Halló Akureyri

Ég er stödd fyrir norðan eins og fram hefur komið.  Fyrir norðan er að sjálsögðu á Akureyri.  Við systurnar brugðum okkur í bæinn að kaupa striga fyrir myndlistarnámskeið sem við erum að fara á um helgina.

Við komum víð í Landsbankanum, fyrrverandi vinnustað systur minnar til að taka út aur fyrir helgina. Þar stóð vörður frá Securitas fílefldur á verði.  Ég fór að forvitnast og komst að því að kona nokkur sem var ósátt við það sem eftir var á hennar reikningum og stormaði út með leðurstól og ætlaði að taka hann með sér heim.

Mér varð nú að orði við vörðinn hvort það mætti setjast í stólana.  Það væri kannski lím í þeim eins og stólunum í Seðlabankanum!

Svo er það umhugsunarefni að verðir frá Securitas voru kallaðir út vegna leðurstóla en meðan viðskiptavinir bankans voru að ganga um sali bankans með aleigu sína í plastpokum eins og sást víða, þótti ekki ástæða til að verja þá!

Né heldur þótti ástæða ril að verja starfsfólk bankanna þegar reiðir viðslkiptavinir voru á ferð eins og mörg dæmi sanna né kalla til áfallahjálp því til stuðnings?

Mér fannst tómlegt og kuldalegt í bankanum en ég hef ekki komið í hann eftir að honum var breytt fyrr en nú.  Þetta er gamalt og virðulegt hús en með ótrúlegum hætti hefur tekist að slíta sálina innan úr því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Mér fannst þessi kona æðisleg,  ég hef ekki fram að þessu mælt með að fólk stæli en þetta var réttlætanleg,  og það er mikið rétt hjá þér að það sé eitthvað loðið við það að öryggisvörður sé komin í bankann til að verja húsgögnin,,,, skít með fólkið,,,,  fólkið hvað ????

Sigurveig Eysteins, 15.11.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband