 16.11.2008
Að námskeiði loknu
Frábært námskeið, sjö myndir "legnar" hjá mér og ein af þeim mín besta mynd til þessa sagði Örn Ingi.
Það eru "útverðir Íslands" í ólgandi sjó.
Það er ekki að furða þó við séum þreyttar núna þar sem Magga gerði átta myndir og ég sjö eins og fyrr segir.
Við erum eins og sprungnar blöðrur.
lau. 15.11.2008
Allt sem við viljum er friður á jörð
Það er til fyrirmyndar að færa lögreglumönnum blóm. Mikið dáist ég að hugkvæmni og hugulsemi þeirra sem færðu þeim blómin.
Samstaða fæst með friði.
Vér mótmælum allir!
![]() |
Friður og blóm á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 15.11.2008
Vér mótmælum allir!
Þessi frægu orð Jóns Sigurðssonar eiga svo sannarlega erindi í dag. Samstaða þegnanna er mikil og það er alveg gersamlega óskiljandi að ekki sé nokkur maður í stjórnkerfinu sem tekur mótmælin til sín.
Ekki nokkur einasti einstaklingur sér ástæðu til að segja af sér.
Afglöp og afskiptaleysi blasir þó við allri þjóðinni en nei! Ráðamenn sem ábyrgð bera standa með allt niður um sig og eru húðstrýktir opinberlega á hverjum laugardegi......að sjálfum sér fjarverandi að vísu.
Þeir húka í felum, virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð, halda fréttamannafundi samhliða því að vera sjálfir í þagnarbindindi.
Svona til að friða "skrílinn" sem hefur lýðræðislegan rétt til að mótmæla, eftir því sem þau viðurkenna með umburðarlyndu gervibrosi sem segir okkur meira en þau hefðu viljað láta uppi.
Umburðarlyndu gervibrosi sem segir þið hafið lýðræðislegan rétt til að mótmæla en við þurfum ekki að hlusta!
![]() |
Ráðamenn og frekir krakkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 14.11.2008
Námskeið í myndlist
Dúndur námskeið hófst í kvöld í myndlistarskóla Arnar Inga. Við Magga systir mættum gallvaskar og "tékkuðum okkur inn".
Við byrjuðum á spjalli og að kynnast hvert öðru. Sumir voru á námskeiðinu í fyrra. Við hófumst svo handa af krafti og máluðum að miklum móð.
Örn Ingi stjórnaði af röggsemi á sinn skemmtilega og skapandi hátt. Hópurinn er góður og samstilltur.
Blogga sennilega ekki fyrr en annað kvöld vegna anna.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 14.11.2008
Halló Akureyri
Ég er stödd fyrir norðan eins og fram hefur komið. Fyrir norðan er að sjálsögðu á Akureyri. Við systurnar brugðum okkur í bæinn að kaupa striga fyrir myndlistarnámskeið sem við erum að fara á um helgina.
Við komum víð í Landsbankanum, fyrrverandi vinnustað systur minnar til að taka út aur fyrir helgina. Þar stóð vörður frá Securitas fílefldur á verði. Ég fór að forvitnast og komst að því að kona nokkur sem var ósátt við það sem eftir var á hennar reikningum og stormaði út með leðurstól og ætlaði að taka hann með sér heim.
Mér varð nú að orði við vörðinn hvort það mætti setjast í stólana. Það væri kannski lím í þeim eins og stólunum í Seðlabankanum!
Svo er það umhugsunarefni að verðir frá Securitas voru kallaðir út vegna leðurstóla en meðan viðskiptavinir bankans voru að ganga um sali bankans með aleigu sína í plastpokum eins og sást víða, þótti ekki ástæða til að verja þá!
Né heldur þótti ástæða ril að verja starfsfólk bankanna þegar reiðir viðslkiptavinir voru á ferð eins og mörg dæmi sanna né kalla til áfallahjálp því til stuðnings?
Mér fannst tómlegt og kuldalegt í bankanum en ég hef ekki komið í hann eftir að honum var breytt fyrr en nú. Þetta er gamalt og virðulegt hús en með ótrúlegum hætti hefur tekist að slíta sálina innan úr því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 14.11.2008
Fréttamannafundur
Nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttur kynna stöðu mála. Þau segja að þetta verði allt birt í blöðunum á morgun þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Ingibjörg Sólrún sagði að loftrýmisaðgerðir af hálfu Breta yrði ekki innt af hendi. Ákvörðunin var tekin á vettvangi Nato.
Geir segist reikna með að IFM taki umsókn okkar fyrir strax eftir helgina en lausn er ekki komin á deilunni þó svo að staða okkar sé betri nú en í upphafi þar sem þeir séu tilbúnir í meiri tilslakanir nú.
Við höfum ekki fallið frá lagalegum rökstuðningi okkar þrátt fyrir það að við ábyrgjumst þær upphæðir sem um hefur verið deilt.
fös. 14.11.2008
Bankastjórar í breyttu umhverfi
Það er kannski ekki skrýtið að bankastjórara átti sig ekki á breyttu umhverfi. Þau sem hafa starfað við þetta fram að þessu hafa haft frjálsar hendur til að lána óháð pólitík eða samþjöppun á markaði. Nú er það beinlínis hlutverk þeirra að framfylgja lögum á samlkeppnismarkaði og gæta hagsmuna ríkisins ásamt auðvitað hagsmunum viðskiptavina. Þetta getur reyst dálítið flókin blanda þegar innan bankanna starfa menn sem eru í nánum tengslum við aðila sem eru ráðandi á markaði eins og Tryggvi Jónsson sem var stjórnandi hjá Baugi og því samstarfsaðli Jóns Ásgeirs en Tryggvi starfar hjá Landsbankanaum.
Ég er stödd hjá systur minni á Akureyri sem var sagt upp hjá Landsbankanum hér. Hún var mjög vel liðin í starfi og fékk góð meðmæli frá útibússtjórum. Ekki virðist heldur hafa verið um sparnað að ræða þar sem önnur kona sem var hjá Landsbankanum í Luxemburg var ráðin í starfið hennar. Á sama tíma og Landsbankinn á Akureyri segir upp fimm starfsmönnum (einn ráðinn í staðinn) þá eru tveir útibússtjórar þar.
Þetta finnst mér undarlegt í ljósi þess að umfang bankans minnkar verulega en annar á að sjá um málefni einstaklinga og hinn fyrirtækja.
Nú þegar viðskiptanefnd Alþingis kallar bankastjóra inn á teppið hefði hún alveg mátt spyrja bankastjóra út það svona í leiðinni í hvers vegna þeir halda verndarhendi yfir stjórnendum innan bankanna meðan þeir sjá um mál þar sem vanhæfi þeirra blasir við (kannski hafa þau gert það) og hvers vegna stöður útibússtjóra eru ofmannaðar meðan venjulegt launafólk er látið fara?
Ríkið það er ég!
![]() |
Bankastjórar fyrir viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 14.11.2008
Borgum ekki sagði Seðlabanki Íslands
Nú kemur það rækilega í hnakkann á okkur að hafa haft pólitíkus í seðlabankanum. Tækifærisinnaðan seðlabankastjóra.
Nú kemur það rækilega í hnakkann á okkur að hafa forsætisráðherra sem er ekki vanur að taka á málum.
Sem betur fer höfum við utanríkisráðherra sem er búin að fatta að hann/hún getur stjórnað þrátt fyrir og kannski vegna aðgerðaleysis forsætisráðherra.
Ég hef velt því upp áður að er umhugsunarefni hvort ekki eigi að veita Samfylkingunni brautargengi fyrir minnihlutastjórn með tilkomu fagmanna og annarra reynslumeiri manna til að styðja við þá stjórn og leyfa Sjálfstæðisflokknum að taka sér frí til að íhuga og marka sína stefnu sem virðist út og suður í veigarmiklum málum og tefur bara nauðsynlegan og skjótan framgang á þessum erfiðustu tímum sem mörg okkar upplifa nú.
Þau eru bara að þvælast fyrir!
![]() |
Utanaðkomandi mál tefja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 14.11.2008
Mæli með því........
Mæli sterklega með þessu. Þannig gætum við sloppið við að leggja timburmennina á komandi kynslóðir.
Timburmennina eftir okkar neyslu. Við yrðum að taka skellinn strax en er það ekki það sem alkarnir gera í og eftir meðferð?
![]() |
Gætum hæglega sleppt IMF-láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 13.11.2008
Vona það sama og Björgólfur
Björgólfur er sterkur að koma fram og kom ágætlega frá sér því sem hann vildi segja. Aðalatriðunum a.m.k. Það er gríðarlega erfið staða sem hann er í og mikil pressa.
Seðlabanki Íslands hefur ekki verið starfi sínu vaxinn. Það er líka umhugsunarvert hverjir tóku ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?
Var það Seðlabankinn eða var það ríkisstjórnin? Voru það þessir aðilar saman?
Voru það forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri?
Hver var þáttur viðskiptaráðherra?
Hvers vegna var umleitunum manna ekki svarað um sameiningu bankanna Landsbanka og Glitnis?
Hvað svo sem er rétt í því vona ég og trúi að eignir Landsbankans í Bretlandi dugi fyrir skuldunum vegna Icesave. Kannski aðeins betur en þær voru tvöfalt hærri en innistæður þann 30. sept s.l. að sögn Björgólfs og hans tölum sem hann hefur samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri bankans.
![]() |
Skuldir lenda ekki á þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)