Ný stjórn undir forystu Jóns Baldvins?

Ég hygg að það sem við gætum lært af mistökum og illahætti undafarinna missera í stjórnmálum sé að kasta ekki fyrir róða reynslu og þekkingu í pólitík.

Jón Baldvin Hannibalsson fer fremstur meðal jafningja í þeim hópi fólks og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllum sviðum er lúta að því að stjórna landinu og styrkja stöðu okkar innan lands sem utan.

Ekki síst utan landsins þar sem mannorð okkar er í molum.  Þar höfum við virkilega þörf fyrir menn eins og hann sem hafa góð sambönd og geta fljótt og örugglega skilað okkur árangri í þeim efnum.

Ungt og reynsluminna fólk, eldhugar, sem nú stíga fram hver af öðrum eiga að nota tækifærið og sgefa kost á sér með þeim reynslumeiri og þétta þannig raðirnar til eflingar okkar illa leikna landi.  

Okkar illa leiknu þjóð sem virðist vera föst í helgreipum valdhafa sem taka vald sitt bara alvarlega þegar kemur að því að verja eigin hendur!

Réttlæta misgjörðir sínar meðan RÓM BRENNUR! 

 

 


Blaðurmannafundur

Blaðurmannafundur verður haldinn í dag klukkan fimm.

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra boða til hans í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. 

Ekkert efni fundar er kynnt. 

Á hverju eigum við von?

Stjórnarslitum?

Breytingum á Seðlabanka og fjármálaeftirliti?

Einhverju nýju um lánið frá IFM?

??? 


mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarleiðangurinn

Þá höfum við það.  Ingibjörg er í miðjum björgunarleiðangri og telur ekki tímabært að ganga til kosninga.

Ég trúi því að hún skipti um skoðun þegar líður á næsta ár.

Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á það að sama fólkið og klessukeyrði þjóðarskútuna ráðskist svo með það hvar er byggt upp á ný og hvað er látið fara á hausinn.

Sama ófaglærða fólkið látið stjórna Seðlabankanum og kom þar öllu í þrot.

Ég er hrædd um að það sé ekki hægt að líkja þessu við slysavarnafélag vegna þess að slysavarafélög hjálpa fólki eftir þrengingar af völdum náttúruhamfara, slysa eða annarra atvika.  Slysavarnafélög reyna að varast slys í stað þess að orsaka þau eins og ríkisstjórn Íslands hefur gert með óábyrgri stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. 

Björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar snýst eingöngu um það að bjarga eigin skinni! 


mbl.is Kosningar ekki tímabærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt

Það er alveg eðlilegt að hafa kosningar í vor.  Þjóðin getur þá skorið úr um hvort hún vill óbreytt ástand.

Það er kominn tími til að óbreyttir íslendingar sem ekki hafa látið að sér kveða í pólitík komi fram á sjónarsviðið.

Þjóðin hefur eining þörf fyrir reynda menn sem hafa reynst landi og þjóð vel í gegn um tíðina.

Ég hlakka til að ganga til kosninga norður á Ströndum næsta vor og kjósa rétt! 

 


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama liðið við stýrið á "bankarútunni"!!!

Ég get ekki skilið það sem fram hefur komið að sama fólkið og keyrði bankana með öllum okkar ævisparnaði sitji enn við stýrið á bankarútunni, eftir að hafa keyrt hana í klessu á fylleríi.  Þarna eru öll okkar auðæfi sem við höfum nurlað saman til handa fjölskyldunni og má segja að framtíð okkar, líf okkar allra sé að veði.

Menn "keyra fullir" og komast upp með það!

Atvinnubílstjórar velta því nú fyrir sér hvað gerðist ef þeir væru allir teknir fullir á bílum sínum?

Það myndi öll starfsemi stöðvast ef prófið yrði tekið af þeim.  Strætó hætti að ganga, rútur hættu að ganga, leigubílar myndu stöðvast, Flutningabílar, vinnuvélar, lyftarar o.s.frv.

Þá yrði að grípa til þess ráðs sem stjórnvöld hafa nú gert við akstur verðmætustu rútu Íslands, bankarútunnar.

Það er allt í lagi að keyra fullur! 

 

 


Nenni ekki að blogga um þetta

Ég nenni engan veginn að blogga um þetta.  

Það er varla að stjórnendur í þessu landi hafi nennt að sækja um þetta eða koma málum í höfn þannig að þetta gengi eftir.

Hvað fór mikið í vaskinn meðan öll þessi vinna við að semja um það sem eignir voru til fyrir en menn föttuðu ekki fyrr en Björgólfur kom fram í sjónvarpi og sagði það?

Ráðherrar og Seðlabankastjórn nennir ekki að standa upp úr stólunum til að hleypa hæfu fólki að.

Það tekur því varla að gera neitt fyrr en þeir sem ábyrgð bera fara.  Tíminn er allt of dýrmætur núna til að eyða honum í að réttlæta sjálfan sig og eigin gerðir eða aðgerðaleysi.

Farið bara frá og hleypið hagfræðingum og þeim sem hafa vit á málum að.

Þá nennum við kannski að gera eitthvað þarflegt. 

 

 


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim

Ég er komin heim eftir vel heppnaða ferð til Akureyrar.  Ég var hjá Möggu systir og hennar manni.  Við Magga fórum á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga um helgina.

Það var virkilega gagnlegt og skemmtilegt.  Við hittum einnig Kristínu vinkonu og höfðum gaman saman. M.a. borðuðum við slátur saman á sunnudaginn.

Dalí hundurinn Möggu og José er mjög hændur að mér.  Magga sagði mér að þegar hún kom heim eftir að hafa skutlað mér á flugvöllinn kom hann á móti henni og hljóp niður að leita að mér, fór svo út á svalir til að gá betur og þegar ég var ekki með skreið hann undir hjónarúm sem hann gerir aldrei nema á nóttinni.

Hundurinn lagðist hreinlega í þunglyndi.

Ég set kannski inn myndir þegar ég er ekki svona þreytt en ég var að koma úr myndlistartíma hjá Litagleði sem er skemmtilegur hópur fólks sem hefur kennara sér til halds og trausts í myndlistinni.

 

 


Hvers vegna brást Seðlabankinn ekki við þá?

Það er til lítils gagn fyrir okkur að Seðlabankastjóri fari yfir skýrslu og fund síðan í febrúar nú.

Hvers vegna brást hann ekki við þá?

Hvers vegna að taka ekki upp bindiskyldu í stað þeirrar sem hann felldi niður?

Bankarnir voru að spila algerlega frítt spil hvað það og svo margt annað varðaði.

Nei ég tek hreinlega ekki mark á manni sem hefur klúðrað jafn miklu og ég skynja að í BESTA FALLI er maðurinn að gera veikburða tilraun til að bjarga eigin skinni.....með smjörklípuaðferðinni.

Reynir m.a.s. að kenna fjölmiðlunum um.

Hún virkar ekki lengur smjörklípuaðferðin,  let´s face it!


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri fundir og mótmæli

Það er ekki lítið ef nær 1000 manns mæta á opinn borgarafund.  Það verður sífellt furðulegra að menn skirrist við að segja af sér. 

Tala um að kosningar dæmi menn í þeirri von að gullfiskaminnið okkar íslendinga haldi áfram að vera gullfiskaminni.

Ég held ekki að það geri það.  Ég held að fallið verði þeim erfiðara því lengra sem líður.  Ekki skilja mig svo að ég hafi verulegar áhyggjur af því.

Áhyggjur mínar beinast að öðru og meira en því þessa stundina hvort menn sem bera ábyrgð á þessu gífurlega hruni verði ekki endurkjörnir.

Þeir sem taka ekki ábyrgð á eigin gerðum draga flokkinn sinn niður með sér.

Þær snúast um velferð fólks og kannski um það að þeir verðir eftir allt endurkjörnir. 


mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IFM

Það er jákvætt að hafa allt uppi á borðinu og gegnsætt þegar svona er háttað sem í dag.

Alveg rétt að birta þetta og leyfa þjóðinni að fylgjast með.

Getur það flokkast sem trúnaðarmál þegar við erum skuldsett upp í topp og svo út úr flýtur?


mbl.is DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband